Monitor - 05.05.2011, Blaðsíða 11

Monitor - 05.05.2011, Blaðsíða 11
Quarashi í hnotskurn Quarashi var ein vinsælasta hljómsveit Íslands á sínum tíma og hefur með árunum orðið að eins konar költ- hljómsveit. Í sumar kemur hljómsveitin í fyrsta skipti saman í heild sinni síðan hún lagði upp laupana árið 2005 á útihátíðinni Besta útihátíðin. Fyrir þá sem þekkja ekki til sveitarinnar er tilvalið að fara örsnöggt yfir stórmerkilegan feril þeirra Sölva, Hössa, Steina, Ómars og Tiny. Plöturnar ófáanlegar í dag Fyrsta smáskífa Quarashi var gefin út árið 1996 og seldist upp á einum degi, sem hlýtur að teljast ótrúlegt á íslenskum markaði. „Á þessum tíma var engin kúl tónlist í útvarpinu á Íslandi,“ útskýrir Sölvi Blöndal, forsprakki Quarashi, sem stofnaði sveitina ásamt þeim Höskuldi Ólafssyni og Steinari Orra Fjeldsted. Eftir velgengni smáskífunnar Switchstance gaf Quarashi út sína fyrstu plötu, Quarashi, og fékk rapparann Ómar Swarez til liðs við sig í nokkrum lögum. Sú seldist einnig upp líkt og önnur plata hljómsveitarinnar, Xeneisis. „Engar þeirra fást lengur nema kannski mögulega Jinx,“ segir Sölvi og á þá við þriðju breiðskífu Quarashi sem var gefin út um allan heim eftir að hljómsveitin vakti athygli bandaríska útgáfufyrirtækisins EMI á fyrstu Iceland Airwaves- hátíðinni árið 1999. „Þeir ákváðu að bjóða okkur til Bandaríkjanna þar sem við bjuggum í smátíma,“ segir Sölvi. „Þar spiluðum við á fáránlega mörgum tónleikum, vöktum athygli og hjólin fóru að snúast,“ útskýrir hann en í framhaldinu fór Quarashi í tónleikaferðalag um Evrópu og í Japan. Hössi hættir – Tiny tekur við Árið 2002 tilkynnti Hössi að hann væri hættur í Quar- ashi, aðdáendum sveitarinnar til mikillar óánægju. „Við erum báðir sterkir persónuleikar með ólíkar skoðanir sem urðu ólíkari með árunum en það var Spinal Tap sem gerði útslagið,“ útskýrir Sölvi en deilur hans og Hössa urðu til þess að hinn síðarnefndi hætti í hljómsveitinni. „Hann vildi meina að Spinal Tap væri feik en ég veit að þessi mynd er ekkert feik,“ bendir Sölvi á. Quarashi þurfti þó ekki að örvænta án Hössa því stuttu seinna gáfu þeir út lagið Mess It Up með rapparann Ólaf Pál „Opee“ Torfason sem gest. Lagið sló í gegn á Íslandi og fyrr en varði hafði Quarashi fengið Egil Ólaf Thorarensen, betur þekktur undir nafninu Tiny, til liðs við sig. Síðasta breiðskífa hljómsveitarinnar, Guerilla Disco, var gefin út árið 2004 og seldist upp eins og vaninn var hjá Quarashi. Ári seinna var tilkynnt um endalok hljómsveitarinnar og meðlimir hennar fóru hver í sína áttina. „Á ákveðn- um tímapunkti fannst mér þetta miklu leiðinlegra en skemmtilegt og þá vildi ég hætta,“ segir Sölvi sem styðst við svokallaða tíu ára kenningu um gæði hljómsveita. „Það er eiginlega engin hljómsveit sem hefur gefið út góða plötu eftir tíu ára samstarf. Ef þú finnur einhverja slíka máttu endilega hringja í mig því ég hef leitað víða.“ Quarashi 11FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2010 Monitor FLIPP Á ÆFINGU ÓLAFUR PÁLL „OPEE“ RAPPAÐI Í SMELLINUM MESS IT UP EFTIR FRÁHVARF HÖSSA SÖLVI OG HÖSSI MEÐAN ALLT LÉK Í LYNDI QUARASHI OG SINFÓ Á GÓÐRI STUNDU Í LEIT AÐ STAÐGENGLI FYRIR HÖSSA ÓMAR BÝÐUR TINY VELKOMINN Í HLJÓMSVEITINA TÓNLISTARVERÐLAUN RADÍÓ X OG UNDIRTÓNA ÁRIÐ 2003 UNGIR OG ÓREYNDIR Í ÚTGÁFUTEITI FYRSTU PLÖTUNNAR

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.