Monitor - 28.04.2011, Blaðsíða 20

Monitor - 28.04.2011, Blaðsíða 20
Hævnen Leikstjóri: Susanne Bier. Aðalhlutverk: Mikael Persbrandt, Trine Dyrholm og Markus Rygaard. Dómar: IMDB: 7,7 / Metacritic: Aldurtakmark: Bönnuð innan 12 ára. Lengd: 119 mínútur. Kvikmyndahús: Háskólabíó. Myndin var valin besta erlenda myndin bæði á Golden Globe og Óskarnum í ár og þykir ein sú besta frá Danmörku í mörg ár. Læknirinn Anton starfar bæði í litlum bæ í Danmörku og flóttamannabúðum í Súdan. Á þessum tveimur stöðum berst hann við vandamál innan fjölskyldunnar sem endurspegla beitta þjóðfé- lagsádeilu. The Lincoln Lawyer Leikstjóri: Brad Furman. Aðalhlutverk: Matthew McConaughey, Marisa Tomei og Ryan Philippe. Dómar: IMDB: 7,5 / Metacritic: 6,3 / Rotten Tomatoes: 83% Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára. Lengd: 118 mínútur. Kvikmyndahús: Sambíóin Kringlunni og Egilshöll. Mick Haller starfar yfirleitt úr aftursætinu á Lincoln Continental bílnum sínum sem verjandi fyrir hina ýmsu ógæfumenn og telst frekar fær á sínu sviði. Einn daginn tekst honum að landa risastóru máli fyrir ríkan glaumgosa að nafni Louis Roulet en sá er ásakaður um manndráp. Roulet sver að ásakanirnar séu rangar og einungis gerðar til að féfletta sig. Mick ákveður að taka málið að sér fyrir peninginn en ekki líður á löngu þar til hann rekst á margt skuggalegt úr fortíð Roulet og starfið sem átti að reynast auðvelt snýst upp í allsherjarbaráttu upp á líf og dauða. kvikmyndir Hæð: 174 sentímetrar. Besta hlutverk: Hannibal Lecter. Staðreynd: Skapaði ekki bara illmennið Hannibal Lecter held- ur hefur einnig leikið illmenni úr mannkynssögunni á borð við Richard Nixon og Adolf Hitler. Eitruð tilvitnun: „Ég held að það væri gaman að fara í hádegis- mat með honum, að því gefnu að þú sért ekki hádegismatur- inn.“ (Um Hannibal Lecter). 1937Fæðist þann31. desember í Margam í Wales sem Philip Anthony Hopkins. Er alltaf kallaður Tony af vinum og vandamönnum. 1957Útskrifaðist úrtónlistar- og leiklistarskóla í Wales og gekk síðan í breska herinn. Að herþjónustunni lokinni ákvað Hopkins að flytja til London og freista gæfunnar sem leikari. 1967Giftist PetronelluBarker en skildi við hana þremur árum síðar. Þau eiga saman dótturina Abigail sem fæddist 1968. 1973Gifti sig í annaðsinn og þá konu að nafni Jennifer Lynton. 1975Hætti að drekka. 1980Fór með hlutverklæknisins Freder- ick Treves í myndinni um fíla- manninn. Myndin var tilnefnd til átta Óskarsverðlauna. 1991Túlkaði mann-ætuna Hannibal Lecter í kvikmyndinni Silence Of The Lambs og fékk Óskar- inn fyrir frammistöðu sína. Hopkins birtist aðeins í rúmar 16 mínútur í kvikmyndinni svo Óskarsverðlaunaframmistaðan er ein sú stysta í kvikmynda- sögunni. 1993Fékk riddaraorðubreska konungs- dæmisins. 2000Fékk bandarískanríkisborgararétt. 2002Skildi við JenniferLynton og byrjaði með kólumbísku leikkonunni Stella Arroyave sem hann er enn giftur í dag. 2003Fékk sína eiginstjörnu í frægðar- götu Hollywood. 2006Fékk heiðurs-verðlaun Cecil B. DeMille á Golden Globe verðlaununum fyrir ævistarf sitt sem leikari. Anthony Hopkins FERILLINN 20 Monitor FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2011 Frumsýningar helgarinnar „One generation’s tragedy is the next one’s joke.“ - Dewey Riley í Scream 4 Popp- korn Óskarsverðlaunaleikar- anum Russell Crowe hefur lengi langað að setjast í leikstjórastólinn og hefur hann daðrað við fjölda kvikmynda- handrita í gegnum tíðina. Nú er hann kominn aftur á skrið og mun líklega leikstýra kvikmyndinni 77. Hún segir frá tveimur lögreglumönnum sem tengjast í gegnum morðmál frá árinu 1976 og frægan skotbardaga. Crowe hefur ekki enn skrifað undir samning um að leikstýra myndinni og vill bíða þar til lokaútgáfa af handritinu lítur dagsins ljós. Unglingastjarnan Zac Efron vinnur í óðaönn við að koma sér á kortið í Hollywood sem alvörugefinn