Monitor - 12.05.2011, Side 3

Monitor - 12.05.2011, Side 3
Íslenska þjóðin sameinaðist í gleðisprengju þegarVinir Sjonna voru dregnir upp úr 10. umslaginu í fyrri forkeppninni í Düsseldorf. Þegar var farið í að bóka Hörpuna í maí á næsta ári, enda getur ekkert komið í veg fyrir að Ísland fari alla leið í ár. Reyndar hefur þetta verið sagt á hverju ári síðan Gleðibankinn sagði okkur að tíminn liði hratt á gervihnattaöld. Það var árið 1986. Reyndar var það rétt hjá þeim, tíminn hefur liðið hratt. Monitor skoðaði spár veðbanka víða um heimog samkvæmt þeim er titillinn ekki alveg í höfn. Enn virðist nokkuð langt í land hjá Vinum Sjonna ef marka má breska veðbankann William Hill sem telur Íslendinga 13. líklegasta til að fagna sigri. William Hill segir líka að Ísland sé ólíklegasta Norðurlandaþjóðin til að sigra í ár – Finnar eru líklegastir, því næst Svíar og þá Danir. Norðmenn duttu auðvitað út á þriðjudagskvöldið með umdeildum hætti. Hvað vita samt einhverjir útlenskir veðbankar?Vinir Sjonna for the win. Monitor verður í Hörpunni í maí 2012. Í BÍÓ Nicolas Cage er upprisinn úr helvíti og berst við djöfladýrkendur með útsendara djöfulsins á hælunum í myndinni Drive Angry sem er frum- sýnd um helgina. Monitor er að gefa miða á myndina á Facebook. Ekki er þó mælt með því að setjast reiður undir stýri. UM HELGINA Þeir sem ætla ekki í Eurovision- partí um helgina eru að missa af einni skemmti- legustu hefð landsins. Hvað er skemmtilegra en að setjast niður með sínum nánustu og gagnrýna öll hin atriðin á sama tíma og maður reynir að vera ekki of sigurviss fyrir hönd Íslands? Á NETINU Nýjasta æðið er samskiptasíðan Twitter og nú gengur ekki lengur að vera bara með Facebook. Allir þessir helstu eru byrjaðir á Twitter og er hér á ferðinni góð leið til að svala tjáning- arþörfinni enn frekar. Monitor mælir með 3 fyrst&fremst Ritstjóri: Björn Bragi Arnarsson (bjornbragi@monitor.is) Umbrot og hönnun: Hilmar Gunnarsson (hilmar@monitor.is) Blaðamenn: Gunnþórunn Jónsdóttir (gunnthorunn@monitor.is) Sigyn Jónsdóttir (sigyn@monitor.is) Auglýsingar: Jón Ragnar Jónsson (jonragnar@monitor.is) Forsíða: Sigurgeir Grafík: Elín Esther Myndvinnsla: Hallmar F. Þorvaldsson Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent Sími: 569-1136 Netfang: monitor@monitor.is FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2011 Monitor Feitast í blaðinu Vinir Sjonna í Eurovision. Hvað segja útlendingar um framlag Íslands? Björn Hlynur í viðtali. Hann er með táfóbíu á háu stigi og segir tær vanskapaðar. Ertu á leið í nám? Spjallað við krakka í hinum ýmsu greinum í HR. 10 Páll Óskar í Lokaprófinu. Hann langar að hitta Lady Gaga og Madonnu. 16 Systurnar Ása og Jóna voru að opna vefverslun- ina Lakka- lakk. 12 7-9 Úrslitakvöld Eurovision er tilvalin stund til að kynnast Twitter. Það gerir keppnina mun skemmtilegri að fylgjast með hinum ólíkustu athugasemdum sem hrannast inn á Twitter. Arnar Eggert er búinn að láta húðflúra á sig tvö plötuumslög og er hvergi nærri hættur. Sigmar Guðmundsson Hrafnhildur Hall- dórsdóttir stóð sig prýðilega í Júróinu í gær og var ljómandi fín. Erfið keppni að lýsa vegna klúðurs þjóðverjanna en hún leysti það mjög vel. Engin ástæða til að vera með þenn- an endalausa samanburð á þulum fyrr og nú. Það þróar hver sinn stíl í þessu eins og öðru og Hrafnhildur á eftir að vaxa með reynslunni, rétt einsog aðrir þulir hafa gert. 11. maí 10:57 Páll Óskar ÓKEI. Ég hef aldrei verið jafn ánægður með að hafa rangt fyrir mér á æfinni. ;-) Ég átti sko alls ekki von á því að Ísland kæmist áfram í kvöld - en... hvað gerist? TIL HAMINGJU ÍSLAND... 