Monitor - 12.05.2011, Blaðsíða 10

Monitor - 12.05.2011, Blaðsíða 10
10 Monitor FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2011 Björn Hlyn Haraldsson þarf vart að kynna en hann er einn stofnenda leikhópsins Vesturports sem hefur sigrað hjörtu leikhúsunnenda á undanförnum tíu árum. Frá því hann útskrifaðist sem leikari árið 2001 hefur Björn Hlynur ásamt því að leika og leikstýra með Vesturporti um allan heim leikið í kvikmyndum og skrifað handrit. Það má því með sanni segja að hann sé með afkastamestu listamönnum þjóðar- innar síðustu árin og virðist sem hann sé ekki nærri því hættur. „Eins og staðan er í dag er samt enn svo mikið sem ég á eftir að gera í þessum geira,“ segir Björn Hlynur sem er með fjölmörg verkefni á teikni- borðinu þessa stundina. Nýlega frumsýndi Vesturport gleðileikinn Húsmóðurina sem er samstarfsverkefni allra leikaranna sem sáu um leikstjórn og leikgerð allt í bland. Hvernig viðtökur hefur Húsmóðirin fengið? Hún hefur fengið mjög svo fínar viðtökur. Við erum að ná að melta þetta aðeins núna því við höfum sýnt ansi stíft undanfarið en erum í fjögurra daga fríi núna. Til að byrja með kemur fólk á einhverja sýningu sem heitir Húsmóðirin og hefur séð eitthvað plakat en veit í raun ekkert við hverju það á að búast. Svo byrjar sýningin og á fyrstu sýningunum byrjuðu áhorfendur ekki að fatta hvers konar sýning þetta væri fyrr en eftir svona hálftíma. Þau héldu kannski að þetta ætti að vera alvarlegra en það er í raun og veru. Þetta minnti mig á sögu af einum kollega mínum sem fór að sjá farsa í Þjóðleikhúsinu fyrir mörgum árum og hló ótrúlega mikið fyrsta korterið þangað til hann áttaði sig á því að honum fannst sýningin alls ekkert fyndin. Hann hafði bara farið í leikhús til að sjá farsa, gíraði sig upp í það og fór þá ósjálfrátt að hlæja þegar sýningin byrjaði. Hjá okkur er það á hinn veginn. Hvað leikur þú mörg hlutverk í sýningunni? Ég held við séum öll með þrjú eða fjögur hlutverk og erum svolítið í því að leika hitt kynið. Gísli Örn sagði einmitt við Monitor að þú færir á kostum sem bandarísk kona í sýningunni. Já, hann er þá væntanlega að tala um Jody. Það er ein týpa sem hefur nákvæmlega ekkert að gera með söguna í leikritinu. Hún varð til þegar ég var eitthvað að bulla með Ólafi Darra, vini mínum. Jody er amerísk kona sem talar voðalega mikið og hefur nákvæmlega enga hlustun á mannleg samskipti og okkur fannst það nokkuð fyndið. Svo skrifaði ég þennan karakter sem ég hélt við myndum örugglega ekki nota í þessari sýningu en okkur þykir svolítið vænt um hana því hún er svo klikkuð. Við ákváðum því að hafa hana í sýningunni þó hún hafi engan eiginlegan tilgang þar. Hún er með mjög myndarlegan hamborgararass og hún talar svo mikið að í einni sýningunni leið nærri því yfir mig því ég andaði ekkert. Hún á fyrirmynd sem ég hitti einu sinni og ég trúði því ekki að hún gæti talað eins mikið og hún gerði um ekki neitt. Af hverju er svona fyndið að sjá karla leika konur? Ég var einmitt að velta því fyrir mér að ef maður myndi sjá Jóhönnu Sigurðardóttur í smóking væri það kannski sniðugt en ekkert rosalega fyndið. Ef maður myndi svo sjá Össur Skarphéðinsson í korselett væri það ábyggilega mjög fyndið. Það er eitthvað við það. Þetta er eins og í sveitinni í gamla daga og meira að segja enn þann dag í dag að þegar hreppstjórinn fer í kjól á Þorrablótinu bilast