Monitor - 14.04.2011, Blaðsíða 17

Monitor - 14.04.2011, Blaðsíða 17
17FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2011 Monitor Axl-veldið Guns N‘ Roses var án efa ein stærsta þungarokkhljómsveit heims á 9. og 10. áratugnum. Söngvari hljómsveitarinnar, Axl Rose, hefur verið útnefndur besti rokksöngvari sögunnar af ýmsum miðlum auk þess sem gítarstefið í laginu Sweet Child o‘ Mine hefur verið verðlaunað af virtum tónlist- artímaritum. Þótt hljómsveitin starfi enn í dag á hún sinn sess í þessari umfjöllun af skýrum ástæðum. Hljómsveitin átti sitt gullaldarskeið frá 1987, með útgáfu Appetite for Destruction, þar til allir hljómsveitarmeðlimirnir að undanskildum Axl Rose fóru að heltast úr lestinni um og upp úr 1996. Í kringum Rose hefur svo sannarlega aldrei verið lognmolla. Árið 1994 valdi hann nýjan rytma- gítarleikara fyrir sveitina, Paul Huge. Slash hafði mikla óbeit á Huge og þótti hann ekki henta sveitinni en Rose átti lokaorðið – eins og í flestum málefnum bandsins. Nokkru áður hafði Rose troðið inn lögum á plötu sem sveitin gaf út þvert gegn vilja annarra meðlima. Smám saman fengu menn sig fullsadda og koll af kolli yfirgáfu máttarstólpar bandsins sveitina, fyrstur þeirra var Slash árið 1996. Axl Rose hefur upp frá því rembst áfram með hljómsveitina með hinum ýmsu hljóðfæraleikurum í hverri stöðu. Hinir gömlu meðlimir GNR stofnuðu saman hljómsveitina Velvet Revolver með Scott Weiland sem söngvara. Ásamt því að standa í málaferlum við sína gömlu félaga vegna hinna ýmsu ágreininga hefur Axl Rose opinberlega látið ýmis ósmekkleg ummæli flakka í garð Slash. Árið 2009 líkti hann Slash við krabbamein í viðtali við NME og lét fylgja: „Best er að að fjarlægja hann og forðast – því minna sem fólk heyrir af honum og hans fylgimönnum, því betra.“ Hann nefndi jafnframt að annar þeirra myndi deyja áður en þeir myndu nokkurn tímann stíga aftur á stokk saman. Lífið í rokkinu er sem sé ekki alltaf dans á rósum. GUNS N‘ ROSES Flókið skilnaðarferli fjórmenninganna Sennilega hefur engin hljómsveit haft jafnmikil áhrif á vestræna dægur- menningu og Bítlarnir. Þá þarf einfaldlega ekki að kynna til sögunnar. Um endalok þessara fjórmenninga frá Liverpool sem gjörsigruðu heiminn hefur margt verið ritað og ýmsum kenningum verið fleygt fram. Að sama skapi er þó málefnið sveipað dulúð og jafnvel deiluefni í augum hinna hörðustu Bítla. Árið 1967 lést Brian Epstein, umboðsmaður Bítlanna. Epstein hafði verið lykilmaður í að halda hópnum þéttum og einnig fór hann fyrir öllum fjármálum Bítlanna. Í kjölfar andláts hans voru því fjármálin á rúi og stúi fram til loka. Einnig kom til deilna innan bandsins um hver ætti að taka við umboðsmennskunni. Um svipað leyti var George Harrison að gerast ágeng- ari varðandi að fá að gefa út sínar lagasmíðar á plötum Bítlanna. Harrison þótti tækifæri hans til að koma sínu efni á framfæri af skornum skammti og jókst því pirringur hans hvað það varðar. Alþekkt er að tilkoma Yoko Ono inn í líf John Lennon sé talin hafa haft stór áhrif á örlög Bítlanna. Lennon og Ono voru algerar samlokur sem varð til þess að Lennon virti að vettugi viðmið sem Bítlarnir höfðu haldið uppi um að kærustum eða eiginkonum væri ekki heimilt að mæta í upptökur. Allt þetta hjó skörð í samstarfsvilja John, Paul, George og Ringo. McCartney hefur sagt að í raun hafi Bítlarnir liðið undir lok snemma árs 1969 þótt síðasta platan þeirra, Let It Be, hafi komið út sumarið 1970. Um það leyti voru þeir allir komnir á kaf í vinnslu á sólóferlum. Árið 1971 kærði McCartney hljómsveit- arfélaga sína fyrir brot á samningi sem Bítlarnir höfðu gert með sér og stóðu þær deilur yfir til 1975 – en það ár má segja að flosnað hafi formlega upp úr samstarfi hinnar goðsagnakenndu hljómsveitar sem Bítlarnir voru. BÍTLARNIR AÐRAR HLJÓMSVEITIR MEÐ ATHYGLISVERÐA SKILNAÐARSÖGU: ABBA - Cream - Pink Floyd - Trúbrot FALSKIR FÉLAGAR JOHN OG PAUL Í FORGRUNNI AÐ VANDA Heitt hFyruelgartilboð ! Nýtt í do rma             OPIÐ    "  # $ "  #% & "  '#% - Frábært pásk ti - SPA línan, nýjung frá Yankee Candle sem hefur slegið í gegn ! Fyrir þá sem elska ilmkerti Kauptu eitt og fáðu annað með 50% *afslátturinn er af sama verði eða ódýrari afslætti * Tilboðið gildir á öllum Yankee Candle ilmvörum yfir 40 *Afsláttur gildir af vöru á sama verði eða ódýrari. ilmtegu ndir

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.