Monitor - 12.05.2011, Blaðsíða 18

Monitor - 12.05.2011, Blaðsíða 18
Kvikmynd Ekki nóg með að American Psycho sé hin fínasta skemmtun, heldur sýndi hún mér svart á hvítu hvað það skiptir miklu máli að vera flottur við allar aðstæður. Ég er í þessum töluðu orðum að láta hanna fyrir mig nafnspjöld. Sjónvarpsþáttur Archer fjallar um Sterling Archer, hæfasta leyniþjónustu- mann heims, sem þarf að kljást við eigin æðisleika, kynlífssjúka og stjórn- sama móður, erfiðar fyrrverandi kærustur og bjarga heiminum með glas af Bloody Mary í hendi. Bók Að mínu mati er besta bók í heimi, Ralph Lauren 40th Anniversary Book eftir Ralph Lauren. 700 handvaldar myndir úr lífi og starfi Ralphs og texti sem veitir manni innsýn í huga meistar- ans, gerist ekki betra. Plata Ég elska allar plöturnar með Michael Bublé en uppáhalds lagið mitt er Everything og það er á plötunni Call Me Irresponsible. Vefsíða Ég eyði dágóðum tíma á Yachtingmagaz- ine.com sem er besti staðurinn til að fylgjast með öllu sem viðkemur snekkju- heiminum. Staður 101 bar. Ég er alltaf þar. Alltaf allt nýþrifið sem er ekki algengt á skemmtistöðum í Reykjavík, frábær þjónusta, þægileg lounge tónlist, þjónað til borðs og góður Bloody Mary. 18 Monitor FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2011 fílófaxið föstudag13maí Síðast en ekki síst » Kristinn Árni, plebbi sem sér um plebbann.is, fílar: „Þetta er drungalegt popp í anda Depeche Mode, Skinny Puppy og Ministry. Gothpopp ef ég má nota það hugtak,“ segir Hrafn Björg- vinsson, betur þekktur sem Krummi, um tónlist hljómsveitar sinnar, Legend, sem spilar á Bar 11 á föstudagskvöldið. „Við erum búnir að spila eina og eina tónleika hér og þar og erum að leggja lokahönd á plötu sem kemur út í júní,“ segir hann um hljómsveitina sem hefur fengið góðar viðtökur við lögunum Devil In Me og Sister sem bæði hafa komist ofarlega á vinsældarlista X-977. „Það hefur verið ótrúlega góð stemning á tónleikum hjá okkur, mikið dansað og líka headbang- að,“ segir Krummi spenntur fyrir tónleikunum um helgina og bendir á að tónlist sveitarinnar sé í dramatískari kantinum. „Tónlistin er dram- atísk og epísk svo það má búast við dramatískum tónleikum,“ segir Krummi en vonar að föstudagurinn þrettándi hafi ekki slæm áhrif á tónleikana. „Í sannleika sagt erum við svolítið stressaðir því við Dóri sem er með mér í hljómsveitinni vorum saman í hljómsveit fyrir nokkrum árum og þá hvíldi einhver bölvun á okkur,“ útskýrir hann og segir græjur hafa bilað ítrekað á þeim tíma en nú hafi bölvuninni verið aflétt með Legend. „Vonandi dregur föstudagurinn þrettándi bölvunina ekki aftur fram,“ segir Krummi sem bendir þó á að óhöpp gætu ýtt undir dramatík tónleikanna sem eru þeir fyrstu í tónleikaröð Tuborg og Bar 11. Frítt er inn á tónleikana og húsið opnar kl. 21. Bölvunin endurvakin á föstudaginn þrettánda? Í Proactiv® Solution eru efni sem hreinsa húð þína og eyða bólum. Með daglegri notkum koma efnin í veg fyrir að nýjar bólur myndist. Við lofum því! Eftirtalin sjálfstæð Apótek selja einnig Proactiv Solution: ReykjavíkuRaPótek, Seljavegi 2 // LyfjaboRg aPótek, Borgartúni 28 //gaRðSaPótek, Sogavegi 108 uRðaRaPótek, Grafarholti //RIMa aPótek, Grafarvogi aPótek HafnaRfjaRðaR, Tjarnarvöllum 11 ÁRbæjaRaPótek, Hraunbæ 115 //LyfjaveR Suðurlandsbr. 22 LEGEND Bar 11 Föstudagur kl. 21 laugardag-14maí SUMARHREINSUN KIMI RECORDS Kolaportið 11:00 Lagerhreinsun Kimi Recordsfyrir sumarið fer fram í Kolaportinu um helgina og öskrandi tilboð á geisladiskum, vínylplötum og hljómsveitabol- um verða fyrir gesti og gangandi. FATAMARKAÐUR Á FAKTORÝ Faktorý 14:00 Fatamarkaðurinnvinsæli heldur áfram og eru allir velkomnir að koma til að selja af sér spjarirnar nú eða fjárfesta í hræódýrum sumarflíkum. Góð tónlist, drykkir og frábær félagsskapur. BLOOD- GROUP OG CAPTAIN FUFANU Sódóma 22:00 Sveittasta próflokapartíið verður á Sódómu um helgina. Hljómsveitirnar Bloodgroup og Captain Fufanu leiða saman hesta sína en samstarf þeirra hefur yfirleitt verið uppspretta mikillar gleði. Aðgangseyrir er 1000 krónur. NEMENDALEIKHÚSIÐ Gaflaraleikhúsið Hafnarfirði 20:00 Útskriftarnemenduraf samtímadansbraut Listaháskóla Íslands frumsýna verkin The Genius Of The Crowd og How Did You Know Frankie. Sýndar verða fimm sýningar og hægt er að nálgast miða í gegnum Facebook-síðu Nemendaleikhússins. GRAPEVINE GRASSROOTS Hemmi og Valdi 21:00 Reykjavik Grapevine býðurá ókeypis tónleika þar sem hljómsveitirnar No Class, Enkídú, ahma og tónlistarmaðurinn Arnljótur trylla lýðinn. HELVÍTIS ÓGÆFA! Café Amsterdam 23:00 Rokktón-leikar þar sem hljómsveitirnar Bloodfeud, Swords Of Chaos, Sleeping Giant og Norn reyna eftir sinni bestu getu að senda ógæfuna til and- skotans. Aðgangseyrir er 500 krónur. SALT Faktorý 23:00 Hljóm-sveitin XIII leikur tímamótaverkið SALT í heild sinni í fyrsta sinn í tilefni af 18 ára afmæli sveitarinnar. Sérstakir heiðursgestir á tónleikunum verða hljómsveitirnar In Memoriam og Hoffman. Aðgangseyrir er 1000 krónur.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.