Monitor - 28.04.2011, Blaðsíða 22

Monitor - 28.04.2011, Blaðsíða 22
Kvikmynd Ég fór að sjá ítölsku kvikmyndaperluna Cinema Paradiso í Háskólabíói um daginn og var algjörlega heilluð af henni og brosti allan tímann. Svo mæli ég með að allir sjái The Story Of Anvil sem er geðveikt fyndin og skemmtileg heimildarmynd um kanadíska þungarokkhljómsveit sem hefur verið að spila saman í 30 ár og er ennþá að reyna að meika það. Þáttur The Wire eru með bestu þáttum sem ég hef séð. Mig langaði til að spóla til baka og horfa á þá alla aftur um leið og ég kláraði þá. Svo elska ég The Sopranos. Ég var lasin um daginn og horfði á þá samfleytt í 13 klukkutíma með vinkonu minni. Undir lokin vorum við farnar að tala með New Jersey-hreim og alvarlega farnar að íhuga smá larp. Vefsíða Icanhascheezburger. com er mjög góð síða ef þú fílar ketti í manneskjufötum. Svo er alltaf gaman að kíkja á Vice.com á Do´s and Dont´s. Bók Chronicles eftir Bob Dylan um líf hans og listir er frábær. Svo er Mötley Crüe: The Dirt alveg ótrúleg lesning en ég vara við að hún fær siðprúðasta fólk til að langa að djamma, ganga í leðri og sofa hjá grúppíum. Plata Ein af mínum uppáhaldsplötum er Rumours með Fleetwood Mac sem var tekin upp í Kaliforníu árið 1976. Þetta er algjört meistaraverk og saga hljómsveitarinnar er líka rosaleg. Ég mæli með því að kynna sér hana meðan hlustað er á plötuna. Staður Í augnablikinu er það Babalú á Skólavörðustíg en ég hef samt bara komið þangað einu sinni. Ég hugsa að ég muni fara þangað oftar með hækkandi sól af því þar er geðveikur útipallur sem er tilvalinn fyrir bjórdrykkju! 22 Monitor MFIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2011 fílófaxið ÓTUKTIN Iðnó 20:00 Frumsýning Ótuktarinnar,einleiks með söngvum. Leikgerðin er eftir Valgeir Skagfjörð og er byggð á bók Önnu Pálínu Árnadóttur. Katla Margrét Þorgeirsdóttir fer víst á kostum í þessu verki sem verður sýnt í apríl og maí. Miðaverð er 2.900 krónur. BEGGI SMÁRI OG MOOD Sódóma 21:00 Tónleikar hinsóviðjafnanlega Begga Smára ásamt hljómsveitinni MOOD sem er skipuð þeim Friðriki Geirdal Júlíussyni, Inga S. Skúlasyni og Tómasi Jónssyni. Aðgangseyrir er 1.000 krónur. BROTHER GRASS Café Rósenberg 22:00 Hinir SuðurríkjahljómandiBrother Grass snúa aftur heim á Rósenberg þar sem þeim líður best. Aðgangseyrir er 1.000 krónur. ÚTSKRIFTARSÝNING Korpúlfsstaðir 16:00 Nemendur í margmiðlunvið Borgarholtsskóla sýna afrakstur námsins um helgina. Tæplega 30 nemendur verða með verk á sýningunni og þar á meðal tónlistarmaðurinn Júlí Heiðar. föstudag29apríl DÍVA Útgerðin Granda 18:00 Sýning á verkum 1. ársnema í fatahönnun við Listaháskóla Íslands í kúrsinum Illustration. Unnið var út frá hugtakinu DÍVA og hefur hver og einn nemandi útbúið sína útgáfu af dívunni í innsetningarverki. KK STYRKTARTÓNLEIKAR Salurinn Kópavogi 20:00 Lionsklúbburinn Muninnbýður til styrktartónleika með KK í tilefni 40 ára afmælis síns. Tónleikarnir eru til styrktar Vímulausri æsku og Foreldrahúss. Miðaverð er 3.000 krónur og forsala miða fer fram á Midi.is. SKÁLMÖLD OG SÓLSTAFIR Nasa 21:00 Tvær af stærstuþungarokkshljómsveitum landsins leiða saman hesta sína á stórtónleikum. Skálmöld og Sólstafir sameinast í kraftmiklu, þjóðlegu þungarokki sem snertir taugar hins almenna Íslendings og auðvitað hinna hörðustu rokkara. Miðaverð er 2.500 krónur og miðasala fer fram á Midi.is. MEGAS OG SENUÞJÓFARNIR Faktorý 22:00 Aðdáendur Megasar hafavafalaust verið ánægður með endurnýjuð kynni hans við Senuþjófana og um helgina gefst fullkomið tækifæri til að sjá tónleika með þessum frábæru listamönnum. Megas og Senuþjófarnir spila á Faktorý bæði á föstudags- og laugardagskvöldi svo enginn ætti að missa af þessum einstaka viðburði. Aðgangseyrir er 1.500 krónur. Síðast en ekki síst » Þórunn Antonía, tónlistar- og leikkona, fílar: LOKAPRÓFIÐ skólinn „Ég var farin að sakna hennar svolítið,“ segir Bryndís Ásmundsdóttir, leikkona, sem túlkar Janis Joplin á tónleikum í Tjarnarbíói um helgina. Bryndís túlkaði Janis síðast fyrir þremur árum í sýningu um söngkonuna í Íslensku óperunni en hefur ekki endurnýjað kynnin við hana almennilega síðan þá. „Karakterinn kemur um leið og við teljum í fyrsta lag,“ útskýrir Bryndís sem þykir ná söngkonunni einstaklega vel. „Maður fer náttúrulega í ákveðinn gír við að fara í búninginn og setja á sig öll armböndin og hálsfestarnar,“ segir Bryndís sem hefur lengi túlkað Janis Joplin. „Ég byrjaði að syngja lagið Mercedes Benz með öllum stælunum í gaggó og hlustaði mikið á Janis á þeim tíma,“ segir Bryndís sem sló í gegn með túlkun sinni á laginu. „Beðin og óumbeðin söng ég þetta lag allsstaðar þar sem ég kom,“ segir hún og hlær. Tónleikarnir í Tjarnarbíói verða einstaklega flottir að sögn Bryndísar sem vill þó ekki gefa of mikið upp um þá að svo stöddu. „Þetta verður að koma aðeins á óvart en ég get fullvissað tónleikagesti um að þeir munu labba inn í æðislega flottan rokkhippaheim á laug- ardagskvöldið,“ segir Bryndís spennt fyrir tónleikunum sem hefjast kl. 20. Miðaverð er 2.900 krónur og forsala miða fer fram á Midi.is Endurnýjar kynnin við Janis Joplin | 28. apríl 2011 | KVÖLDSTUND M/ JANIS JOPLIN Tjarnarbíó Laugardagur kl. 20:00 fimmtud28apríl

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.