fullorðinn leikari og fær brátt tækifæri til að sanna sig í spennu- myndinni Die In A Gunfight. Myndin segir frá ofbeldis- fullum ungum manni sem heillast af dóttur versta óvinar föður síns. Söguþráðurinn er kannski ekki sá mest spenn- andi en vonandi tekst hinum unga Efron að sýna sig og sanna í myndinni sem er þó einungis á fyrstu stigum framleiðslu um þessar mundir. Fjórða tölvuteikni- myndin um ísöldina, Ice Age: Continential Drift, hefur fengið fleiri stjörnur til talsetningar og nú eru þau Jennifer Lopez og Jeremy Renner búin að fá hlutverk í myndinni. Áður höfðu tónlistarmaðurinn Drake, Ray Romano, Queen Latifah og Sean William Scott öll skrifað undir samning um að taka þátt í fjórðu teikni- myndinni í þessari bráðfyndnu seríu svo spennandi verður að sjá útkomuna. Kvikmyndaframleið- andinn 20th Century Fox hrindir brátt af stað framleiðslu kvikmyndarinnar Zorro Reborn sem mun flytja hinn eitursvala Zorro frá 19. aldar umhverfi sínu til framtíðar- innar. Ekki er þó enn komið í ljós hvort Antonio Banderas muni setja grímuna upp aftur eða hvort að nýr leikari setji á sig skikkju og sveifli sverðinu sem Zorro framtíðarinnar. Thor Leikstjóri: Kenneth Branagh. Aðalhlutverk: Chris Hemsworth, Anth- ony Hopkins og Natalie Portman. Aldurtakmark: Bönnuð innan 12 ára. Lengd: 114 mínútur. Kvikmyndahús: Sambíóin Álfabakka og Egilshöll. Hrokafulli þrumuguðinn Þór (Hemsworth) er rekinn úr Ásgarði fyrir að vera með vesen og er sendur af föður sínum, Óðni (Hopkins), til jarðar þar sem hann á að lifa meðal manna. Á vegi hans verður vísindakonan Jane Foster (Portman) sem hefur mikinn áhuga á ofurkröft- um Þórs og fljótlega fella þau hugi saman. Fljótlega fær Þór þó að finna fyrir skyldum sínum sem þrumuguð og verja Jörðina gegn árásum illra afla sem hann reitti til reiði í guðaheimum. Myndin er byggð á samnefndum teiknimyndasögum Marvel. LOKI OG ÞÓR MEÐAN ALLT LÉK Í LYNDI Sidney Prescott (Neve Campell) snýr aftur í heima- bæ sinn eftir að hafa skrifað sig frá vandamálum sínum með nýrri bók en hún er ekki fyrr stigin inn í bæinn en Draugafés (Ghostface) fer að drepa fólk á ný. Ég get ekki sagt að ég muni mikið eftir fyrri myndunum og í raun er ég ekki alveg viss um að ég hafi séð þær allar. Mig minnti þó að tilgangurinn hefði verið að hrista upp í og hræða fólk. En annað er uppi á teningnum hér. Þrátt fyrir bregðuatriði, blóð og drungalega tónlist af og til þá virkaði myndin miklu meira á mig sem grínmynd heldur en hryll- ingsmynd. Hér er ég ekki að reyna að púlla hörðu týpuna í bíó sem hlær að öllum bregðuatriðunum og klappar þegar einhver er drepinn heldur var bara svona ódýr Scary Movie fílingur allan tímann. Ódýr bregðuatriði Mér finnst þó líklegt að reynsluboltinn Wes Craven, leikstjóri myndarinnar, hafi meðvitað farið þá leið að beina athyglinni meira að svarta húmornum og B-mynda stílnum enda myndin bæði illa leikin og bregðuatriðin ódýr. Svolítið eins og hann ætti svona bregðuhljóðasafn og hafi bara dreift þeim tilviljana- kennt hér og þar um myndina. Tilgangurinn hefur líklega verið að búa til einhvers konar B-mynda/ slasher stemningu og sem slík gengur myndin betur upp. Með réttu hugarfari er því alveg hægt að hafa gaman af henni þrátt fyrir vonbrigði mín með að láta hræða mig og marga aðra galla. Hún höfðar eflaust til margra sem hafa gaman af svona B-mynda fíling þó mér finnist það ekkert endilega réttlæta það að myndir séu lélegar. Finnst það oft svolítið eins og að segja brandara þar sem enginn hlær og útskýra svo eftir á að þetta hafi verið svona brandari þar sem enginn átti að hlæja. Já ókei, þá er þetta snilld. Kristján Sturla Bjarnason K V I K M Y N D Leikstjóri: Wes Craven. Aðalhlutverk: Neve Campbell, Courteney Cox og David Arquette. Lengd: 111 mínútur. Dómar: IMDB: 7,2 Scream 4 Meira grín en hryllingur

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.