Monitor - 12.05.2011, Síða 16

Monitor - 12.05.2011, Síða 16
Priest 3D Leikstjóri: Scott Charles Stewart. Aðalhlutverk: Paul Bettany, Cam Gigandet og Maggie Q. Lengd: 90 mínútur. Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára. Kvikmyndahús: Smárabíó. Myndin gerist í hliðstæðri veröld þar sem aldalangt stríð milli vampíra og manna hefur lagt allt í rúst. Sagan snýst um goðsagnakenndan stríðsprest (Paul Bettany) sem reynir að sporna gegn nýrri vampíruógn. Animals United 3D Leikstjóri: Reinhard Klooss og Holger Tappe. Aðalhlutverk (talsetning): Pétur Örn Guðmundsson, Jóhann Sigurðarson, Steinn Ármann Magnússon og Laddi. Lengd: 93 mínútur. Aldurstakmark: Leyfð. Kvikmyndahús: Sambíóin Kringlunni, Álfabakka og Egilshöll. Hópur dýra bíður eftir árlegu flóði til að lifa af en uppgötvar að mannskepnur hafa byggt stíflu í nágrenninu. Dýrin ákveða því að berjast gegn mönnunum og kenna þeim að abbast ekki upp á náttúruna. kvikmyndir Hæð: 183 sentímetrar. Besta hlutverk: Charlie Kauf- man í Adaption. Staðreynd: Þjáist af lofthræðslu. Eitruð tilvitnun: „Ég er ekki djöfull. Ég er eðla, ég er hákarl, ég er hitasækinn hlébarði. Mig langar til að vera eins og Bob Denver á sýru að spila á harmonikku. 1964Fæddist þann7. janúar á Long Beach í Kaliforníu-fylki Bandaríkjanna sem Nicholas Kim Coppola. Faðir hans er bróðir leikstjórans Francis Ford Coppola.“ 1980Breytti nafninusínu í Nicolas Cage til að forðast tengingu við frænda sinn í bransanum. 1982Fór í prufufyrir hlutverk í kvikmynd frænda síns, The Outsiders, en þurfti að láta í minni pokann fyrir Matt Dillon. 1983Kom sér á kortiðmeð frammistöðu sinni sem rokkarinn í Valley Girl. 1987Sló í gegn ígamanmyndinni Moonstruck ásamt Cher. 1990Eignaðist soninnWeston Coppola Cage með þáverandi kærustu sinni, Christina Fulton. Weston lék í kvikmyndinni Lord Of War með Cage og er söngvari dauðarokksveitarinnar Eyes Of Noctum. 1995Giftist leikkonunniPatricia Arquette og fékk Óskarinn sama ár fyrir leik sinn í kvikmyndinni Leaving Las Vegas. 1997Þótti sýnasnilldarleik í spennumyndinni Face/Off sem góði og vondi gæinn. 2001Skildi viðPatricia Arquette og byrjaði stuttu seinna með Lisu Marie Presley, dóttur Elvis Presley. 2002Giftist Lisu Marieþann 10. ágúst og sótti um skilnað þann 25. nóvember. Skilnaðurinn gekk í gegn árið 2004. Sama ár kom kvikmyndin Adaption út en Cage var tilnefndur til Óskars- verðlaunanna fyrir hana. 2005Eignaðist soninnKal-El með eigin- konunni Alice Kim sem hann giftist árið 2004. Sonurinn er skírður í höfuðið á upprunalegu nafni Súperman. Nicolas Cage FERILLINN 16 Monitor FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2011 Frumsýningar helgarinnar VILTU VINNA MIÐA? Monitor ætlar að gefa nokkrum heppnum lesendum miða á Drive Angry. Auk þess ætlum við að gefa tvö plaköt sem eru árituð af Nicolas Cage og aðalleikurum myndarinnar. Þú þarft bara að fara inn á Facebook-síðu Monitor og velja LIKE á Drive Angry-statusinn. facebook.com/monitorbladid Ekki klikka á því að fara inn á Facebook-síðu Monitor og reyna að næla þér í plakat sem var áritað af Nicolas Cage og leikurum Drive Angry. Popp- korn Lítið hefur heyrst af leikaranum Michael Cera síðan hann lék í kvikmyndinni Scott Pilgrim vs. The World sem var sýnd í fyrra. Cera er nú að gera sig kláran fyrir tökur á dramatísku indí-myndinni Magic, Magic og þykir líklegt að myndin muni færa feril Cera upp á hærra plan þar sem um alvarlegasta hlutverk hans hingað til er að ræða. Það hljómar