Monitor - 19.05.2011, Blaðsíða 14

Monitor - 19.05.2011, Blaðsíða 14
14 Monitor FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2011 Hugsar þú um að líta vel út á vellinum? Auðvitað geri ég það, bara eins og allar stelpur. Maður vill alveg líta vel út, sérstaklega þegar leikurinn er sýndur í sjónvarp- inu eins og landsleikir. Þá er splæst í maskara en ekki mikið meira. Ég verð líka alltaf svo rauð og sveitt svo það myndi hvort eð er ekki koma að miklu gagni. Hvernig lítur fimm ára planið út hjá þér? Ég er kannski ekki alveg komin með næstu fimm árin á hreint en ég er nýbúin að gera þriggja ára samning við Malmö og langar til að vera þar út samninginn. Draumurinn væri svo auðvitað að fá kærastann hingað í atvinnumennskuna í Svíþjóð. Planið er ekki komið mikið lengra eins og er. Er búið að vera erfitt að vera aðskilin frá kærastanum í vor? Já, við erum alveg límd saman venjulega svo það er búið að vera pínulítið erfitt. Þetta verður nú samt þess virði á endanum. Ef þú þyrftir að hætta í fótbolta og hefja atvinnu- mennsku í fjölbragðaglímu, hvaða sviðsnafn myndir þú velja þér? Monster Pump. Ef þú vilt verða betri en hinar verðurðu að æfa þig meira en þær.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.