Monitor - 19.05.2011, Blaðsíða 3

Monitor - 19.05.2011, Blaðsíða 3
Nú um helgina útskrifast fjöldinn allur af efnilegufólki úr framhaldsskólum landsins. Áframhald verður svo á brautskráningum síðustu helgina í maí. Þó að Monitor sé ekki nema rétt rúmlega eins árs hefur það samt sem áður marga fjöruna sopið og þekkir þá góðu tilfinningu að taka við prófskírteininu og samfagna með félögum og vinum. Monitor vill því nota tækifærið og óska öllum verðandi stúdentum til hamingju með þennan stóra áfanga. Monitor vonar að allir skemmti sér konunglega en fari jafnframt varlega í gleðinni því að víða leynast hætturnar. Hér er nokkur góð ráð sem hafa skal í huga þegar gott húllumhæ er í uppsiglingu. 1)Mundu að tannbursta þig eftir veisluna áður enþú ferð í bæinn. Það getur verið ansi óheppilegt að uppgötva þegar þú ert að ræða við einhvern sætan einstakling í bænum að þú sért með hálfa snittu í framtönninni. Ef þú klikkar fáðu þá tyggjó hjá næsta manni. 2)Settu á þig góðan ilm. Það er alveg sérstaktandrúmsloft í bænum á svona útskriftarhelgum. Fólk er svo bjartsýnt og lífsglatt og tilbúið í flestar áskoranir. Það er því ansi líklegt að einhverjir neistar kvikni og þá er mikilvægt að ilma vel. Ilmurinn laumast inn í undirmeðvitundina og skilur eftir sig enn sælli minningu fyrir vikið. 3)Mundu eftir húfunni. Ef þú útskrifast meðstúdentshúfu þá er mjög mikilvægt að taka hana með í bæinn. Ástæðan er einföld. Húfan ein- faldar inngöngu inn á alla staði, jafnvel þó þú sért undir lögaldri. Með húfunni færðu líka mun fleiri hamingjuóskir en slíkar óskir bæta sjálfstraust og almenna gleði. Njótiði stundarinnar, lömbin mín.Ykkar vinur, Monitor. Í BÍÓ Pirates of the Caribbean: On Strang- er Tides er heims- frumsýnd í þessari viku og er þar á ferðinni ein af sumar- myndunum í ár. Þetta er fjórða myndin um Jack Sparrow og félaga og fer Johnny Depp á kostum eins og ávallt. Monitor verður í sjóræn- ingjaskapi og ætlar að gefa miða á myndina, boli og fleira skemmtilegt. Á VELLINUM Íslenska kvenna- landsliðið í knattspyrnu mætir Búlgaríu á Laugar- dalsvelli á fimmtudags- kvöld klukkan 19:30. Þetta er fyrsti leikurinn í undankeppninni fyrir Evrópumótið í knattspyrnu, en stelpurnar komust í úrslitakeppnina þegar mótið var haldið síðast í Finnlandi árið 2009. Tilvalið að kíkja á völlinn nú þegar sólin skín (vonandi). Í MALLANN Ísbúðin í Garðabæ er í miklu uppáhaldi hjá Monitor um þessar mundir. Þar er hægt að fá allar mögulegar tegundir af ís og gúmmelaði. Um mánaðamótin verður ísbúðin svo opin til tvö á nóttunni á föstudög- um og laugardögum og hvað er skemmtilegra en að fara í næturís- bíltúr? Monitor mælir með 3 fyrst&fremst Ritstjóri: Björn Bragi Arnarsson (bjornbragi@monitor.is) Umbrot og hönnun: Hilmar Gunnarsson (hilmar@monitor.is) George Kristófer Young (george@mbl.is) Blaðamenn: Gunnþórunn Jónsdóttir (gunnthorunn@monitor.is) Sigyn Jónsdóttir (sigyn@monitor.is) Auglýsingar: Jón Ragnar Jónsson (jonragnar@monitor.is) Forsíða: Eggert Jóhannesson Grafík: Elín Esther Myndvinnsla: Hallmar F. Þorvaldsson Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent Sími: 569-1136 Netfang: monitor@monitor.is FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2011 Monitor Feitast í blaðinu FM Belfast í spjalli. Stuðhljómsveitin góða er að fara að halda dóms- dagsdansleik. Stórstjörnutvífarar. Vissir þú að Wil Ferrell og Chad Smith eru eins og tvíburar. Draugar fortíðar. Monitor skoðar gamlar myndir af þekktum íslendingum. 