Monitor - 14.04.2011, Blaðsíða 20
Chalet Girl
Leikstjóri: Phil
Traill.
Aðalhlutverk:
Felicity Jones, Ed
Westwick og Bill
Nighy.
Aldurstakmark:
Ekkert.
Lengd: 100 mínútur.
Kvikmyndahús: Sambíóin
Egilshöll og Álfabakka.
Hin 19 ára Kim Matthews
(Jones) hefur aldrei passað inn í
umhverfi sitt í Englandi. Hún er
fyrrum hjólabrettameistari og fær
frábært tækifæri er henni býðst
vinna í fínum skíðaskála í Ölpun-
um. Í fyrstu á hún erfitt með að
aðlagast í Ölpunum en byrjar svo
að æfa sig á snjóbretti og þá fara
hjólin að snúast. Kim skráir sig í
snjóbrettakeppni til að reyna að
komast yfir verðlaunaféð og svo
hittir hún auðvitað strák (West-
wick) sem hún verður skotin í til
að toppa ævintýrið alveg.
Rio
Leikstjóri: Carlos
Saldanha.
Talsetning: Ævar Þór
Benediktsson, Vilhjálmur
Hjálmarsson, Nanna
Kristín Magnúsdóttir,
Björgvin Franz Gíslason,
Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Ólafur Sk.
Þorvalds, Orri Huginn Ágústsson og
Magnús Jónsson.
Aldurstakmark: Ekkert.
Lengd: 96 mínútur.
Kvikmyndahús: Smárabíó, Háskólabíó,
Laugarásbíó og Borgarbíó Akureyri.
Sjaldgæfi arnpáfinn Blu lifir fábrotnu
lífi í bókaverslun í Moose Lake í
Minnesota. Þegar vísindamenn finna
kvenkyns bláan arnpáfa í borginni Rio
de Janeiro í Brasilíu er ákveðið að koma
þeim saman til að viðhalda stofni
tegundarinnar. Þegar þangað er komið
kynnist Blu hinni frjálslegu Jewel og
steinfellur fyrir henni. Til þess að vinna
hjarta hennar þarf Blu þó að leysa
eitt vandamál, flughræðslu. Ævintýrið
gengur ekki snuðrulaust fyrir sig.
kvikmyndir
Hæð: 175 sentímetrar.
Besta hlutverk: Sirius Black í
Harry Potter.
Staðreynd: Gary Oldman var
handtekinn fyrir ölvunarakstur
árið 1991 en leystur úr haldi
morguninn eftir. Með honum
í bílnum var enginn annar en
Kiefer Sutherland.
Eitruð tilvitnun: „Leikari
sem segist lifa sig alveg inn
í karakterinn er að bulla
nema hann sé greindur með
geðklofa.“
1958Fæðist þann 21.mars í London.
Oldman var mikill söngvari og
tónlistarmaður sem barn en
ákvað að gefa tónlistina upp á
bátinn og snúa sér alfarið að
leiklistinni á endanum.
1978Útskrifaðist úrleiklistardeild Rose
Bruford College og lék næstu
árin mikið í leikhúsum.
1986Fékk fyrsta stórahlutverkið sitt í
kvikmyndinni Sid & Nancy þar
sem hann fór með hlutverk
hins sturlaða Sid Vicious,
bassaleikara The Sex Pistols.
1990Giftist leikkonunniUma Thurman.
Þau skildu tveimur árum síðar.
1991Lék mikilvægastahlutverk ferils
síns í bandarísku kvikmyndinni
JFK. Oldman fór með hlutverk
morðingjans Lee Harvey Oswald
og kom sér rækilega á kortið
með frammistöðunni.
1993Kom fram í tón-listarmyndbandi
Guns ‘n‘ Roses við lagið Since
I Don‘t Have You sem djöfullinn.
2001Fékk Emmy-verðlaunin fyrir
leik sinn í tvöföldum þætti af
sjónvarpsþáttaseríunni Friends.
Oldman leikur þar hrokafullan
leikara sem hrækir ítrekað
framan í Joey er þeir leika
saman í kvikmynd um seinni
heimsstyrjöldina.
