Monitor - 12.05.2011, Blaðsíða 12

Monitor - 12.05.2011, Blaðsíða 12
12 Monitor FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2011 stöðum í heiminum sem ég mun ábyggilega aldrei fara á aftur að ég er bara algjör sveppur sem líður best heima hjá sér. Ég hef líka oft hugsað að Hollywood sé eitthvað allt annað en ég er að fást við og svo er ég líka óstjórn- lega lélegur í öllum svona prufum. Ég hef verið með umboðsmann í London í nokkur ár og farið í nokkrar prufur fyrir einhverjar kvikmyndir og það er oftast alveg rosalega neyðarlegt. Það deyr alltaf eitthvað innan í mér þegar maður er haldandi á íþróttaskó sem á að vera barn og á að hlaupa á staðnum undan skriðdreka inni á einhverri lítilli skrifstofu í úthverfi London. Þá finnst mér ég ekki vera að sýna mínar bestu hliðar. Hver er frægasti einstaklingurinn í símaskránni þinni? (Flettir í símanum) Ætli það sé ekki bara Þórhallur miðill. Ég fór beint aftur á bak í símaskránni og hann er fjandi líklegur. Konan þín hefur framleitt sýningar Vesturports og unnið mikið með leikhópnum. Hvernig er að vinna svona náið með henni? Það er mjög fínt því við höfum sama áhugasvið og sama smekk á ýmsum hlutum. Það er margt í bígerð hjá okkur sem ég ætla að gera út frá hugmyndum okkar, bæði sameiginlegum og algjörlega hennar. Þetta er mjög hvetjandi samstarf og hún hefur líka áhuga á að gera hluti sem ég hef engan áhuga á að gera eins og til dæmis þessi framleiðslupartur. Ég er ekkert fyrir það. Hvít-rússneskur leikhópur sem ber nafnið Austurport kemur að máli við þig og vill borga þér fjórfalt hærri laun en þú hefur í dag. Myndir þú stökkva á tilboðið? Til Hvíta-Rússlands? Nei. Ég gæti það ekki. Ég get varla verið í Rússlandi því þar er ég alltaf bara handtekinn af löggunni. Það er alltaf verið að reyna að pretta mig í Rússlandi og ég hef ekki skap í það. Rússneska lögreglan hefur mjög mikinn áhuga á mér og öllu því sem ég hef í vösunum. Ég hef farið nokkrum sinnum til Rússlands og í fyrsta skipti um daginn var ég ekki handtekinn. Þar sem lögreglan reynir að ræna mig líður mér ekkert rosa- lega vel. Svo þarf ég ekkert að fara í eitthvað Austurport, ég er nú þegar í besta Portinu. Hvað er framundan hjá þér? Bæjarins verstu er kvikmynd sem við Rakel höfum unnið að í þónokkurn tíma og við viljum láta verða að veruleika. Ég skrifaði handritið og hyggst einnig leikstýra þeirri mynd sjálfur. Myndin segir frá fólki sem er utangarðs í Reykjavík og byggir á sögu manns sem lifði í ræsinu í mörg ár. Svo erum við að fara að gera sýningu um Axlar-Björn, einn mesta fjöldamorðingja Íslandssögunnar sem bjó á Snæfellsnesi fyrir nokkrum hundruðum ára, í samstarfi við Borgarleikhúsið í haust. En fyrst er það stuttmyndin Gullbrá sem við Rakel erum að fara að gera nú í lok mánaðarins sem ég er mjög spenntur fyrir. Kemur þú til með að leika Axlar-Björn sjálfan þar sem þú ert nú þegar vanur að vera kallaður Björn? Nei, ég ætla að leikstýra því og skrifa nýtt verk byggt á þjóðsög- unni enda hef ég reynt að taka stefnuna á frekari skrif með því sem árin líða. Ég finn mikla þörf fyrir að vinna með sögur sem ég vil segja og spretta úr mínu umhverfi. Ég ætlaði að vera löngu farinn að sinna því betur en nú er komið að því að ég helgi mig því af alvöru. Sagan segir að þú sért haldinn mikilli táfælni. Finnst þér einhverjar sérstakar tær ógeðslegar eða á þetta bara við um tær almennt? Ég myndi nú segja að karlmenn væru með ívið ljótari tær en kvenfólk. Lítil börn sleppa alveg en svo verður þetta bara eitthvað rugl. Ég hef til dæmis ekki mikið álit á eigin tám. Einu sinni fór ég í sjúkranudd í London þegar við vorum að sýna þar og þá hélt ég að ég myndi deyja. Mér finnst svo óþægilegt þegar einhver kemur við tærnar á mér. Einhver bresk mikil kona var að nudda mig og sagðist þurfa að nudda allt í gegnum iljarnar. Ég krepptist allur við og hún húðskammaði mig alveg og sagði mér að vera ekki svona mikill aumingi. Ég kófsvitnaði og þetta var eins og ógeðsleg pynting fyrir mig. Það er hlegið að mér meðal fjölskyldu og vina fyrir táfælnina. Ég mun kannski einhvern tímann ná að komast yfir þetta en ég er samt ekkert geðveikur. Hvað með hnífafælnina? Hún er hætt. Ég vann bug á henni þegar ég fattaði hvað það væri mikil vitleysa að vera hræddur við hnífa en það getur verið að ég hafi verið hogginn með sveðju í fyrri lífum en það truflar mig ekki í dag. Þetta dæmi með tærnar er bara common sense. Þú ert væntanlega ekki mikill aðdáandi Saw-mynd- anna þar sem hnífar og tær spila stórt hlutverk. Ég get ekki lýst því hversu mikið slíkt er ekki fyrir mig. Ég er lítið fyrir svoleiðis myndir. Konan þín segir þig félagsfælinn. Hvernig lýsir það sér? Nú, er það? Ég er nú nokkuð hress finnst mér svona yfirleitt meðal fólks. Mér líður mjög vel heima hjá mér og ég hef komist að því að ég á mjög erfitt með mig til lengdar í risastórum samfélögum þar sem maður ferðast með neðanjarðarlestum og þess háttar. Ég held að það sé ekki mannskepnunni eðlislægt að vera mikið ofan í jörðinni. Mér líður voða vel bara hérna heima hjá mér og nú ætla ég að fara að tyrfa garðinn minn. Svona er maður orðinn miðaldra. Það er hlegið að mér meðal fjölskyldu og vina fyrir táfælnina. Ég mun kannski einhvern tímann ná að komast yfir þetta en ég er samt ekkert geðveikur.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.