10. maí kl. 21:19 Efst í huga Monitor Tíunda umslagið Einar Bardar- son Fræbært !!!! Er ekki best að byrja á 10 umslaginu á næsta ári !!! 10. maí kl. 21:14 4 „Ég fór í áfengismeðferð fyrir ári. Í meðferðinni voru margir með tattú og ég fór að skynja mig svolítið nakinn. Þá ákvað ég að fá mér tattú,“ seg- ir fjölmiðlamaðurinn og tónlistargúrúinn Arnar Eggert Thoroddsen. Þegar Arnar átti hálfs árs bindindisafmæli ákvað hann að flúra á sig mynd- ina af umslagi plötunnar Unknown Pleasures sem hljómsveitin Joy Division gaf út árið 1979. Nú um helgina átti Arnar eins árs bindindisafmæli og ákvað hann að fagna þeim áfanga með því að flúra á sig myndina sem prýðir umslag plötunnar Trout Mask Replica með Captain Beefheart and his Magic Band. Sú plata kom út árið 1969 og er myndin af eins konar hálfmennskum silungi með hatt. Verður að vera eitthvað kært „Þegar ég fékk mér fyrsta tattúið hafði mig lang- að í tattú í svolítinn tíma en datt ekkert í hug. Ég fór til Jóns Þórs á stofunni Kingdom Within og spurði hvort hann gæti ekki sett bara eitthvað á mig. Þá sendi hann mig heim svona eins og skólastrák og lét mig fá nokkra linka. Sagði mér að hugsa málið betur því að þetta yrði að vera eitthvað sem væri mér kært. Í mínu tilviki er það auðvitað músíkin,“ segir Arnar sem hefur haldið upp á Joy Division síðan í æsku. Hann segir húðflúrmenninguna hálfgerða bakteríu, þegar menn byrji sé erfitt að snúa aftur. „Þetta er svolítið eins og þegar menn eignast börn. Þá fara þeir að taka eftir börnum annarra í fyrsta skipti á ævinni. Eftir að ég fékk mér fyrsta tattúið fór ég að hugsa meira um þetta. Mér finnst gaman að vera kominn með þetta áhugamál og hugsa um þetta af svona mikilli ástríðu.“ Yngra fólk hrifnara Arnar veit ekki til þess að fleiri hafi húðflúrað á sig myndina af plötu Joy Division en hefur séð svarthvítt tattú af Trout Mask Replica-plötunni. Hann segir viðbrögðin á heildina litið hafa verið góð. „Viðbrögðin hafa verið mjög hefðbundin. Fólk sem er komið á vissan aldur finnst þetta ljótt og fáránlegt, en yngra fólk er meira hrifið af þessu.“ Ákvað að fá sér tattú eftir meðferð Mynd/Golli UNKNOWN PLEASURES Húðflúrið á hægri upphandlegg Arnars er af umslagi plötunnar Unknown Pleasures sem Joy Division gaf út árið 1979. TROUT MASK REPLICA Húðflúrið á vinstri framhandlegg Arnars er af umslagi plötunnar Trout Mask Replica sem Captain Beefheart and his Magic Band gaf út árið 1969. Vikan á... Sigmar Vilhjálmsson Að tárast, hlæja og andkófast á sömu mínútu er bara nokkuð skemmtilegt. Væri alveg til í að upplifa svona aftur á Laugardaginn. Vinir Sjonna voru sjálfum sér, honum og okkur til mikils sóma! 10. maí kl. 21:29 1. Frakkland 2,75 2. Írland 6,00 3. Bretland 9,00 4. Aserbadsjan 11,00 5. Eistland 13,00 6. Finnland 15,00 7. Þýskaland 15,00 8. Ungverjaland 17,00 9. Bosnía Hersegóvína 17,00 10. Svíþjóð 19,00 11. Danmörk 21,00 12. Rússland 34,00 13. Ísland 41,00 14. Georgía 51,00 15. Serbía 51,00 Líklegustu sigurvegararnir í ár Að mati veðbankans William Hill

x

Monitor

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.