Monitor - 19.05.2011, Blaðsíða 18

Monitor - 19.05.2011, Blaðsíða 18
18 Monitor FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2011 stíllinn Hvað voru þær að hugsa? Nicole Richie: Hin fíngerða Nicole Richie drukknar í þessum risavaxna kjól. Rihanna: Rihanna lítur út eins og jólastafur í fullri stærð í þessum óheppi- lega kjól. Leona Lewis: Er Leona Lewis að senda einhver skilaboð með kyssulegum vörum á brjóst- unum? Leighton Meester: Stjarnan úr Gossip Girl í furðulegum kjól sem minnir um margt á brúna útidyramottu. Jennifer Love- Hewitt: Hin ný- trúlofaða Jennifer Love-Hewitt hæstánægð með trúlofunina í hálf- um brúðarkjól. Eva Mendes: Hin gullfallega Eva Mendes lítur út eins og rjómatertusneið með alltof margar pífur á kjólnum. Ashley Olsen: Tískufríkið Ashley Olsen lítur út eins og róni í öllum þessum lörfum sem hanga á henni. Rosario Dawson: Rosario Dawson gæti auðveldlega fengið sér blund á risastóru púfferminni. Michelle Williams: Hún lítur út eins og misheppnaður hippi með þetta herfilega blómamynstur. Miley Cyrus: Aumingja Miley Cyrus í kjól sem líkir eftir því þegar klósettpappír fest- ist undir skónum manns. TÍSKUSLYS Töpuðu fyrir Suri Cruise Hin fimm ára gamla Suri Cruise er fyrir ofan tískuséní á borð við Sarah Jessica Parker, Cate Blanchett, Lady Gaga og Nicole Richie á lista tímaritsins Glamour yfir best klæddu stjörnur ársins 2011. Listann má finna í nýjasta tölublaði bresku útgáfu tímaritsins og lenti litla Suri Cruise í 21. sæti þrátt fyrir að vera aðeins fimm ára gömul. Lesendur tímaritsins velja hvaða 50 stjörnur kom- ast á listann og Suri hefur greinilega náð að heilla Breta upp úr skónum með tískuvitund sinni sem móðirin Katie Holmes hefur lagt mikið í að ala upp í henni. Best klædda stjarna ársins sam- kvæmt lesendum Glamour er hin eiturnetta Emma Watson sem flestir þekkja sem hina göldróttu Hermione Granger úr Harry Potter-myndunum. Watson hefur fullorðnast mikið og klippti sig stutt eftir að tökum á galdrakvikmyndunum lauk. Hún er nú ein aðaltískufyrirmynd ungra stúlkna enda virkilega töff og alltaf mjög smart. Býr til skart úr kattahárum Tískuóðir kattaeigendur geta nú glaðst því kattabloggarinn Kate Benjamin hefur nú hafið framleiðslu á hárboltaskartgripum sem eru gerðir úr kattahárum. Benjamin hefur hannað ótalmörg kattaleikföng og allskonar muni tengda dýrunum í gegnum tíðina en hóf samstarf við skartgripa- hönnuðinn Heidi Abramson nýlega til að hrinda af stað framleiðslu þessara frumlegu skartgripa. „Ég byrjaði á að greiða köttunum mínum vel og lengi til að fá fullt af hárum frá þeim og rúllaði þeim svo saman í litla hárbolta,“ útskýrir Benjamin á blogginu sínu en lesendur þess geta lært að búa til sína eigin hárboltaskartgripi á síðunni. „Skartið er ekki búið til úr hárboltum sem kettir kasta upp heldur heimatilbúnum boltum úr þurrum kattahárum,“ útskýrði Benjamin enn frekar til að forðast allan misskilning. Skartgripirnir verða að teljast heldur furðulegir ekki síst vegna þess að erfitt er að mæta með þá í veislu eða matarboð þar sem ofnæmi fyrir kattahárum er mjög algengt. Nýjasta hártískubylgjan í Hollywood um þessar mundir er rautt hár og er hver stjarn- an á fætur annarri komin með seiðandi rauða lokka fyrir sumarið. Sumar ganga lengra en aðrar sem láta sér nægja að setja rauða tóna í hárið. Eldheit hártíska Í HOLLYWOOD Söngkonan unga setti tískubylgjuna af stað síðasta sumar með eldrauðum lokkum sínum sem fara fáum vel. Einhvern veginn nær Rihanna þó að rokka þennan lit og henni hefur tekist vel að klæða sig og farða með svo sterkan hárlit. RIHANNA Ungstirnið Miley Cyrus var ekki lengi að pikka upp nýjustu tískuna og fékk sér rauða yfirtóna í hárið. Þær sem vilja vera hógværar í rauða litnum ættu að taka Miley sér til fyrirmyndar. MILEY CYRUS Það fer Drew Barrymore mjög vel að vera ljóshærð, dökkhærð og rauðhærð eins og hún hefur sýnt og sannað í gegnum tíðina. Leikkonan er ekki feimin við að skipta um hárlit og var ekki lengi að lita hár sitt eftir nýjustu tískubylgju Hollywood. DREW BARRYMORE Náttúrulegur litur Amy Adams myndi klæða nánast hvaða skvísu sem er vel og virkar mjög vel fyrir hana. Ljósrautt hár er líka mjög sumarlegt svo þær sem ætla að skella sér á rauða litinn fyrir sumarið ættu jafnvel að velja sér lit í þessum tón. AMY ADAMS Kynbomban ákvað að skipta ekki bara um hárlit nýlega heldur skartar hún einnig nýrri klippingu sem fer henni afskaplega vel. Scarlett valdi frekar dökkan og djúpan rauðan lit sem fer vel við ljóst litarhaft hennar. SCARLETT JOHANSSON Ofurljóskan úr Gossip Girl vakti mikla athygli á galakvöldi í New York fyrir stuttu þar sem hún er búin að lita ljósu lokkana rauða. Í viðtali við tíma- ritið US Weekly sagðist hún hafa litað hárið fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Hick og hyggst skipta aftur yfir í ljósu strípurnar að tökum loknum. BLAKE LIVELY

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.