Monitor - 19.05.2011, Blaðsíða 21

Monitor - 19.05.2011, Blaðsíða 21
21FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2011 Monitor Ég ætla ekki að fara mikið út í söguþráðinn á Drive Angry. Það er mjög langt síðan ég sá aðra eins vitl- eysu. Handritshöfundar myndarinnar hafa örugglega skemmt sér vel við að skrifa þetta því ég stórefa að þeim hafi verið alvara. Þráðurinn í gegnum myndina er fyrst og fremst hefnd. Inn í það blandast svo þetta klassíska, ung stúlka sem á engan að, heimskar löggur og hasaratriði sem meika ekkert sens. Til að toppa þetta allt saman er mikið um svokallað bílarúnk. Það er vinsælt þessa dagana í Hollywood. Ég veit ekkert um bíla og því gerir það ekkert fyrir mig að sjá nýbónaðan ´65 Mustang. Eina sem ég veit er að það er töff þegar það stendur eitthvað upp úr húddinu. Þá veit ég að þetta er hraðskreiður foli. Fyrst og fremst grínmynd Til þess að geta þolað Drive Angry þarf maður að fara með því hugarfari að maður sé að fara að horfa á grínmynd. Ef þú gerir það þá áttu eftir að hafa gaman. Ef þú gerir það ekki þá er best að sitja heima. Nicolas Cage er aðalmaðurinn í þessari mynd. Hann er enginn stórleikari en hann hefur eitthvað sem áhorfandinn kann að meta. Hann er flottur í þessari mynd. Hann talar lágt og svona hvæsir á fólk sem maður í hans stöðu verður að gera. Ég skemmti mér allavega virkilega vel yfir þessu öllu. Í myndinni eru atriði sem fengu mig til þess að vilja einfaldlega standa upp og klappa. Þau voru bara of góð. Ég mæli hiklaust með henni fyrir þá sem vilja mikinn hasar og ekki miklar pælingar. Í lokin náði myndin svo nýjum hæðum í nettleika og maður spyr sig, er hægt að enda mynd á svalari hátt? Tómas Leifsson K V I K M Y N D Leikstjóri: Patrick Lussier. Aðalhlutverk: Nicolas Cage, Amber Heard og William Fichtner Lengd: 104 mínútur. Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára. Kvikmyndahús: Sambíóin Álfabakka og Egilshöll. Drive Angry Keyrði glaður heim Vinsæl einmana eyja Gríntríóið The Lonely Island nýtur mikilla vinsælda í Bandaríkjunum um þessar mundir. Í síðustu viku gaf The Lonely Island út plötuna Turtleneck & Chain og stökk platan beint í þriðja sæti bandaríska Bill- board-listans yfir mest seldu plötur landsins. The Lonely Island er skipað leikaranum Andy Samberg úr grínþáttunum Saturday Night Live og félögum hans Akiva Schaffer og Jorma Taccone. Turtleneck & Chain inniheldur grínlög frá þeim tríóinu en mörg þeirra hafa birst í Saturday Night Live þáttunum og notið vinsælda. Aðdáendur Steindans okkar ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum með The Lonely Island, en hópurinn hefur verið Steinda mikil fyrirmynd í þeim lögum sem hann hefur gert í þáttum sínum. Á meðal gestasöngvara á Turtlen- eck & Chain eru Snoop Dogg, Akon, Rihanna, Justin Timberlake, Nicki Minaj, Michael Bolton, John Waters og Beck. Íslendingar ætti síðan að kannast vel við lagið I Just Had Sex þar sem Akon syngur viðlagið, en það hefur notið mikilla vinsælda upp á síðkastið bæði hér á Íslandi og erlendis. Djass, dóp, spilling og dráp Gerð: Hasarleikur Form: PS3 og Xbox 360 Aldurstakmark: 18+ Framleiðandi: Rockstar Games Dómar: Gamespot: 9,0 / IGN: 8,5 / Eurogamer: 8,0 L.A. NOIRE TÖ LV U L E I K U R Þegar Rockstar-fyrirtækið gefur út leiki þá er yfirleitt ástæða til að reima fast á sig strigaskóna og hlaupa eins og vindurinn í átt að eintaki. Það er einmitt málið með nýjasta leik fyrirtækisins, L.A. Noire. Leikurinn gerist í Los Angeles