Monitor - 05.05.2011, Blaðsíða 4

Monitor - 05.05.2011, Blaðsíða 4
4 Monitor FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2011 M yn d/ Ó m ar Plötusnúðurinn Margeir v ar nýlega fenginn til að sj á um tónlist í afþreyingar - kerfi Icelandair. Hann er nú þegar búinn að stokka vel upp í úrvalinu og heimsfrumflutti nýjustu p lötu Gus Gus í háloftunum um daginn. SKÝJUM OFAR Hvaða breytingar urðu á tónlistinni í flugvélum Icelandair eft ir að þú tókst til hendinni? Það fyrsta sem ég gerði var að taka svolítið vel til í safn inu og búa til sér- staka lagalista. Ég trúi þ ví að tónlistarupp- lifun fólks sé að breytas t og það vilji frekar hlusta á stök lög með tó nlistarmönnum en heilar plötur, þótt þa ð sé að sjálfsögðu einnig í boði. Hvernig tónlist er þetta helst? Þetta er allt frá því að vera stuðvekja ndi danstónlist eins og ég er kannski þe kktastur fyrir yfir í að vera gæsahúðarvald andi tónlist úr klassíska geiranum. Svo er þarna líka töff tónlist í rólegri kantinum í ætt við diskana sem ég hef gert fyrir Blá a lónið ásamt Dj mixum þar sem lögin fl æða saman í einni heild og ekkert bil er mi lli laga. Þetta eru bæði syrpur sem ég hef sérstaklega sett saman af þessu tilefni o g syrpur sem ég hef komist yfir hjá kollegum mínum í bransan- um og heillast af. Er mikið af íslenskri tón list í boði? Ég legg einmitt sérstaka áh erslu á íslenska tónlistarmenn og þá sér staklega þá sem hafa spilað á Iceland Air waves-hátíðinni í gegnum tíðina. Vonand i verður þetta til þess að einhverjir erlen dir ferðamenn upp- götvi íslenska tónlist, ja fnvel þótt þeir séu bara að millilenda í Keflavík. Svo kom ég því í kring að við myn dum heimsfrum- flytja nýju Gus Gus-plöt una í háloftunum, en það gerðum við einm itt um daginn og höfum strax fengið fráb ær viðbrögð við því. Gus Gus er náttúrlega h ljómsveit sem hefur selt hátt í eina milljón p latna og er þekkt víða um heim svo þetta var alveg fullkomið fyrir þennan vettvang. Hefur þú fengið góð viðb rögð við flugvéla- tónlistinni? Já, ég hef str ax fengið mjög góð viðbrögð við þessu ö llu saman, jafnvel póst frá fólki sem var að fljúga og vildi vita hvaða lög væru á lagalis tunum sem það hlustaði á í fluginu. Eru einhver fordæmi fyr ir svona viða- miklum tónlistarverkefn um hjá erlendum flugfélögum? Við vitum a lla vega ekki til þess að heilar plötur ha fi verið heimsfrum- fluttar í háloftunum fyr r. Annars er óttaleg lyftutónlistarstemning r íkjandi, alla vega hjá þeim flugfélögum se m ég hef flogið með, panflautuútgáfur a f Guns N’ Roses og fleira í þeim dúr. En það getur svo sem vel verið að á bak við það li ggi mikil pæling og þrotlaus vinna. Hvaða tækifæri fylgja þe ssu fyrir þig? Þetta er ótrúlega spennandi v erkefni og gaman að taka þátt í þessu. Það fljúga hátt í tvær m illjónir manna með Icelandair árlega svo þe tta gerir kannski eitthvað fyrir mann. Ég er samt með báða fæturna á jörðinni þó að ég sé í skýjunum með lagalistana. Maður kemst alla vega ekki miklu hærra en í 30 þúsund fet. Hvað þurfa fullkomin flu gvélalög að hafa? Fyrst og fremt er ég að r eyna að skapa andrúmsloft þar sem fó lk geti sest niður, valið stemninguna og lá tið svo koma sér á óvart. Ég er ekki að rey na að skemmta fólki með lagalistum sem innihalda vinsælustu lögin í dag. Þ að eru aðrir í því. Færðu aldrei leið á tónlis t og vilt bara hafa þögn? Þögn er vanm etin. Ég elska samt tónlist og það er á stæðan fyrir að ég hef verið svona lengi í þ essum bransa. Hvað er það leiðinlegast a við að vera plötusnúður? Þegar ég by rjaði tók ég að mér verkefni þar sem ég var að spila músík sem ég hafði ekk i gaman af og það er nokkuð sem é g ákvað mjög snemma að gera ekki. É g ætlaði ekki að vera einhver brúðkaups plötusnúður eða óskalaga-Dj. Hvað er algengasta óska lagið sem þú ert beðinn um þessa dag ana? Ég spila ekki óskalög.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.