Monitor - 12.05.2011, Blaðsíða 14

Monitor - 12.05.2011, Blaðsíða 14
14 Monitor FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2011 Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@monitor.is stíllinnAf hverju ákváðuð þið að opna vefverslun? Jóna fékk þessa hugmynd þegar hún var komin til New York eftir BA-nám hér heima. Hana langaði að gera eitthvað skemmtilegt og bar þessa hugmynd undir mig. Ég var svolítið efins fyrst en Jóna náði að sannfæra mig og núna er ég í skýjunum með þetta allt saman. Er þetta gamall draumur? Ég held við systur höfum alltaf vitað að við myndum gera eitthvað tískutengt saman. Við höfum alltaf haft brennandi áhuga á tísku og báðar unnið við þetta lengi. Mig grunaði að vísu aldrei að ég myndi opna netverslun, en þær eru orðnar svo flottar í dag og við stefnum á að hafa okkar mjög lifandi og skemmtilega. Hafið þið íhugað að opna eigin búð ef allt gengur að óskum? Það er alveg möguleiki. Það eru allar dyr opnar ef allt gengur að óskum. Hvaðan kemur nafnið? Nafnið varð til eftir miklar pælingar. Systir okkar, sem er tíu ára í dag, var alltaf að biðja okkur um naglalakk þegar hún var lítil, en hún gat ekki borið það fram og sagði alltaf lakkalakk í staðinn. Þannig kom nú hugmyndin að nafninu. Eruð þið systur mjög nánar? Við erum svakalega nánar. Við höfum verið bestu vinkonur lengi eða frá því við hættum á gelgjunni. Það er frábært að vinna með systur sinni þar sem við þekkjum hvor aðra svo vel og erum ekki feimnar að segja það sem okkur finnst. Svo erum við líka bara svo mikið á sama planinu, hugsum oftast það sama. Skoðar þú mikið tískublogg? Ég elska að skoða tískublogg og geri það daglega, stundum oft á dag. Ég fæ mikinn innblástur þaðan. Hvaða tískublogg skoðarðu helst? Ég skoða svakalega mörg og get nefnt til dæmis fashionsquad.com, myp- reciousconfessions.blogspot.com og knightcat.com. Svo finnst mér nokkur íslensk líka skemmtileg. Þú ert búin að vera með tískubloggið trendland.blog- spot.com í dágóðan tíma. Er þetta ekki mikil vinna? Þetta er alls ekki mikil vinna. Ég hef mikinn frítíma á kvöldin og er með margar hugmyndir í kollinum sem er gott að koma frá sér. Bloggið hjálpar mér að losa um þær og aðrir geta notið góðs af. Ég er mjög fljót að blogga og aldrei í neinum vafa um hvað ég get fjallað um. Hvernig er stíllinn ykkar? Við erum rosalega miklir hippar í okkur. Fílum báðar bóhem- og svolítið töff- aralegan stíl. Við erum mjög hrifnar af Topshop, Urban Outfitters, Vintage og skemmtilegu dóti sem hægt er að finna á mörkuðum. Notið þið sömu skóstærð? Því miður þarf Jóna endilega að nota númer 37 og ég 38. Hún getur stolist í skó af mér en ég treð mér ekki í hennar. Algjör bömmer fyrir mig. Fáið þið oft lánuð föt hvor hjá annarri? Já og nei. Jóna er nettari en ég og þess vegna er ég alltaf að segja henni að kaupa sér víð föt svo ég geti stolist í hennar, en það kemur fyrir að við lánum hvor annarri. Hvað finnst þér vera smart? Ég elska núna víð sjöl með kögri, síð pils, hatta, mikið glingur og allt sem er bóhem. Ætli ég hafi ekki verið sígauni í fyrra lífi. Systurnar Ása og Jóna Ottesen hafa marga fjöruna sopið þegar tíska er annars vegar. Þær opna vefverslunina lakkalakk.com 20. maí næstkomandi og bíðum við allar spenntar eftir að berja hana augum. Jóna er í New York eins og er en Stíllinn hitti Ásu og spjallaði við hana um lakkalakk og samband þeirra systra. Naglalakk lakkalakk verður Hver er uppáhaldshönnuðurinn þinn? Ég á mér í rauninni engan uppáhaldshönnuð. Systurnar í Einveru eru frumlegar og flinkar í sínu. Svo finnst mér flíkurnar frá Royal Extreme ótrúlega fallegar og Sonja Bent er líka æði. Hver er uppáhaldsflíkin þín? Brúnir reimaðir hælaskór sem ég keypti í Maníu á Laugavegi. Þeir eru svo þægilegir að ég gæti sofið, borðað og baðað mig í þeim. Levi‘s gallastutt- buxurnar mínar eru líka í uppáhaldi en ég myndi samt ekki sofa í þeim, það væri ekki þægilegt. Ég borða samt oft í þeim og allskonar. Hvaða snyrtivöru gætirðu ekki verið án? Ilmvatns- ins míns og Bodyshop varasalvans. Án þeirra er ég með allt niðrum mig. Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum í fimm orðum? Blúndur, slaufur, doppur og grín. Hvort ertu veikari fyrir fötum eða skóm? Ég elska skó en ég er svo stór svo ég get ekki leyft mér að falla fyrir hvaða hælaskóm sem er. Þá verð ég eins og Hollendingur sem er staddur í Japan. Hver nennir því? Þess vegna á ég bara nokkra solid skó og versla mér þeim mun meira af fötum. Svaraði ég spurning- unni? Hvaða flíkur og fylgihlutir eru ómissandi fyrir sumarið að þínu mati? Að sjálfsögðu sólgleraugu fyrir sólardagana fimm sem við fáum yfir sumarið. Ég elska sólgleraugu. Sumarkjólarnir verða líka að vera á sínum stað og auðvitað gallastuttbuxurnar. Ekki gleyma sólarvörninni krakkar! Hvað ætlar þú að gera í sumar? Ég ætla að vinna á leikskólanum Grandaborg, njóta lífsins með fólkinu mínu, kíki vonandi eitthvað út fyrir landsteinana og svo er ég að fara í brúðkaup til bestu vinkonu minnar. Það verður nú eitthvað! ÁSA OG JÓNA ERU SAMRÝMDAR SYSTUR Vill ekki vera eins og Hollendingur í Japan Sigríður Margrét Einarsdóttir er 24 ára háskólanemi sem elskar skó. Stíllinn ræddi við hana um sumarið og ómissandi hluti fyrir sólardagana. Mið- vikudaginn18. maí, verður tryllturfatamarkaður á Boston, Laugavegi 28b, milli 18-20. Stöllurnar Anna Sóley, Eva Katrín, Erla Dögg, Anika og Dagný standa þar að baki en þær eru starfsmenn Kron Kron, Nostalgíu, Ander- sen&Lauth og Spúútnik. Þetta er klárlega uppskrift að djúsí mark- aði enda eru stúlkurnar þekktar fyrir að vera ávallt veldressaðar. Ekki missaaf þessu! SÝNISHORN AF ÞVÍ SEM KOMA SKAL MÁ FINNA Á LAKKALAKK.COM

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.