2004Landaði hlutverkiSirius Black,
guðföður Harry Potter og lék
í fjórum kvikmyndum um
galdrastrákinn knáa. Heyrst
hefur að Oldman og Daniel
Radcliffe sem leikur Potter hafi
orðið mjög nánir vinir við gerð
myndanna.
2005Lék hinn hógværaJames Gordon í
kvikmyndinni Batman Begins.
Fór aftur með hlutverk Gordon
í framhaldinu The Dark Knight
sem náði töluvert meiri
vinsældum en fyrri myndin.
Gary
Oldman
FERILLINN
20 Monitor FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2011
Frumsýningar
helgarinnar
Amanda Seyfried leikur Rauðhettu í myndinni Red Riding Hood
og mun líklega leika Þyrnirós í væntanlegri Disney-mynd.
Popp-
korn
Fjórða myndin í
hryllingsmyndaflokkn-
um Scream verður frumsýnd
um helgina.
Myndin er
athyglisverð
fyrir ýmsar
sakir en einkum
þær að sjálfur
leikstjóri
myndarinnar,
Wes Craven, hafði orð á því
fyrir sex árum síðan að afar
hæpið væri að gera fleiri en
þrjár myndir. Nú hefur hins
vegar öllu verið tjaldað til og
eru helstu persónur gömlu
myndanna verið kallaðar til
aftur og þar með leikararnir
Courteney Cox, David Arquette
og Neve Campbell sömuleiðis.
Tölvuteiknimyndin frá
Pixar, Cars 2, verður ein
af sumarmynd-
um 2011 og er
hennar beðið af
mikilli
eftirvæntingu.
Fyrri myndin
um talandi
bílana þótti
afar vel heppnuð og því verður
forvitnilegt að fylgjast með
útkomu framhaldsmyndarinn-
ar. Á meðal leikara sem ljá
bílum rödd sína í myndinni eru
Owen Wilson og Michael
Caine. Alvöru aðdáendur Pixar-
myndanna geta fylgst grannt
með kynningu myndarinnar á
netinu en á EmpireOnline.com
hafa verið kynntar til leiks
nýjar persónur úr myndinni
með reglulegu millibili.
Fyrir rúmu ári síðan var
Broadway-söngleikur-
inn American Idiot frumsýnd-
ur vestanhafs.
Söngleikurinn
heitir eftir
samnefndri
plötu rokk-
hljómsveitar-
innar Green
Day enda
saminn í kringum lögin á
plötunni og inniheldur
eingöngu lög Green Day.
Söngleikurinn hefur augljós-
lega þótt vekja lukku því nú
hefur kvikmyndarisinn
Universal Pictures áform um
að koma söngleiknum á hvíta
tjaldið í kringum árið 2013.
Maður að nafni Jack
Jordan sem var dæmdur
árið 2008 fyrir að ofsækja og
áreita leikkon-
una Uma
Thurman
verður í
mánuðinum
kallaður aftur
fyrir rétt í New
York fyrir að
hafa reynt að setja sig í
samband við leikkonuna á ný.
Maðurinn, sem er sagður hafa
mætt heim til hennar, hringt í
fjölskyldu hennar og sent
henni undarleg bréf árið 2008,
var þá bannað að reyna að
nálgast hana með nokkrum
hætti í fimm ár. Heimildir
kveða að hann hafi nú reynt að
hringja í hana aftur í október
en sjálf hefur Thurman ekki
viljað tjá sig um málið.
Red Riding Hood
Leikstjóri: Catherine Hardwicke.
Aðalhlutverk: Amanda Seyfried, Lukas Hass og
Gary Oldman.
Aldurtakmark: Bönnuð innan 12 ára.
Lengd: 90 mínútur.
Kvikmyndahús: Sambíóin Álfabakka,
Kringlunni og Egilshöll.