á fimmta áratugnum, en á þessum árum var borg englanna uppfull af spillingu, eiturlyfjum, flottri tónlist og spennandi persónum. Klifið upp metorðastigann í löggunni Í L.A. Noire fara leikmenn í hlutverk lögreglu- mannsins Cole Phelps, en hann er nýkominn heim úr stríðinu og er tekinn inn í lögregluna. Í upphafi leiksins er Phelps settur í götulögguna, en þegar líður á leikinn klifrar okkar maður upp metorðastig- ann og þarf að takasta á við flóknari glæpi á borð við morð, íkveikjur, dópsmygl og spillingu. Spilun leiksins svipar mikið til Grand Theft Auto leikjanna, en leikmenn geta gengið um götur Los Angeles borgar, keyrt um á allskyns farartækjum, rifið upp byssu í mögnuðum hasaratriðum og látið hnefana tala í slagsmálum. Auk þessarra þátta þurfa leikmenn að yfirheyra grunaða, finna vísbendingar á vettvangi og rannsaka hvert mál í þaula. Öll sakamál leiksins eru byggð á raunverulegum málum sem gerir þau enn meira spennandi, en það tekur á bilinu 15-20 klukkustundir að klára söguþráð leiksins og við það má bæta 5-10 klukkutímum ef leikmenn taka öll aukaverkefni leiksins að sér. Lesið í andlit persóna Grafík leiksins er mjög góð og frábært að sjá hvernig framleiðendur hans hafa náð að endur- skapa Los Angeles borg, en hún er í raun stjarna leiksins og setur stemminguna. Leikurinn skartar nýrri skönnunartækni þar sem andlit leikara voru skönnuð inn og nýtist það mjög vel í yfirheyrslu- atriðunum, en þar þurfa leikmenn að lesa í andlit persónanna og hegðun þeirra og ákvarða útfrá því hvort viðkomandi sé að ljúga eða ekki. Tónlist leiksins er góð og kemur manni í gírinn, en við erum að tala um slatta af klassískum djasslögum í bland við lög sem samin voru sérstaklega fyrir leikinn. Talsetn- ingin er vel unnin og í þeim gæðum sem við er að búast frá Rockstar-fyrirtækinu. Það er klárt að Rockstar fyrirtækið getur gert meira en að pumpa út Grand Theft Auto-leikjum. Það hafa þeir sannað með Red Dead Red- emption og nú með L.A. Noire, þar sem allt er uppfullt af djassi, dópi, spillingu og slatta af drápum. Ólafur Þór Jóelsson JORMA TACCONE, AKON OG ANDY SAMBERG Nánari upplýsingar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 F í t o n / S Í A Tónleikar Take That í Parken Flug og miði á tónleikana aðeins: 69.900 kr.Innifalið: Flug með sköttumog öðrum greiðslum og miði áTake That í Parken 16. júlí nk. 15.–17. júlí Pet Sho p Boys hita upp ! Í Proactiv® Solution, þriggja þrepa bólu- og húðhreinsikerfinu, eru efni sem hreinsa húð þína og eyða bólum. Með daglegri notkum koma efnin í veg fyrir að nýjar bólur nái að myndast og halda húð þinni hreinni og frískri. Vegna þess hve örugg við erum um að Proactiv® Solution sé rétta bólu- og húð- hreinsikerfið fyrir þig bjóðum við þér að prófa það án áhættu og með skilarétti í allt að 60 daga. Þannig sannfærist þú um virkni Proactiv® Solution. Við bjóðum þér að prófa Proactiv® Solution og erum fullviss um að þú náir sama árangri og milljónir ánægðir notendur um allan heim. Ef þú nærð ekki árangri, þá færðu endurgreitt. Við lofum því. Kynntu þér Proactiv® Solution nánar á heilsubudin.is án áhættu! Eftirtalin sjálfstæð Apótek selja einnig Proactiv Solution: REykjaVíkuRaPótEk, Seljavegi 2 // LyfjaboRg aPótEk, Borgartúni 28 //gaRðSaPótEk, Sogavegi 108 uRðaRaPótEk, Grafarholti // RIMa aPótEk, Grafarvogi // ÁRbæjaRaPótEk, Hraunbæ 115 LyfjaVER - Suðurlandsbraut 22 // aPótEk HafnaRfjaRðaR, Tjarnarvöllum 11

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.