Monitor - 14.04.2011, Blaðsíða 22

Monitor - 14.04.2011, Blaðsíða 22
Kvikmynd 127 hours er mjög kúl mynd um mann sem festist ofan í sprungu og tekur sjálfan sig upp á vídjó til að halda geðheilsu. Hún gerist líka nánast öll á einum stað en nær samt að halda athygli manns. Sjónvarpsþáttur It‘s Always Sunny in Philadelphia er alltaf í uppáhaldi hjá mér. Danny Devito er ógeðs- lega fyndinn og Green Man er besti karakter allra tíma! Bók Beðið eftir Sigurði eftir ritlist- arnema Háskólans er náttúrulega besta bókin sem kom út á síðasta ári. Svo elska ég að glugga í bókina um Guð- jón Ketilsson, myndlistarmann, og gleyma mér í listinni. Plata Um þessar mundir er ég búinn að vera að hlusta á nýja PJ Harvey diskinn, Let England Shake. Ég hef í rauninni aldrei komist inn í tónlistina hennar áður en ég mæli með að fólk tjékki á þessu. Vefsíða Besta tónlistarsíðan er að sjálfsögðu Gogoyoko.com þar sem maður finnur megnið af íslenskri tónlist. Annars er Flickmylife.com farin að taka yfir líf mitt upp á síðkastið. Staður Maður fær ekki betri mat en á bensínstöðinni á Blönduósi. Ég geri mér ferð þangað reglulega því að beikonborgarinn er svo rosalegur. 22 Monitor FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2011 fílófaxið TÍSKUSÝNING Turninn Smáratorgi 20:00 Lokasýning fatahönnunar-og textílnema Fjölbrauta- skólans í Garðabæ. Sextán hönnuðir sýna lokaverkefni sín svo áhugafólk um tísku ætti ekki að missa af þessari sýningu. VIGRI, ÚTIDÚR OG ANDVARI Sódóma 21:00 Hljómsveitirnar Vigri,Útidúr og Andvari skella í spennandi tónleika á Sódómu. Böndin spila öll lágstemmda og ljúfa tónlist svo hér er á ferðinni góður valkostur fyrir þá sem nenna ekki á brjálaða rokktónleika þessa helgina. SKAKKAMANAGE OG TYLER BRETT Dillon 22:00 Hljómsveitin Skakkamanagehefur legið í dvala í tæp tvö ár en hefur nú ákveðið að koma fram á Reykjavik Music Mess á Nasa um helgina. Meðlimir sveitarinnar geta þó ekki beðið og ákváðu því að halda tónleika á Dillon til að hita upp fyrir helgina. Kanadíski tónlistar- maðurinn Tyler Brett hitar upp með tónlist sem hefur verið líkt við tóna Donovan á dimmum degi. fimmtud14apríl ASSASIN OG AGENT FRESCO Hvíta húsið Selfossi 22:00 Hljómsveitirnar The AssasinOf A Beautiful Brunette og Agent Fresco leiða saman hesta sína í heimabæ þeirra fyrrnefndu. Um er að ræða sannkallaða rokktónleika sem enginn má missa af. Aðgangseyrir er 1.500 krónur. PÉTUR BEN Faktorý 22:00 Pétur Ben leikur ásamthljómsveit sinni nýtt efni í bland við gamalt. Sérstakur gestur verður enginn annar en Eberg. Kippi Kanínus kemur einnig fram á þessum skemmtilegu tónleikum þar sem elduð verður fyrir gesti hypnótísk blanda af rokki og óbeisluðum kynþokka. Aðgangseyrir er 1.000 krónur. föstudag15apríl STJÓRNLÖG UNGA FÓLKSINS Iðnó 14:00 Í vikunni opnaði vefsíða þarsem ungt fólk getur skoðað efni tengt stjórnarskránni og kynnt sér hana. Þing ungmennaráða í Reykjavík verður haldið í Iðnó til að ræða efni hennar og er ungt fólk hvatt til að mæta. BLÚSHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK Gamla höfnin 14:00 Blúsbelgir, Blúshundar,kvikmyndasýning og fleira á opnunarviðburði hinnar árlegu Blúshátíðar í Reykjavík. Þarna verður Mojodýr hátíðarinnar kynnt en í fyrra var það hesturinn Blossi. Hamborgarar, humar, harðfiskur og fleira til sölu fyrir svanga blúsara. ROKKTÓNLEIKAR Sódóma 22:00 Hljómsveitirnar EndlessDark, We Made God og Moldun spila rokk fyrir gesti Sódómu eins og ekkert sé og lofa mögnuðum tónleikum. Aðgangseyrir er 1.000 krónur. PINETOP PERKINS HEIÐURSTÓNLEIKAR Café Rósenberg 22:00 Allir blúsarar landsins heiðrahinn goðsagnakennda Pinet- op Perkins af alkunnri snilld. Dagana 19.-21. apríl heldur hátíðin svo áfram með þrennum stórtónleikum á Hilton Nordica sem enginn blúsaðdáandi má missa af. laugarda16apríl Síðast en ekki síst » Hrafnkell Örn Guðjónsson, trommuleikari, fílar: LOKAPRÓFIÐ skólinn Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar halda tónleika í Austurbæ fimmtudagskvöldið 14. apríl ásamt hljómsveitinni Valdimar. „Þetta verða mjög flottir tónleikar,“ segir Jónas spenntur fyrir kvöldinu sem hann segir verða í veglegri kantinum. „Við ætlum að gefa allt í þessa tónleika og verðum með stóra blásturssveit svo þetta verður kraft- mikil skemmtun,“ útskýrir Jónas sem er einnig hæstánægður með að spila loksins með hljómsveitinni Valdimar. „Bæði böndin eru að gera tónlist á íslensku og við vinnum mikið með stærri útsetningar sem brjóta popplagaformið upp,“ segir hann og bætir við að hljómsveit- irnar tvær hafi lengi langað til að gera eitthvað saman. Jónas segist ætla að halda sig við stóra tónleika á næstu mánuðum þar sem bandið er orðið mjög stórt í sniðum núna. „Við höfum reynt að skera bandið niður en þá vantar einhvern veginn eitthvað,“ útskýrir hann en Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar munu næst spila á tónlistar- hátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði um páskana. Miðaverð á tónleikana í Austurbæ fimmtudagskvöldið 14. apríl er 1.500 krónur og miðasala fer fram á Midi.is. Brjóta popplaga- formið upp JÓNAS SIG OG VALDIMAR Austurbær Fimmtudagur kl. 21:00 | 14. apríl 2011 |

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.