Monitor - 12.05.2011, Síða 17

Monitor - 12.05.2011, Síða 17
17FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2011 Monitor Bin Laden og félagar Tegund: Skotleikur PEGI merking: 18+ Útgefandi: Codemasters Gerð: PC, PS3, Xbox 36 Dómar: Gamespot 6,5 / IGN 7,5 / Eurogamer 8 Red River TÖ LV U L E I K U R Í þessum nýjasta leik Operation Flashpoint- seríunnar stýra leikmenn hermönnum hinnar bandarísku Bravo-herdeildar þar sem hún er send inn í Tadjikistan, en þangað hafa helstu uppreisn- armenn Afghana flúið og komið sér fyrir. En líkt og Adam, þá er Bravo-herdeildin ekki lengi í paradís, því Kínverjar blanda sér í bardagann og þá hitnar verulega í kolunum. Engar uppsprengdar Hollywood-senur Red River er í þeim flokki skotleikja þar sem raunveruleikastig er mjög hátt og er allt gert til að láta leikmönnum líða eins og þeir séu mættir á vígvöllinn í öllu sínu veldi. Þetta þýðir að fara þarf varlegar en í öðrum skotleikjum og hér er ekkert pláss fyrir uppsprengdar Hollywood-senur, enda eru þær sjaldnast hluti af stríði okkar heims. Það breytir því þó ekki að söguþráður leiksins er settur upp á flottan hátt með atriðum sem nota ýmist grafíkvél leiksins eða fréttamyndir frá stríðinu í Afganistan. Leikurinn spilast frá fyrstu persónu sjónarhorni og geta leikmenn gefið þremur liðsfélögum sínum skipanir í gegnum tiltöluega einfalt kerfi. Þetta virk- ar oftast ágætlega, en stundum dettur gervigreind leiksins í tóma heimsku og þá fer allt til fjandans. Sem betur fer er hægt að spila söguþráðinn í coop með þremur öðrum í gegnum netið og klárt að þannig var leikurinn hugsaður fyrst og fremst. Tilbreyting frá öðrum skotleikjum Í öllum hlutum leiksins fá leikmenn reynslustig sem má nota til að fá ný vopn, nýjar græjur og nýja hæfileika, svo sem að hlaupa hraðar og miða nákvæmar. Í leiknum eru fjórir mismunandi klassar sem leikmenn geta bætt sig í.Spilun Red River er nokkuð skemmtileg og ágætis tilbreyting frá flestum öðrum skotleikum. Grafíkin er ágæt á heildina litið, en langt frá því að vera það besta sem maður hefur séð og það sama má segja um hljóð leiksins. Þó að Bin Laden sé farinn, þá er hellingur af öðrum uppreisnar- mönnum sem taka þarf úr umferð og hitta leikmenn fjölmarga þeirra hér í þessum nýja skotleik frá Codemasters sem er ekki fullkominn en gerir sitt gagn. Ólafur Þór Jóelsson Ég hef alltaf gaman af myndum sem eru ekkert að reyna að vera eitthvað annað en þær eru og koma bara til dyranna eins og þær eru klæddar. En til þess að það gangi upp þarf auðvitað að vera nokkuð gott handrit sem réttlætir allan hamaganginn. Án þess að hafa séð allar fyrri myndirnar þá skilst mér á þeim sem til þekkja að þær séu mjög misjafnar. Oft eins og aðstandendur myndanna hafi verið of uppteknir við að redda flottum bílum og í kjölfarið gleymt innihaldinu heima. En hér tekst þeim þó bara nokkuð vel til og úr verður þessi fína, heila- lausa skemmtun. Réttlátt bílaklám Söguþráðurinn er einfaldur og nær alveg að réttlæta mest allt bílaklámið, hasarinn og “one-liner- ana”. Auðvitað eru atriði inn á milli þar sem maður fer bara að hlæja því þau eru svo ótrúleg en það er bara partur af þessu. Það borgar sig því lítið að fara með einhverjar raunsæisvæntingar á þessa mynd, það fólk gæti orðið fyrir vonbrigðum og jafnvel misst meðvitund þegar leikar standa sem hæst. Eitursvalur Vin Diesel Leikaravalið er skemmtilegt. Vin Diesel er góður og hefur mér alltaf þótt hann vera nokkuð vanmetinn leikari. Maðurinn er með eitursvala rödd og er klárlega með betri hörkutólum í Holly- wood í dag. The Rock finnst mér reyndar alltaf svolítið kjánalegur en hér er hann þó líklega á heimavelli. Leikur ofurlöggu sem fær að slást, öskra og segja einfaldar setningar. Allir leikarar virðast skemmta sér konunglega. Fast Five er kannski ekkert meistaraverk en hún stóð við öll loforðin og skilaði sínu. Kom bara verulega á óvart og betri en margar í sama flokki. Ég fór sáttur heim. Kristján Sturla Bjarnason K V I K M Y N D Leikstjóri: Justin Lin. Aðalhlutverk: Vin Diesel og Paul Walker. Lengd: 130 mínútur Dómar: IMDB: 7,8 / Metacritic: 6,7 / Rotten Tomatoes: 78% Fast Five Fimm fræknu

x

Monitor

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.