Monitor - 05.05.2011, Blaðsíða 6

Monitor - 05.05.2011, Blaðsíða 6
6 Monitor FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2011 Einungis nokkrir dagar eru þar til Vinir Sjonna stíga á svið í Düsseldorf en borgin hefur þegar verið hertekin af aðdáendum og keppendum. Euro- Haukur er Eurovision-sérfræðingur Monitor en hann telur að sigurinn hald- ist í Vestur-Evrópu þetta ár og fari jafnvel til Norðurlandanna. Hann hefur kynnt sér lögin vel og spáir hér fyrir um gengi þeirra fyrir lesendur Monitor. Hverjir komast áfram í Düsseldorf? Lag: Jestem Flytjandi: Magdalena Tul Það segir sína sögu um þetta lag að maður hefur ekkert um það að segja. Nei.1. Pólland Lag: Haba haba Flytjandi: Stella Mwangi Africa is the new Norway. Stella hefur það sem Lena og Alexander Rybak höfðu. Hún er krútt, vekur athygli og lagið er grípandi. Það eldist líka frekar illa. Sem sagt, líklegur sigurvegari! Já.2. Noregur Lag: Feel the Passion Flytjandi: Aurela Gace Albanar hafa sannað að fátækt er engin afsökun fyrir metnaðarleysi í Eurovision. Þetta er dálítið tormelt lag en að mínu mati eitt það besta í ár. Já.3. Albanía Lag: Boom Boom Flytjandi: Emmy Það búa um það bil jafn margir Armenar í Armeníu og utan Armeníu og allir eiga þeir líklega gemsa. Atriði Emmy er þó vel sett upp og hún er sæt. Lagið er sæmilegt og hún mun enda í topp 10. Já.4. Armenía Lag: Live it Up Flytjandi: Yüsek Sadakat Tyrkir lentu í öðru sæti í fyrra með eitt lélegasta lag ársins. Nú eru þeir með ögn skárra lag, þó leiðinlegt sé. Sigra þeir þá? Vonandi ekki, en komast áfram og lenda í topp 10. Já.5. Tyrkland Lag: Caroban Flytjandi: Nína Aðalsmerki Serba er kraftballöður og er þeirra sárt saknað. Nína væri góð í Austin Powers og er ágæt hér. Þetta er þó ekki ár Serba. Nei.6. Serbía Lag: Get You Flytjandi: Alex Sparrow Eðal-Rússapopp og vel upp sett atriði. Lagið er pínu-„cheesy“ og textann mætti túlka sem morðhótun en þetta er öruggt áfram og mun skora mjög hátt. Já.7. Rússland Lag: In Love For a While Flytjandi: Anna Rossinelli Hún ætlar að sigra á einfaldleikanum en veðbankarnir hata hana. Hún er samt hugguleg og studd af huggulegum piltum, en það dugar ekki til. Nei.8. Sviss Lag: One More Day Flytjandi: Eldrine Þessu lagi var stolið úr ruslinu frá Evanescence og mun taka 500 ár að eyðast í náttúrunni. Nei.9. Georgía Lag: Da da dam Flytjandi: Paradise Oskar Oskar litli þykir mikið krútt og syngur varnarsöng fyrir Móður Jörð, með loftbólu í hálsinum. Nú verður Finnum líklega hleypt inn úr kuldanum. Já.10. Finnland Lag: One Life Flytjandi: Glen Vella Unglingsdrengurinn úr Ugly Betty er hér mættur, með rödd svartrar diskódívu. Hann á sína að. Já.11. Malta Lag: Stand by Flytjandi: Senit Senit þykir örugglega mjög exótísk í þorpsríkinu San Marino verandi með afar huggulegt afró. Hana skortir hins vegar hæfieika, sem kemur sér illa. Nei. 12. San Marino Lag: Celebrate Flytjandi: Daria Kinzer Þetta er svo slæmt! Dub-step kaflinn í miðjunni bjargar engu. Kannski hefðu þau átt að hafa under-water kafla líka. Nei.13. Króatía Lag: Coming Home Flytjandi: Vinir Sjonna Ísland hefur komist áfram þrjú síðustu ár, en ekkert varir að eilífu. Lagið er örugglega betra en mörg lög í riðlinum en útlitið er samt tvísýnt.Við vonum það besta en því miður bendir margt til að komið sé að okkur að sitja hjá. Nei.14. Ísland Lag: What About My Dreams? Flytjandi: Kati Wolf Þetta er líklega vinsælasta lagið hjá aðdáendum í ár. Það mun rúlla upp forkeppninni en enda lægra í aðalkeppninni, svipað og Hera gerði. Já.15. Ung-verjaland Lag: A luta é algegria Flytjandi: Homens da Luta Stundum kölluð Village People sósíalistanna og eru óþolandi í fyrstu sýn. Þau eru þó lúmskt fyndin en munu fá stígvélið eins og Silvía Nótt. Takið eftir skilaboðum á íslensku á skiltunum þeirra. Nei.16. Portúgal Lag: C‘est ma vie Flytjandi: Evelina Sasenko Titillinn þýðir: Þetta er mitt líf. Ef svo er þá er ansi hætt við að enginn muni vilja deila því með þér, vinan! Nei.17. Litháen Lag: Running Scared Flytjandi: Ell and Nikki Lagið er jafn aserskt og Billy-hillan frá Ikea. Sem sagt, alls ekki. Samið af Svíum sem sömdu líka lagið Drip Drop fyrir þau í fyrra. Það virðist þó virka. Já. 18. Aser- baídsjan Lag: Watch My Dance Flytjandi: Loukas Giorkas ft. Stereo Mike Loukas Giorkas er eins og fallegur Trójuhestur sem allir vilja eignast. Lagið sem hann ber innra með sér er hins vegar tilræði við tónlist. Þetta ódæði mun því miður heppnast því þetta eru Grikkir. Já. 19. Grikk- land Fy rr i fo rk ep p n in ,1 0. m aí Keppandi Umsögn Kemstáfram? Blue á bossanum Strákarnir í Blue ætla sér að fanga atkvæði hinna samkynhneigðu í ár. Það undirstrikuðu þeir með því að sitja fyrir naktir í Attitude sem er vinsælt blað ætlað samkynhneigðum karlmönnum. Nú er spurning hvort þeir skapi gott fordæmi með sigri og að fleiri feti sama veg á næsta ári. Bylgjan ein um að elska SvissÞað er ljóst að einhver innanbúðarmaður á Léttbylgjunni og Bylgjunni hefur tekið ástfóstri við svissneska lagið því undanfarinn mánuð hefur lagið verið spilað nokkuð grimmt á stöðvunum tveimur. Náði það meira að segja inn á topp 10 lista Léttbylgjunnar á tímabili.Þetta er mjög athyglisvertþar sem öðrum löndum hefur lítill gaumur verið gefinn á stöðvunum. Eins þykir Sviss alls ekki líklegt til stórræða í keppninni.Ýmsirveðbankar og aðrir spáaðilar setja lagið mjög neðarlega ogjafnvel neðst. Það er því spurning hvort Bylgjufólk sé að kanna hvort þeimtakist að hafa áhrif á atkvæðagreiðslu þjóðarinnar með því aðupphefja eitt (slakt) lag svona. Athyglisverð tilraun.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.