Monitor - 12.05.2011, Blaðsíða 7

Monitor - 12.05.2011, Blaðsíða 7
7FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2011 Monitor Af hverju tæknifræði? Þar sem ég kom upp í gegnum frumgreinadeild HR vildi ég halda mig innan veggja skól- ans og þar sem ég er húsasmiður var byggingatæknifræðin augljóst val. Það besta við námið? Frábært framhald af iðnmenntun minni og kennslan er til fyrirmyndar. Það versta við námið? Ætli það versta sé ekki að ég get lítið sem ekkert unnið samhliða náminu. Allavega ekkert af viti. Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur lært í tækni- fræðinni? Ég var nýlega að klára tvo teikniáfanga sem voru rosalega skemmtilegir. Annars er námið í heildina litið mjög skemmtilegt. Hefur þú tíma fyrir eitthvað annað en að læra? Maður reynir að skipuleggja sig svona viku fram í tímann þannig að maður getur kannski skotið inn eins og einum ísbíltúr á mánuði. Hvernig hyggst þú nýta námið í framtíðinni? Til að landa góðu starfi. Svo mun það líka hjálpa mér mikið í daglega lífinu enda verð ég mjög vinsæll í vinahópnum þegar einhver þarf að láta parketleggja eða setja upp nýja innréttingu í eldhúsið. Vinsæll í vinahópnum ARNAR ER SANNKALLAÐUR ALT MULIGT MAND Arnar Jónsson 1985 TÆKNIFRÆÐI TECHNIS Af hverju sálfræði? Ég hef mikinn áhuga á faginu og hef stefnt lengi á þetta nám. Ég þrífst á því að vera í kringum fólk og hafa svolítið fjölmennt í kringum mig svo þetta lá beint við. Það besta við námið? Hvað það er fjölbreytt og skemmtilegt. Ef þú hefur áhuga á fólki og öllu sem það snertir er þetta nám sem á eftir að höfða til þín. Það sem mér finnst best við sálfræðinámið í HR er nándin í deildinni. Það versta við námið? Klárlega taugalífeðlisfræðisálfræðin en margir gætu verið mér ósammála. Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur lært í sálfræðinni? Svolítið sem kallast að brjóta samfélagsleg norm eða viðmið. Þetta gefur þér einfaldlega grænt ljós á að haga þér nákvæmlega eins asnalega og mögulegt er í nafni félagssálfræðinnar. Hefur þú tíma fyrir eitthvað annað en að læra? Já, algjörlega. Ég var að klára mitt fyrsta ár núna í apríl og ég get með sanni sagt að ég hafi stundað félagslífið grimmt. Ég blandaði mér strax í störf nemendafélagsins. Fyrst í skemmtananefnd, svo sem gjaldkeri og nú er ég formaður þess. Titillinn meðferðarkandídat segir allt sem segja þarf. Grænt ljós á fáránlega hegðun SILJA SEGIST VERA MEÐFERÐARKANDÍDAT Silja Rúnarsdóttir 1990 SÁLFRÆÐI MENTES Mynd/Ómar M yn d/ Si gu rg ei r FRAMHALD Á NÆSTU SÍÐU

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.