Monitor - 19.05.2011, Blaðsíða 6

Monitor - 19.05.2011, Blaðsíða 6
6 Monitor FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2011 Monitor kafaði í myndasafn Morgunblaðsins og skoðaði gamlar myndir af þekktum Íslendingum. Sumir þeirra hafa breyst meira en lítið skemmtilega. DRAUGAR FORTÍÐAR HÓPURINN ÚR 70 MÍNÚTUM Sjónvarpsþátturinn 70 mínútur, sem sýndur var á hinu sáluga PoppTíví, var einn allra vinsælasti skemmtiþáttur lands- ins um og eftir aldamótin. Þessi mynd er tekin árið 2003 þegar þeir Jói og Auddi voru loðnari um hausinn og Sveppi og Simmi nokkrum kílóum léttari. Þarna eru þeir félagar að taka á móti gulldisk fyrir sölu á DVD-útgáfu þáttanna. ARI ELDJÁRN Þótt einhverjir gætu haldið að þetta sé fermingarmyndin af Ara Eldjárn er það aldeilis ekki rétt. Myndin er tekið árið 2003 þegar grínhöfðinginn var 22 ára. HREIMUR Svona leit Eurovision-farinn Hreimur Örn Heimis- son út árið 2001 en þá hafði hann nýlega verið kosinn kynþokkafyllsti popparinn á FM957. Á þessum tíma var hljómsveitin Land og synir upp á sitt besta og ætlaði að meika það í Bandaríkjunum undir nafninu Shooting Blanks. JÓN GNARR OG MARGRÉT EDDA Þessi mynd er tekin árið 2001 þegar Jón Gnarr fékk af- henda gullspólu fyrir sölu á VHS-útgáfu af uppistandinu Ég var einu sinni nörd. Litla stelpan sem er með honum á myndinni er dóttir hans, Margrét Edda, sem vakti athygli fyrir að syngja með Merzedes Club um árið. SKÍTA- MÓRALL Svona leit hljómsveit- in Skítamórall út árið 1997 þegar bandið var vinsælasta poppsveit landsins og átti vinsælasta popplag þess árs, Farin. Meðlimir sveitarinnar eru flestir að vinna í tónlist á einn eða annan hátt enn í dag. Gunnar Ólason keppti í Eurovision á dögunum, Addi Fannar var nýlega ráðinn verkefna- stjóri tónlistarviðburða í Hörpu og Einar Ágúst er útvarpsmaður á Kananum. MAGNI Þessi mynd var tekin þegar Magni tróð upp með hljómsveit sinni, Á móti sól, í Skautahöllinni árið 2000. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og hárunum á hausnum fækkað til muna. JÓHANNA GUÐRÚN Söngkonan Jóhanna Guðrún gaf út sína fyrstu plötu fyrir jólin 2000. Á gömlu myndinni er hún með hundinum Hróki en í viðtali sem birtist með myndinni segist Jóhanna ekki vera barnastjarna, heldur ósköp venjulegur krakki.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.