Monitor - 19.05.2011, Page 7

Monitor - 19.05.2011, Page 7
7FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2011 Monitor EIÐUR SMÁRI Eiður Smári Guðjohnsen sló í gegn á Íslandsmótinu 1994 og um haustið skrifaði hann undir samning við hollenska liðið PSV Eindhoven. Þessi mynd er frá undirritun samningsins. Mörg ár eru síðan síðu ljósu lokkarnir fengu að fjúka en það er ekki hægt að segja að Eiður hafi breyst neitt brjálæðislega í útliti. ÞORVALDUR DAVÍÐ Árið 2001 voru allar stelpur landsins skotnar í söngleikjaprinsinum Þorvaldi Davíð Kristjánssyni. Þegar þessi mynd er tekin fór hann með aðalhlutverkið í Verzló-söngleiknum Wake Me Up Before You Go Go sem sló í gegn og var sýndur allt sumarið. Þorvaldur Davíð er enn að gera góða hluti í leiklistinni, en með honum á nýju myndinni er unnusta hans, Hrafntinna Viktoría. BIRGITTA HAUKDAL Írafár var einhver allra vinsælasta popphljómsveit landsins fyrir áratug síðan og Birgitta Haukdal var Íslandsprinsessa. Þessi mynd er tekin árið 2002 þegar Birgitta var kyndilberi popptískunnar, en flestir eru líklega sammála um að lúkkið hennar sé flottara í dag. SIGURJÓN KJART- ANS OG ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON Þessi mynd er tekin árið 2002 þegar fyrrum Fóstbræðurnir Sigurjón Kjart- ansson og Þorsteinn Guðmundsson stóðu fyrir uppistandssýningunni El Prumpos Pissos í Loftkastalanum. GILLZ Egill Einarsson kom sér fyrst á kortið sem bloggari og pistlahöfundur. Þegar þessi mynd var tekin árið 2006 var Gillz að stýra sjónvarpsþætt- inum Kallarnir á sjónvarpsstöðinni Sirkus. Ef Gillz gæti farið aftur í tímann yrði hans fyrsta verk líklega að senda sjálfan sig í klippingu.

x

Monitor

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.