8 Stíllinn spjallar við Kristínu Aðalsteins- dóttur sem langar mest að búa í Versölum. 16 Sara Björk Gunn- arsdóttir í viðtali. Hún ætlaði sér alltaf að verða best. 12 6 Þeir fiska sem róa. Heiðar Austmann hlakkar til að dæla út Hlustendaverðlaunum FM957 í Hörpunni. Egill Einarsson Ég bað um jafntefli, fékk það! 19-18! Sorry Liverpool! Man.Utd sigursælasta lið Englands! CHAMPIONS!! 14. maí kl. 13:37 Nilli Afhverju eru statusarnir mínir aldrei í Monitor? Björn Bragi Arnarsson? 16. maí kl. 23:03 Efst í huga Monitor Stúdentar og stúdínur Ragnhildur Steinunn Jons- dottir KOMIN Í GLITRANDI EURO-SKAP!!!!! OG TILBÚIN AÐ HEILSA EVRÓPUBÚUM MEÐ BROSI Í STIGAGJÖFINNI ;) 14. maí kl. 16:45 4 Hlustendaverðlaun FM957 verða haldin á laugardagskvöld við hátíðlega athöfn í Hörpunni. Heiðar Austmann hefur staðið að verðlaununum frá árinu 2000 svo hann er sannkallaður reynsl- ubolti þegar kemur að því að verðlauna íslenskt tónlistarfólk. „Hátíðin í ár verður risastór og þá er ég ekki að ýkja því við erum auðvitað að fara í Hörpuna sem er flottasta hús landsins,“ segir Heiðar spenntur fyrir hátíðinni sem var haldin í fyrsta skipti árið 1999 og þá á örlítið minni stað, hinum fornfræga Astró. „Þetta er líka stærsta hátíðin okkar í þeim skilningi að við höfum aldrei verið með svona mikið af fólki í salnum sem áhorfendur,“ bendir hann á og segist auðveldlega gera ráð fyrir að 700 manns mæti á hátíðina. Allir vilja fá miða Heiðar segir stemninguna fyrir hátíðinni einkar góða í ár. „Hún verður meiri og meiri eftir því sem nær dregur hátíðinni,“ útskýrir hann og bætir við að síminn stoppi varla í hljóðveri FM957 þessa dagana því allir vilji fá miða á þennan stórviðburð. „Ég er núna farinn að heyra í fólki sem ég heyri mjög sjaldan í af því að þetta eru svo eftirsóttir miðar og stór hátíð,“ segir hann og bendir á að slík símtöl eigi til að berast í kringum svona viðburði. „Maður finnur alltaf að maður er með verðmætan hlut í höndunum þegar maður er farinn að heyra í gömlum „vinum“ og jafnvel ættingjum upp úr þurru,“ segir hann og hlær. Villist alltaf í Hörpunni Verðlaunahátíðin verður haldin í salnum Silfurbergi í Hörpunni og segist Heiðar mjög spenntur fyrir að hafa hátíðina í tónlistarhúsinu fræga. „Þetta hús er alveg geggjað,“ segir hann og bætir við að hann hafi alltaf týnst þegar hann komi inn í húsið. „Það segir mikið um stærðar- gráðu hússins nema ég sé bara svona hrikalega áttavilltur,“ segir Heiðar í gríni. „Ég hlakka mikið til að hafa hátíðina í Hörpu og ég held það skapi margar minningar fyrir okkur,“ segir hann og bætir við að hátíðir fyrri ára hafi allar verið mjög skemmtilegar og eftirminnilegar. „Þetta er alltaf skemmtilegasti tími ársins að mínu mati.“ Skemmtilegasti tími ársins Mynd/Kristinn Vikan á... Vala Grand Ætla að deleta alla sem ég þekki ekki eftir smá stund nenni ekki bua til nyja face book svo ég vara ykkur við ef ég þekki ekki ykkur ekkert neitt þá svo sorry taktu þetta ekki persónulegt ÞAÐ ÞARF ALLTAF EITTHVERN AÐ SKEMMA FYRIR AÐRA 18. maí kl. 13:07 HEIÐAR AUSTMANN FÆR SÍMTÖL FRÁ GÖMLUM VINUM Í ÞESSARI VIKU

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.