Monitor - 14.04.2011, Síða 16

Monitor - 14.04.2011, Síða 16
16 Monitor FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2011 Bræður munu berjast Flestir þekkja og kunna jafnvel lagið Wonderwall sem Oasis gerðu heimsfrægt fyrir rúmum fimmtán árum. Höfuðpaurar hljómsveitarinnar eru þeir Gallagher- bræður, Liam og Noel. Sagan segir að þeir hafi deilt saman herbergi sem guttar og að eldri bróðirinn, Noel, hafi dundað sér við að ögra og stríða litla bróður sínum í gríð og erg. Þótt sorglegt sé virðast bræðurnir enn ekki hafa þroskast upp úr æskuslags- málum og hafa slíkar fréttir prýtt forsíður helstu fjölmiðla Bretlands síðasta áratug- inn. Hljómsveitin hefur oft þurft að aflýsa heilu og hálfu tónleikaröðunum vegna erja bræðranna. Líf hljómsveitarinnar hefur því oft verið í hættu en segja má að hún hafi látið lífið í ágúst 2009 þegar bræðurnir rif- ust heiftarlega baksviðs á tónleikum í París með þeim endalokum að Noel mölbraut gítar Liams. Tónleikunum var aflýst, með nokkurra mínútna fyrirvara, og sama kvöld birti Noel eftirfarandi yfirlýsingu á vefsíðu Oasis: „Það er með nokkurri sorg og miklum létti að ég tilkynni ykkur að ég hætti í Oasis í kvöld. Fólk má skrifa og segja það sem það vill, en ég gat einfaldlega ekki starfað með Liam deginum lengra.“ Enn þann daginn í dag segja bræðurnir fjölmiðlum að þeir talist ekki við. BLÓÐUG BANDASLIT Að halda lífi í góðri hljómsveit er bölvað basl. Monitor gerði úttekt á nokkrum hljómsveitum sem sundruðust með misfallegum hætti. „Eftir tvö lög lem ég þig í klessu“ Hljómsveitin Eagles er goðsagnakennd innan rokkbransans en þeir eiga meðal annars mestseldu plötu Bandaríkjanna, Their Greatest Hits (1971- 1975) sem seldist í ríflega 29 milljónum eintaka. Tónlist Arnanna þykir afar ljúf á að hlusta en sá ljúfleiki endurspeglar alls ekki samskipti meðlima hljómsveitarinnar. Sagan segir að á þeirra mesta rokkstjörnuskeiði, sem einkenndist af dópi og drykkju, hafi tveir af fimm meðlimum, þeir Don Henley og Glenn Frey, tekið sér stöðu foringja hljómsveitarinnar í einu og öllu og fengu að launum viðurnefnið „Guðirnir“. Samskipti hljómsveitarmeðlima voru upp frá því afar stirð og var gerð plötunnar Hotel California sjö mánaða tímabil leiðinda sem tók heila eilífð í augum Eagles-manna. Þeir stóðu sem rokkeining uppi á sviði á tónleikum en um leið og tónleikum var lokið héldu þeir sundraðir sína leið hver. Samstarfið náði suðupunkti á tónleikum á Long Beach í Kaliforníu en kvöldið hefur síðan verið þekkt sem „Long Night at Wrong Beach“. Bandið var að spila á tónleikum sem stjórnmálahreyfing stóð fyrir, gegn vilja sumra í hljómsveitinni. Rétt fyrir tónleikana hafði verið mikill pirringur milli þeirra Glenn Frey og Don Felder. Pirringurinn stigmagnaðist svo að uppi á sviði, á miðjum tónleikum, stóðu þeir í hótunum hvor við annan þar sem þeir hótuðu hvor öðrum barsmíðum beint eftir tónleikana. Að tónleikunum loknum ruku allir hver í sína átt en Frey og Felder rifust heiftarlega baksviðs og vissu menn strax að endalok Arnanna væru runnin upp. Hljómsveitin sneri aftur 1994 og hefur komið fram af og til síðan þá en þeir halda tónleika á Íslandi þann 9. júní næstkomandi. Ef til vill má fylgja sögunni að Don Felder telst ekki meðlimur Eagles lengur. EAGLES HARÐIR OG HÁRPRÚÐIR ERNIR Hvað eru nokkrir magnarar milli vina? Rokktríóið The Police skaust fram á sjónarsviðið undir lok áttunda áratug- arins. Lög eins og Roxanne, Every Breath You Take og Message in a Bottle eru á meðal ómetanlegra framlaga þeirra til tónlistarsögunnar. Það verður hins vegar að teljast athyglisvert hve miklu þeir afköstuðu í ljósi þess að í þriggja manna hljómsveit ríkti gífurleg andstyggð og rígur milli söngvarans og bassaleikarans, Sting, og trommarans, Stewart Copeland, sem var upphaflegur stofnandi bandsins. Sting þótti trommuleikur Copeland of hávaðasamur og Copeland þótti Sting of mikil stjarna – enda farinn að þreifa fyrir sér í kvikmynda- bransanum. Sagan segir að á tónleikum hafi verið nauðsynlegt að stilla upp mónitorum og mögnurum á milli „félaganna“ tveggja svo þeir þyrftu sem minnst að pæla hvor í öðrum. Leiðindin milli Sting og Copeland keyrðu hljómsveitina í kaf árið 1986 en rúmum 20 árum seinna grófu þeir stríðs- öxina fyrir „comeback“-tónleika árið 2007. Í ævisögu Copeland sem kom út árið 2009 greindi hann reyndar frá því að ófá rifrildin hefðu átt sér stað eftir endurfundina. Tíminn læknar greinilega ekki öll sár. THE POLICE Fráhvarf Halliwell tók sinn toll Kryddpíurnar réðu lögum og lofum í poppsenunni á 10. áratug síðustu aldar. Þegar hljómsveit- in virtist enn á uppleið ákvað Geri Halliwell, höfuðpía flokksins í augum margra, skyndilega að segja sig úr hljómsveitinni. Að eigin sögn var hún orðin of ólík hinum hljómsveitarmeðlimunum. Einnig sagðist hún uppgefin og þurfa á hvíld að halda en birtist þó aftur skömmu síðar með sólóferil á blússandi siglingu. Fráhvarf Halliwell olli miklu fjaðrafoki og skemmdi meðal annars ýmis markaðsleg áform hljómsveitarinnar. Skemmst er frá því að segja að þótt þær fjórar Kryddpíur sem eftir stóðu væru staðráðnar í að halda áfram fataðist þeim nokkuð flugið og náðu í raun aldrei fyrri vinsældum. Ein plata var gefin út áður en þær sneru sér allar að sólóverkefnum 2001. Spice Girls voru liðin tíð – allavega í bili. SPICE GIRLS OASIS KRYDDPÍURNAR MEÐ HNATTLÍKAN RÉTT ÁÐUR EN ÞÆR MISSTU ÞAÐ GELGJUSKEIÐ GALLAGHER-BRÆÐRA VIRÐIST VARA LENGUR EN FLESTRA GRAFALVARLEGIR EINS OG LÖGGUM SÆMIR

x

Monitor

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.