Hér er á ferðinni dekkri uppfærsla af ævintýrinu fræga
um Rauðhettu og úlfinn þar sem hin unga Valerie
(Seyfried) ákveður að hlaupast á brott
með skógarhöggsmanninum Peter til að
forðast annað hjónaband. Varúlfur hefur
haldið sig í skógi bæjarins í nokkurn tíma
og nú er hann orðinn virkilega svangur svo
bæjarbúar fá prestinn Solomon (Oldman)
til að hjálpa sér. Allt þetta fléttast saman
í hryllingsævintýri þar sem Valerie virðist
á dularfullan hátt tengjast varúlfinum
sterkum böndum og grunur leikur á að hann sé í raun
einn af íbúum bæjarins.
Source Code fjallar um þyrluflugmanninn Colter
Stevens (Jake Gyllenhaal) sem vaknar skyndilega um
borð í lest. Á móti honum situr kona (Michelle Mon-
aghan) en hún þekkir hann ekki sem Colter Stevens.
Eftir aðeins 8 mínútur springur lestin og Stevens
vaknar í einhvers konar hylki. Hann kemst fljótlega
að því að hann þarf að fara aftur um borð í lestina og
finna þann sem er ábyrgur fyrir sprengjunni. Annars
springur önnur sprengja.
Það sem er frábært við þessa mynd er að það er
í rauninni enginn inngangur í myndinni. Myndin
byrjar strax og grípur mann alveg frá byrjun. Maður
hefur engan tíma í að velta því fyrir sér hver það er
sem kom sprengjunni fyrir. Myndin er mjög hröð og
maður gleymir sér alveg þegar maður horfir á hana.
Öll tæknivinnsla er einnig mjög flott. Leikararnir eru
allir mjög góðir og þar fer Jake Gyllenhaal fremstur
í flokki. Gyllenhaal og Monaghan ná ótrúlega vel
saman miðað við hvað það fer enginn tími í að kynna
persónur myndarinnar.
Full einföld á köflum
Þessi mynd er sci-fi tryllir og þannig myndir fá oft
áhorfandann til
spyrja sjálfan sig
ýmissa spurninga.
Source Code
gerir það. Endirinn
skilur mann eftir veltandi hlutunum fyrir sér og er
ég viss um að menn túlki endinn á ýmsa vegu. Það
sem angraði mig hins vegar er að sumar lausnirnar í
myndinni voru full einfaldar. Það var stundum eins
og það væri ekkert mál að leysa þessi vandamál sem
aðalpersóna myndarinnar stóð frammi fyrir. Myndin
sveiflast svolítið frá því að vera
einföld spennumynd yfir í djúpar
Matrix-pælingar inn á milli.
Myndin komst því ekki alveg yfir
þröskuldinn í að vera virkilega
góð mynd. Ég mæli samt hiklaust
með henni. Hún er aðeins 93
mínútur sem ætti að heilla þá
sem nenna ekki að sitja lengi
yfir myndum.
Tómas Leifsson
Source Code
K V I K M Y N D
Leikstjóri:
Duncan Jones.
Aðalhlutverk:
Jake Gyllenhaal,
Michelle Monaghan
og Vera Farmiga.
Lengd: 93 mínútur.
Groundhog Day
á alvarlegri nótum
ÆTLI ÞETTA SÉ
ÚLFUR Í ÖMMUGÆRU?
Boy
Leikstjóri: Taika
Waititi.
Aðalhlutverk: James
Rolleston, Taika Wait-
iti og Te Aho Aho.
Aldurstakmark:
Ekkert.
Lengd: 87 mínútur.
Kvikmyndahús: Bíó Paradís.
Árið er 1984 og Michael Jackson er
kóngurinn, meira að segja í Waihau-
flóa í Nýja Sjálandi. Hér hittum við
Dreng, 11 ára strák sem býr á bónda-
býli með ömmu sinni, geit og yngri
bróður sínum, Rocky (sem heldur að
hann búi yfir ofurkröftum). Skömmu
eftir að amman heldur á brott í
vikuferðalag birtist faðir Drengs.
Drengur hafði ímyndað sér að faðir
sinn væri mikil hetja að öllu leyti,
en þarf nú að horfast í augu við
veruleikann; pabbi hans er hæfi-
leikalaus smábófi sem hefur snúið
aftur einungis til að finna poka
fullan af peningum sem hann hafði
grafi í jörðu mörgum árum áður.