Monitor - 19.05.2011, Blaðsíða 10

Monitor - 19.05.2011, Blaðsíða 10
10 Monitor FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2011 Í ÞIG? The Giraffe Manor Nairobi, Kenýa ER KOMINN FERÐAHUGUR Þeir sem eru ekki búnir að bóka útlanda- ferð í sumar ættu að panta gistingu á einu af eftirtöldum hótelum hið fyrsta. Dreymir ekki alla um að gista í fangelsi? ÓSKÖP EÐLILEGUR SUNNUDAGSBRUNCH Húsið var byggt árið 1932 af Sir David Duncan og líkir eftir skosk- um veiðikofa. Úr herbergjum hót- elsins er útsýni yfir Kilimanjaro og Ngong-hæð- irnar sem er víst stórkostlegt. Árið 1984 var ákveðið að breyta húsinu í hótel og gíraffar sem áttu erfitt með að fóta sig úti í villtri náttúr- unni voru fluttir á landsvæði hótelsins. Algengt er að þeir kíki inn um herberg- isgluggana til að leita sér að æti eða bara til að stilla sér upp fyrir ógleymanlegar myndir. Fullkominn áfangastaður fyrir ferðalanga með bíla- dellu. Hótelið er staðsett á gömlum flugvelli í borg- inni og herbergin eru öll innréttuð í bílaþema. Meðal herbergja eru til dæmis Marcedes Benz bílaþvottastöð, Morris Minor bílaverkstæði og þjóðvegur 66. GESTIRNIR SOFA RÓTT Í BÍLABÍÓI V8 Hotel Baden-Wüttemberg, Þýskalandi Hótelið er lítill rauður kofi sem er staðsettur einum kílómetra frá landi úti á miðju Malaren-vatni. Um er að ræða listaverk eftir hinn sænska Mikael Genberg. Á hótelinu er eitt herbergi sem er staðsett þremur metrum undir vatnsyfirborðinu og hægt er að komast þangað með stiga. Fullt af gluggum er á herberginu svo hægt er að skoða fiskana í vatninu mjög gaumgæfilega þaðan. Uppi á yfirborðinu er bátur fyrir hótelgesti og lítill pallur. Hægt er að sigla á bátnum á eyðieyju sem er í nágrenninu. Utter Inn Malaren-vatn, Svíþjóð PASSA ÞARF AÐ HERBERGIÐ FYLLIST EKKI AF VATNI GREINDARVÍSITALAN ÞÍN HÆKKAR Á BÓKASAFNSHÓTELINU Þetta hótel er tilvalið fyrir þá sem elska bækur og fróðleik. Tíu hæðir hússins hafa hver sitt þema sem er einn flokkur í flokkunarkerfi Dewey fyrir fræðirit. Sem dæmi má nefna listahæðina, trúarbragðahæðina, heimspekihæðina og stærðfræðihæðina. Í hverju herbergi eru svo bækur úr öllum flokkunum svo gestir geti kynnt sér hvað er um að vera á hinum hæðunum. The Library Hotel Manhattan, New York Í desember á hverju ári hefj- ast listamenn handa við að byggja þetta einstaka hótel sem einungis opið í janúar og mars vegna eiginleika sinna. Fjögurhundruð tonn af klaka og tólfþúsund tonn af snjó þarf til að byggja þetta meistaraverk sem þarf að endurhanna á hverju ári. Allt er gert úr ís á hótelinu, meira að segja glösin sem þú drekkur úr. Til að ylja gestunum er boðið upp á heitar sturtur og ferðir í notalegan heitan pott. Hotel de Glase Québec, Kanada ULLARNÆRFÖT ERU NAUÐSYNLEG Á ÍSHÓTELINU Þetta furðulega hótel er hugmynda- smíð listamannsins Lars Stroschen. Hvert herbergi er með sérstakt þema og má til dæmis nefna þemu á borð við fljúgandi rúm, allt á hvolfi, bólstrað, líkkistur og liturinn blár. Það erfiðasta við að bóka her- bergi á hótelinu gæti verið að velja sér hvaða þema er mest spennandi. Propeller Island City Lodge Berlín, Þýskalandi SVALASTA HÓTEL- HERBERGI Í HEIMI? Hér gefst einstakt tækifæri á að gista í gömlu sovésku fangelsi. Á meðan dvölinni stendur eru gestir handjárnaðir, eigur þeirra teknar af þeim og þeir leiddir í klefann sinn þar sem viðar- eða járndýnur bíða þeirra. Eina næringin sem boðið er upp á er vatn og brauð. Hótelið er aðeins opið á sumrin vegna kulda og ferðamenn sem hafa gist þar segjast margir hverjir hafa orðið varir við draugagang. Hljómar spennandi, ekki satt? MASÓKISTAR ERU LÍKLEGA STÓR HLUTI HÓTELGESTA Karostas Cietums Hotel Liepaja, Lettlandi

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.