allir. Þetta er líklega frá því að það þótti óhugsandi að sjá menn fyrir sér í kvenmannsverkum. Pabbi minn var af þeirri kynslóð að hann skipti ekki á bleyjunum mínum og systkina minna. Ég man til dæmis þegar dóttir mín var enn með bleyju var ég einhvern tímann að skipta á henni heima hjá afa og ömmu og afi horfði á mig eins og það væri eitthvað að mér. Það er spes að þetta þyki ennþá fyndið því við karlmenn- irnir í dag erum orðnir svo mjúkir og meyrir. Þú syngur töluvert í sýningunni. Er það nýtt fyrir þér? Opinberlega hef ég nú gert mjög lítið af því. Ég söng tvö lög í Woyzeck en hef lítið sungið á ferlinum. Mig hefur alltaf langað til að eiga þetta inni einhvern veginn og hef til að mynda ekki hingað til tekið þátt í söngleikjum þó svo það sé ekkert sem ég hafi útilokað í lífi mínu. Svo fannst mér líka alltaf þegar ég fór að starfa við leiklist að það að vera alltaf að syngja út um allt með hljómsveit gæti verið truflandi á vissan hátt. Ég bjó nú reyndar einu sinni við þá rómantísku hugsun að leikari sem væri ekki of þekkt andlit hefði forskot á hina. Þú gætir upplifað túlkun leikarans betur án þess að vita hver uppáhaldslit- urinn hans væri. Segi ég og er í viðtali við Monitor. Til að byrja með reyndi ég að gera þetta og vildi ekki auglýsa mikið mína prívat og persónulegu hagi en svo er það nú bara þannig að með tímanum er þetta kannski ekki eins stórkostlega mystískt og maður vill að það sé. Heimildir Monitor herma að þig hafi lengi dreymt um að verða rokkstjarna. Er eitthvað til í því? Hver einasti karlmaður á sér þann draum einhvern tímann á ævinni að verða rokkstjarna og þeir sem segjast ekki vilja það eru að ljúga. Kæmi til greina að láta drauminn rætast? Fyrst ég er búinn að eyðileggja dularfullu leikaraímyndina með því að vera á forsíðu Monitor fer ég ábyggilega bráðum í að stofna hljómsveit. Ég er reyndar búinn að vera að laumast með nokkrum góðum vinum að búa til tónlist þannig að meistaraverkið kemur kannski bara út í sumar ef það verður ekki búið að reka mig úr bandinu. Hver veit? Nafnið á fyrstu plötunni er komið: The Ressurrection of Rock;Volume 1:The Beginning. Eins og nafnið gefur til kynna erum við mjög hógværir með útkomuna. Heimildarmenn Monitor segja þig hafa verið virkilega efnilegan í fótbolta. Er eitthvað til í því? Já, já. Ég var sæmilegur. Það fór mikill tími í fótbolta þar sem ég ólst upp beint fyrir framan Þróttaravöllinn. Þegar ég var um 14 ára hætti ég af því ég var alltaf að vinna á Keflavíkurflugvelli á sumrin. Ég vann þar alla vikuna svo ég hafði engan tíma fyrir boltann. Ég var bara á forstjóralaunum sem unglingur að vinna við allt mögulegt eins og til dæmis malbikun og á trésmíðaverkstæði. Hvernig týpa varst þú í menntaskóla? Ég var bara frekar venjulegur. Var lítið í skipulögðu félagslífi og hafði enga þörf fyrir að taka þátt í leikritum og svo- leiðis á þeim tíma. Ég hélt einhvern veginn ekki að þetta myndi henta mínum karakter enda fólk oftast í leikfélögum af félagslegum ástæðum í menntaskóla en ekki endilega af einskærum áhuga á leiklist. Svo voru mínir vinir ekkert í þessu þannig að ég hugsaði ekkert út í það þannig séð. Hvað heillaði þig við leiklistina? Ég fann nú væntan- lega það sama og margir sem er ákveðin forvitni og mig langaði til að vita meira um hvað leiklist snýst. Hvaða heimur þetta væri í raun og veru. Leiklistin var ekki