ótrúlega en ný mynd frá leikstjórum kvikmyndanna Date Movie og Vampires Suck er væntanleg. Myndin hefur fengið nafnið The Biggest Movie Of All Time 3D og gerir víst stólpagrín að stórmyndinni Avatar. Gagnrýnendur og áhorfendur hafa hakkað í sig fyrri myndir leikstjóranna Jason Friedberg og Aaron Seltzer en kannski verður annað uppi á teningnum í þetta skiptið. Fjögurra tonna fíllinn sem notaður var við tökur á kvikmyndinni Water For Elephants er sagður hafa verið misnotað- ur af þjálfurum sínum samkvæmt hópi dýravernd- unarsinna sem vill að sýningar myndarinnar verði stöðvaðar. Hópurinn hefur lagt fram myndband frá árinu 2005 sem sönnunargagn en í því sjást þjálfarar beita fíl, sem hópurinn segir vera hinn sama og í myndinni, grimmilegu ofbeldi. Al Pacino sló í gegn sem skáldsagnamafíósinn Michael Corleone á sínum tíma og hefur nú tekið að sér að leika alvöru mafíósa í kvik- myndinni Gotti: Three Generat- ions. Pacino mun leika Neil Dellacroce, meðstjórnanda í Gambino-glæpafjölskyldunni og samstarfsmann Gotti- fjölskyldunnar í myndinni. John Travolta mun fara með hlutverk John Gotti og Lindsay Lohan mun fara með hlutverk kærustu sonar hans, John Gotti yngri. Heimildarmynd sem sýnir meðal annars ljósmynd af dauða Díönu prinsessu sem var tekin af einum paparazzi ljósmyndaran- um sem elti hana kvöldið örlagaríka í París hefur vakið mikla athygli. Kvikmyndin ber nafnið Unlawful Killing og verður sýnd á Cannes-kvikmyndahátíðinni á föstudaginn. Myndin er framleidd af Mohamed Al- Fayed, föður Dodi Al-Fayed sem lést ásamt Díönu í bílslysinu. Drive Angry Leikstjóri: Patrick Lussier. Aðalhlutverk: Nicolas Cage, Amber Heard og William Fichtner. Lengd: 104 mínútur. Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára. Kvikmyndahús: Sambíóin Álfabakka og Egilshöll. Harðsvíraði glæpamaðurinn Milton (Nicolas Cage) brýst út úr helvíti til þess að koma í veg fyrir að djöfladýrkendur sem myrtu dóttur hans fórni barnabarni hans á altari. Hann hefur þrjá daga til að koma í veg fyrir að fórnin verði færð og fær hjálp frá þjónustustúlkunni Piper (Amber Heard). FERSKUR ÚR HELVÍTI OG TIL Í SLAGINN Water For Elephants Leikstjóri: Francis Lawrence. Aðalhlutverk: Robert Pattinson, Reese With- erspoon og Christoph Waltz. Lengd: 120 mínútur. Aldurstakmark: Leyfð. Kvikmyndahús: Smárabíó og Háskólabíó. Myndin segir frá dýralæknanem- anum Jacob (Pattinson) sem hættir í skóla og gengur í sirkus þar sem hann verður ástfanginn af eiginkonu sirkusstjórans (Reese Witherspoon). Nú flykkjast stjörnur Hollywood til Frakklands á hina árlegu kvikmyndahátíð í Cannes sem hófst fyrr í vikunni. Formaður dómnefndar er hinn virti leikari Robert De Niro en hann ræður úrslitum á hátíðinni ásamt 8 öðrum dómurum. „Ég er ekki alveg viss hverju ég er að leita að,“ sagði De Niro í viðtali við Associated Press á opnunardegi hátíðarinnar en hann hefur mætt til Cannes á hverju ári síðan hann kom fyrst til að kynna kvikmyndina Taxi Driver árið 1976. „Ég mæti bara, sest niður, horfi á kvikmyndirnar og svo sjáum við til,“ sagði De Niro sem vildi lítið gefa upp um mögulega sigurvegara. Ásamt De Niro í dómnefndinni eru til dæmis leikkonan Uma Thurman og leikarinn Jude Law. Mikil eftirvænting er fyrir hátíðinni í ár og þykir nýjasta verk leikstjórans Woody Allen, Midnight In Paris, líkleg til vinsælda í þessari risastóru kvikmyndaveislu. LEYNDARDÓMSFULLIR DÓMARAR Veislan er hafin

x

Monitor

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.