Monitor - 14.04.2011, Blaðsíða 19

Monitor - 14.04.2011, Blaðsíða 19
19FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2011 Monitor Ótrúlegt hvað dagarnir eru misjafnir. Stundum er varla hægt að vinna fyrir þreytu og stundum er hressleikinn ofar öllu. Stíllinn kannaði hvaða matur það er sem getur ýtt undir þreytuna í þér. Hugsanlega uppá-haldsmorgunmatur margra, en ef þú ætlar að fá þér hafra- mjöl eða hafragraut er nauðsynlegt að drekka einn kaffibolla eða svo með. Kornin í haframjölinu hrinda af stað insúlínframleiðslu líkt og gerist þegar þú borðar grófkornabrauð. Þetta verður til þess að blóðsykurinn hækkar og gera þig syfjaða/n. Handfylli af þessummöndlum og áður en þú veist af ertu farin/n að dotta. Möndlur innihalda trýptófan eða trý og magnesíum, sem bæði hjálpa til við að draga úr vöðva- og taugastarfsemi en halda einnig hjartslættinum stöðugum. Mjólkursúkkulaðier örvandi og tilvalið að narta í það í prófatörn til dæmis. Hins vegar hefur dökkt súkkulaði aðeins öðruvísi áhrif. Dökkt súkkulaði inniheldur serótónín, sem er efni sem slakar á líkama og sál. Lítill biti af dökku súkkulaði hjálpar húðinni að halda sér rakri. En það þýðir ekki að það sé í lagi að troða í sig heilli plötu af suðusúkkulaði, einn lítill biti dugar. Austurlenska undriðhúmmus hefur mjög mikil svefnáhrif. Ef þú vaknar um miðja nótt, endilega japlaðu á húmmus ef svo vill til að þú eigir það í ísskápnum. Hins vegar ef þú ert að vakna mikið um miðja nótt yfir höfuð er mjög líklegt að þú borðir ekki nógu margar kaloríur yfir daginn og þá er líkaminn að vekja þig til að skamma þig. Hunang inniheldurglúkósa eða þrúgusykur sem segir heilanum þínum að slaka á snerpunni. Svo ef þú átt erfitt með að sofna er gott að smakka á smá hunangi, jafnvel fá sér t.d. kamillute með hunangi. Ein matskeið er alveg nóg. Kirsuber innihaldamelatónín og ef þú ert dugleg/ur að troða þeim í fæðuhringinn hjá þér, hjálpar það að koma reglu á svefninn. Melatónín er hormón eða taugahormón sem myndast í heilaköngl- inum. Það losnar mun meira út í blóðið á nóttu en degi. Fólk með svefntruflanir hafa notað melatónín sem hjálpar- tæki og er það oft kallað náttúrulega svefnlyfið. GO CHERRIES! MATUR sem svæfir þig ER HAFRAGRAUTUR NÝJA SVEFNLYFIÐ? ÞESSAR MÖNDLUR SVÆFA EN ÞÓ EKKI NAMMIMÖNDLUR MMM.. SUÐUSÚKKULAÐI ER LOSTÆTI ÞAÐ MÁ DEILA UM HVORT AÐ HÚMMUS SÉ GOTT HUNANG ER ALLRA MEINA BÓT ÞAU FÁST EKKI ALLTAF Á ÍSLANDI, EN GÓÐ ERU ÞAU Tvíburarnir Mary-Kate og Ashley eru heimsfrægar fyrir að vera með puttann á púlsinum. Stíllinn þeirra hefur vakið athygli og þá sérstaklega stíll Mary-Kate, sem var titluð tískutákn af New York Times, fyrir bóhemian/heimilislausa stíl sinn. Stíllinn rifjaði upp síðustu 10 ár með systrunum. Tvíburasystur tískumógúlar eru 2001 Mary-Kate og Ashley byrjuðu snemma í bransanum og skutust fljótt upp á toppinn. 2002 Barnastjörnur voru þær svo sannarlega en snemma vaknaði áhuginn fyrir tísku. 2003 Á frumsýningu Charlie’s Angels 2, fengu þær að velja sér fötin sín í fyrsta sinn. 2004 Systurnar fengu Hollywood-stjörnu og nú hægt að þekkja þær í sundur. 2006 Árið 2006 voru þær saman í auglýsingu fyrir merkið Badgley Mischka. 2005 Mary-Kate og Ashley eru duglegar að þræða tískusýningarnar. Hér eru þær á Marc Jacobs 2007 Glæsilegar svarthvítar myndir og viðtal við Mary-Kate í ítalska Vogue birtist 2007. 2008 Gefa út bókina Influence: Virðingarvottur við hönnuði og fleiri sem veita þeim innblástur. 2009 Ashley Olsen kemur fram í myndaþætti Marie Claire ásamt ítarlegu viðtali. 2010 Alltaf smart. Systurnar gefa út fatalínuna sína Olsenboye. 2011 Í dag eru þær meðal ríkustu kvenna í heimi, tískutákn og eltar af papparössum.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.