Monitor - 05.05.2011, Blaðsíða 22

Monitor - 05.05.2011, Blaðsíða 22
Kvikmynd Mallrats eftir Kevin Smith. Ég horfi reglu- lega á hana og finnst hún alltaf jafnfyndin. Þáttur Breaking Bad. Besti þátturinn í sjónvarpi í dag, punktur. Fjallar um miðaldra efnafræðikennara sem greinist með krabbamein og fer að framleiða crystal-meth. Fjórða sería dettur í gang í sumar. Fimm stjörnur. Vefsíða www. reddit.com. Hlekkir á alls konar góð dæmi. Bók The 4-Hour Body eftir Timothy Ferriss. Bók eftir gæja sem hefur gert tilraunir á líkama sínum í mörg ár og segir þér hvernig þú átt að ná mark- miðum þínum. Hvort sem það er að missa 20 kg af fitu, bæta á þig 10 kg af vöðvum eða sofa tvo tíma á næturnar og vakna samt ferskur. Fyrir djúpþenkjandi menn. #SWAG #köttið2011 Plata Gucci Mane - Free Gucci 2: The Burrrtish edition. Elska Gucci Mane, og þarna er hann remixaður af bresk- um pródúserum og ég hækka þennan upp í rautt. Hann var líka að fá sér tattú af ís í brauðformi í andlitið. Ert þú með þannig? Staður Prikið. El classico. Alltaf gott að kíkja þangað og taka stöðuna. Spila mikið þar og fer mikið þangað þess á milli og fæ mér einn tvöfaldan latté (no homo). 22 Monitor MFIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2011 fílófaxið II – LJÓSMYNDASÝNING Ljósmyndasafn Reykjavíkur 17:00 Ljósmyndarinn Valdís Thoropnar ljósmyndasýninguna II í Skotinu, Ljósmyndasafni Reykjavíkur í Grófarhúsinu við Tryggvagötu. Sýningin stendur til 29. júní og á henni gefur að líta 100 myndir sem Valdís hefur tekið á síðasta áratug. DANÍEL ÁGÚST Græni hatturinn, Akureyri 21:00 Daníel Ágúst gefur norðan-mönnum færi á að hlýða á nýjustu sólóplötu sína, TheDrift, í flutningi flottustu hljóðfæraleikara landsins sem munu bjóða upp á fimm stjörnu tónleika. WHITE COWBELL OKLAHOMA Sódóma 22:00 Bandaríska rokksveitinWhite Cowbell Oklahoma heldur sína fyrstu tónleika á Íslandi en tónleikar sveitarinnar eru sagðir vera eins og að ferðast aftur í tímann til gullnu ára rokksins. Aðgangseyrir er 1.000 krónur. GANG RELATED OG FLEIRI Dillon 22:00 Gang Related, Ofvitarnir ogNo To Self leiða saman hesta sína á alvöru rokktónleikum. Frítt inn. föstudag6maí Síðast en ekki síst » Danni Deluxe plötusnúður og útvarpsmaður fílar: LOKAPRÓFIÐ skólinn „Ég verð stundum rámur þegar líða tekur á tónleika en ég er nú ekkert að fara að missa röddina á næstunni,“ segir Valdimar Guð- mundsson, söngvari hljómsveitarinnar Valdimar, sem virðist vera að spila alls staðar þessa dagana. „Við fengum reyndar fríhelgi um síðustu helgi sem var fínt,“ segir Valdimar og bendir á að giggin hafi farið að hrannast inn síðan lagið Yfirgefinn sló í gegn hjá landanum. Sveitin spilar á tónleikaröð Gogoyoko á Hressó á fimmtudagskvöldið og síðan á tónleikum með hljómsveitinni Ælu á Faktorý á laugardags- kvöldið. Valdimar segist spenntur fyrir tónleikunum og bætir við að hann hafi aldrei áður spilað á Hressó. „Ég hef reyndar aldrei komið þangað inn verandi mikill Keflvíkingur sem hangir yfirleitt á Paddy‘s,“ útskýrir hann og á þá við staðinn fræga í Keflavík. Hljómsveitin Æla er líka af Suðurnesjunum og Valdimar hefur lengi verið aðdáandi hennar. „Maður hefur mætt á tónleika hjá þeim á Paddy‘s,“ segir söngvarinn og bendir á að það verði líklega margir Keflvíkingar á tónleikunum á Faktorý um helgina þar sem sveitirnar eru báðar af Suðurnesjunum. „Svo er Faktorý einhvern veginn staður Keflvíkinga í Reykjavík, einskonar Paddy‘s Reykjavíkur,“ segir Valdimar og hlær. Aðgangseyrir er 1.000 krónur á tónleika Valdimars og Ælu á laugardagskvöldið en frítt er inn á tónleikaröð Gogoyoko á Hressó á fimmtudagskvöldið meðan húsrúm leyfir. Eins konar Paddy‘s Reykjavíkur | 5. maí 2011 | Í Proactiv® Solution eru efni sem hreinsa húð þína og eyða bólum. Með daglegri notkum koma efnin í veg fyrir að nýjar bólur myndist. Við lofum því! Eftirtalin sjálfstæð Apótek selja einnig Proactiv Solution: ReykjavíkuRaPótek, Seljavegi 2 // LyfjaboRg aPótek, Borgartúni 28 //gaRðSaPótek, Sogavegi 108 uRðaRaPótek, Grafarholti //RIMa aPótek, Grafarvogi aPótek HafnaRfjaRðaR, Tjarnarvöllum 11 ÁRbæjaRaPótek, Hraunbæ 115 //LyfjaveR Suðurlandsbr. 22 VALDIMAR Hressó og Faktorý Fimmtudag og laugardag kl. 22. fimmtud5maí laugardag-7maí FATAMARKAÐUR Prikið 13:00 Þar Anna Soffía, Svala Lindog Erna Bergmann halda villtan og trylltan fatamarkað á efri hæð Priksins um helgina. Girnilegar gersemar á góðu verði. ÁRSHÁTÍÐ DALLAS- KLÚBBSINS Félagsheimili Seltjarnarness 21:00 Opin árshátíð Dallas-klúbbsins verður haldin um helgina í tilefni 15 ára afmælis klúbbsins. Léttsveit Dallas stígur á pall ásamt Herberti Guðmundssyni og DJ Gullfoss & Geysir þeyta skífum langt fram eftir nóttu. Aðgangseyrir er 1.500 krónur og rennur ágóði til Umhyggju, samtaka langveikra barna. BEARDYMAN Nasa 22:00 Hinn breski Beardymantryllir lýðinn á Nasa á laug- ardagskvöldið ásamt fjölda tónlistarmanna frá ýmsum löndum. Miðaverð er 3.000 krónur í forsölu sem fer fram í verslunum Skór.is og Lucky Records. SVÍNARÍ #2 Faktorý 22:00 Nú er komið að öðru SvínaríiMonitor og að þessu sinni verða það hljómsveitinar Who Knew, Hellvar og Hydrophobic Starfish sem sprengja þakið af húsi Faktorý. Síðast komust færri að en vildu svo það er um að gera að mæta tímanlega. Frítt inn og tilboð á barnum.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.