Monitor - 19.05.2011, Side 20

Monitor - 19.05.2011, Side 20
kvikmyndir Hæð: 168 sentímetrar. Besta hlutverk: Hin léttgeggj- aða María Elena í Vicky Cristina Barcelona, en fyrir það hlutverk hlaut hún óskarinn. Staðreynd: Gerðist grænmetis- æta árið 2000 eftir að hún lék í myndinni All the Pretty Horses. Eitruð tilvitnun: „Það erfiðasta í heimi er að byrja ferilinn og vera aðeins þekkt fyrir útlitið og reyna svo að verða alvarleg leikkona.“ 1974Fæðist 28. aprílí borginni Alco- bendas við Madríd á Spáni. Skírnarnafn hennar er Penélope Cruz Sánchez. 1992Þreytir frumraunsína í kvikmynd- um þegar hún leikur í spænsku myndinni Jamón, jamón. 1998Leikur í sinnifyrstu bandarísku mynd, The Hi-Lo Country. Á þessum tímapunkti hefur hún búið í New York um skeið þar sem hún lærir ballet og ensku milli þess sem hún leikur í evrópskum myndum. 2001Leikur í myndun-um Vanilla Sky og Blow og slær í gegn á heims- vísu. Sama ár byrjar hún með Tom Cruise sem er mótleikari hennar í Vanilla Sky. Sambandið varir í þrjú ár en þau hætta saman árið 2004. 2005Leikur í myndinniSahara og byrjar með mótleikara sínum, Matt- hew McConaughey. Þau hætta saman ári síðar. 2006Gerist talskonafranska snyrti- vörufyrirtækisins L‘Oréal og fær um tvær milljónir dollara á ári í laun fyrir að gegna því hlutverki. 2007Byrjar meðleikaranum Javier Bardem sem leikur á móti henni í Vicky Cristina Barce- lona. Þau giftast árið 2010 í lítilli athöfn á Bahama- eyjum og eignast sitt fyrsta barn í janúar 2011. 2008Hlýtur óskars-verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir frammistöðu sína í Vicky Cristina Barcelona. Hún hefur einnig verið tilnefnd til þessara verðlauna fyrir myndirnar Volver (2005) og Nine (2009). Penélope Cruz FERILLINN 20 Monitor FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2011 Frumsýningar helgarinnar Þegar Johnny Depp trúlofaðist leikkonunni Winonu Ryder fyrir mörgum árum fékk hann sér húðflúrið „Winona Forever“. Þegar þau hættu saman lét hann breyta því í „Wino Forever“. Popp- korn Leikarinn Johnny Depp glímir við undarlegt vandamál þessa dagana. Unnusta hans, Vanessa Paradis, hefur skipað honum að losa sig við hattana sína þar sem þeir taka of mikið pláss í íbúðinni þeirra í París. Depp er þekktur fyrir að vera mikill áhugamaður um hatta og hefur meira að segja verið útnefndur „hattamaður ársins“ í fjölmiðlum. Depp er sagður kaupa nokkra hatta í hverri viku og kunningi parsins segir að Paradis hafi fengið nóg þegar hann kom heim með hatt sem hann keypti af útigangsmanni. Framleiðendur myndar- innar Cry Macho fullyrða að vandræðin í einkalífi Arnolds Schwarzenegger muni ekki hafa nokkur áhrif á myndina. Cry Macho verður endurkoma Schwarzenegg- er í aðalhlut- verk á hvíta tjaldinu, en fyrr í mánuðinum var greint frá því að hann væri að skilja við eiginkonu sína, Maríu Shriver. Þá kom í ljós að ríkisstjórinn eignaðist barn með fyrrum aðstoðarkonu sinni fyrir meira en áratug. „Þetta verður ekki glóðarauga fyrir mann með svona svakalegan feril að baki,“ sagði framleið- andinn Albert Ruddy. Leonardo DiCaprio virðist ekki ætla að vera lengi að jafna sig á skilnaðinum við ísraelsku ofurfyrirsætuna Bar Refaeli. Hjartaknúsar- inn var myndaður með leikkonuna Blake Lively úr Gossip Girl upp á arminn á snekkju á Cannes-kvikmynda- hátíðinni sem er nú í gangi. DiCaprio er 37 ára en Lively 23 ára og nú veltir slúðurpressan því fyrir sér hvort hér sé að myndast nýtt stjörnupar. Aðeins eru liðnir nokkrir dagar síðan DiCaprio og Refaeli hættu saman, en þau voru búin að vera saman í um sex ár. Stórleikkonan Angelina Jolie talar afar vel um bresku söngkonuna Cheryl Cole og segir hana hafa alla burði til að slá í gegn í Holly- wood. Cole hóf nýverið störf sem dómari í bandarísku útgáfunni af raunveruleika- þættinum X Factor og segir Jolie hana vera „afar fallega“ og að hún sé búin að „hrista vel upp í hlutunum“ vestanhafs. Óskarsverðlaunaframleiðand- inn Harvey Weinstein sagðist sömuleiðis hafa mikinn áhuga á að fá Cole í mynd hjá sér. Nú er bara að sjá hvort Cheryl Cole er næsta stórstjarna Hollywood. Leikstjóri: Rob Marshall. Aðalhlutverk: Johnny Depp, Penelope Cruz, Geoffrey Rush og Ian McShane. Lengd: 141 mínúta. Aldurstakmark: 10 ára. Kvikmyndahús: Sambíóin og Smárabíó. Jack Sparrow (Depp) hittir Angelicu (Cruz), konu sem hann deilir dularfullri fortíð með. Hann veit ekki hvort það ríki ást á milli þeirra eða hvort hún sé miskunnarlaus blekkingameistari sem sé að nota hann til að finna lind æskunnar. Angelica neyðir Jack um borð í skip hins ægilega Svartskeggs sjóræningja (McShane). Jack lendir í óvæntum ævintýrum og er ekki viss um hvort hann óttast meira, Svartskegg eða Angelicu. JACK OG ANGELICA ÞURFA EKKI AÐ FJÁRFESTA Í NÝJUM KLÆÐNAÐI FYRIR ÖSKUDAG Pirates of the Caribbean: On Stranger Tides VILTU VINNA MIÐA? Monitor er í sjóræningjaskapi í þessari viku og ætlar að gefa nokkrum heppnum lesendum miða á Pirates of the Caribbean: On Stranger Tides. Þá ætlar Monitor einnig að gefa boli og fleira skemmtilegt sem tengist myndinni. Það eina sem þú þarft að gera er að fara inn á Facebook-síðu Monitor og velja „like“ á Pirates-statusinn. facebook.com/monitorbladid

x

Monitor

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.