eitthvað sem ég hafði stefnt lengi að og á vissan hátt er það valið fyrir mann. Flestir sem fara í inntökuprófin eru bara að prófa og sjá hvort þeir hafi eitthvað að gera í þetta sem er nákvæmlega það sem ég var að gera á sínum tíma. Ein aðalástæðan fyrir að ég endaði sem leikari er að ég komst í gegnum þessi próf. Ég hafði nær enga reynslu af leiklist sem var kannski bara gott. Ég var í fyrstu alveg staðráðinn að þetta væri ekkert fyrir mig því allir hinir voru ívið líflegri í þessum inntökuprófum en ég. Ég hélt að þetta væri ekkert endilega heimur sem ég ætti heima í og svo er ég allt í einu í námi við þetta í fjögur ár og er í framhaldi búinn að vinna við þetta í tíu ár. Langar þig aldrei að hætta og fá þér einhverja þægi- lega dagvinnu? Nei, ekki í þeim skilningi. Ég held ég eigi örugglega eftir að vilja gera eitthvað annað einhvern tímann og hvíla leiklistina. Eins og staðan er í dag er samt enn svo mikið sem ég á eftir að gera í þessum geira. Ég vil búa til bíómyndir, leiksýningar og fleiri hluti þannig að ég er rétt nýbyrjaður. Þessi heimur getur verið skapandi ef þú ákveður að hafa það þannig. Þú getur líka orðið óttaleg hermikráka ef þú gerir alltaf bara það sem fólk segir þér að gera. Kæmi til greina að breyta nafninu þínu í Bear Maple og reyna að meika það í Hollywood? Systir mín kom nú einhvern tímann með þá uppástungu að ég tæki upp sviðsnafnið Teddy Maple. En það er án gríns væntanlega mjög skrítið að breyta svona um nafn allt í einu. Vinir mínir kalla mig Hlyn og það væri mjög einkennilegt ef ég myndi bara segja við þá einn daginn: „Ég heiti Teddy núna, kallaðu mig bara T-Bone.“ Ég hefði samt alveg þurft á nafnbreytingu að halda því til dæmis þegar ég hef verið að vinna í London getur enginn sagt nafnið mitt. Ég er alltaf kallaður Kleinur. Langar þig til Hollywood? Ég veit í hreinskilni ekki hvort það umhverfi myndi eiga við mig. Það væri mjög hentugt ef það kæmi til mín á silfurbakka og ég þyrfti ekki að hafa of mikið fyrir því. Frekar vil ég vinna hér heima en að bíða eftir öllu og engu einhvers staðar annars staðar. Kannski fer ég bara í Jody-gervinu og meika það. Hún væri líklegri en ég, held ég. Nei, ég orðinn svo heimakær að þú myndir varla fá mig upp í sumarbústað. Við höfum verið mikið á flækingi með leik- sýningarnar okkar og ég fatta alltaf þegar ég er á einhverjum mjög skemmtilegum Fyrst ég er búinn að eyðileggja dularfullu leikaraímyndina með því að vera á forsíðu Monitor fer ég ábyggilega bráðum í að stofna hljómsveit. Texti: Sigyn Jónsdóttir sigyn@monitor.is Myndir: Sigurgeir sigurgeir@mbl.is HRAÐASPURNINGAR Uppáhaldsleikari? Jóhannes Níels Sigurðsson. Uppáhaldsmatur? Borða allt en gæti lifað án bankabyggs. Versta martröð? Að vakna með tær uppí mér. Uppáhaldsknattspyrnulið? Þróttur. Uppáhaldskvikmynd? Goodfellas. Uppáhaldshljómsveit? The Cult. Besta húsráðið? Settu nóg af ólífuolíu í spagettíið, þá festist það ekki saman. Kapísh? Þegar ég hef verið að vinna í London getur enginn sagt nafnið mitt. Ég er alltaf kallaður Kleinur. „Rússneska lögreglan hefur mjög mikinn áhuga á mér og öllu því sem ég hef í vösun- um,“ segir Björn Hlynur um raunir sínar í Rússlandi. Monitor ræddi við hann um leik- listina, táfælnina, hnífafælnina, félagsfælnina og drauminn um að verða rokkstjarna. Alltaf handtekinn í Rússlandi

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.