Monitor - 12.05.2011, Blaðsíða 6

Monitor - 12.05.2011, Blaðsíða 6
6 Monitor FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2011 Monitor heldur áfram að kynna sér námsframboð í háskólum landsins og í þetta skiptið var rætt við formenn nemendafélag- anna Atlas, Mentes, Technis, Lög- réttu, Markaðsráðs, Pragma og Tvíundar í HR. Ertu á leið í nám? EBBA BJÓ TIL RAFAL UM DAGINNVERKFRÆÐI PRAGMA Ebba Karen Garðarsdóttir 1989 Af hverju verkfræði? Af því að umsóknarfresturinn í HR var að renna út eftir 5 mínútur og verkfræðin var mér efst í huga á því augnabliki. Ég sé samt alls ekki eftir að hafa valið námið þó þetta hafi vissulega verið skyndiákvörðun. Það besta við námið? Ég get varla fundið eitthvað eitt sem stendur upp úr. Heildin sem slík er best. Það versta við námið? Það eru klárlega skýrslur í eðlis- fræði eða bara skýrslur almennt. Þú finnur ekki leiðinlegri verkefni. Hvað er það skemmtilegast sem þú hefur lært í verk- fræðinni? Mér finnst nú frásögum færandi að ég kann núna að búa til rafal og gerði einn slíkan frá grunni um daginn. Geri aðrir betur! Hefur þú tíma fyrir eitthvað annað en að læra? Já, en frítíminn fæst ekki nema maður skipuleggi sig vel. Maður heldur nú seint geðheilsunni ef maður sinnir félagslífinu ekki líka. Hvernig hyggst þú nýta námið í framtíðinni? Þar sem ég er í rekstrarverkfræði liggur leiðin inn á stjórnun og rekstur fyrirtækja. Verkfræðin byggir líka upp fjölbreyttan grunn svo í rauninni verða mér allar leiðir færar að náminu loknu. Allar leiðir færar Smára lind í síman n Sk an na ðu QR kó ða nn til að fá Sm ár al in da ra pp ið í sn ja lls ím an n þi nn . Með Smáralindarappinu í snjallsímanum geturðu nálgast helstu upplýsingar um verslanir og þjónustuaðila í Smáralind. Þú færð nýjustu tilboðin beint í símann og getur fengið viðbótar- afslátt ef þú deilir tilboðum. Ingvi Brynjar Sveinsson 1984 Af hverju viðskiptafræði? Því mig langar að mæta alltaf í jakkafötum í vinnuna og svo finnst mér viðskiptafræðin bjóða upp á allt sem ég leitaðist eftir í námi. Það versta við námið? Það er svo sem ekkert slæmt við námið en það mætti kannski nefna að það eru til mjög margir viðskiptafræðingar nú þegar svo samkeppnin er hörð. Viðskiptafræðin opnar samt svo margar ólíkar dyr inn á mörg mismunandi verkefni svo það er úr mörgu að velja. Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur lært í viðskiptafræðinni? Að skemmt- analífið er betra í háskóla en menntaskóla. Nei, nei, ég segi bara svona. Það er úr mörgu að velja sem er skemmtilegt í viðskiptafræðinni en hópeflið og samvinnan kemur upp í hugann núna. Hefur þú tíma fyrir eitthvað annað en að læra? (Hlær) Auðvitað! Það geta allir fundið sér tíma til þess að gera eitthvað skemmtilegt inn á milli. Þó svo að námið sé mjög krefjandi verður maður reglulega að kúpla sig út úr bókunum og sleppa sér aðeins. Hvernig hyggst þú nýta námið í framtíðinni? Sú áætlun er ekki alveg komin á hreint en ætli maður reyni ekki að koma sér í góða stöðu í samfélaginu og byggja sér gott 4.000 fm einbýlishús. INGVA LANGAR AÐ MÆTA TIL VINNU Í JAKKAFÖTUM VIÐSKIPTAFRÆÐI MARKAÐSRÁÐ Dreymir um risa- stórt einbýlishús M yn d/ Si gu rg ei r M yn d/ Si gu rg ei r

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.