Monitor - 26.05.2011, Blaðsíða 3

Monitor - 26.05.2011, Blaðsíða 3
Eldgosið í Grímsvötnum er ekki velséð. Askan sem flæðir yfir allt á Suðurlandi er enn verr séð. Hug- ur Monitor er að sjálfsögðu hjá fólkinu sem býr á svæðinu og þarf að glíma við þessar ömurlegu aðstæður. Aska er bannorðnæstu vikur. Mon- itor ætlar ekki að koma nálægt neinu sem tengist ösku. Monitorætlar ekki að halda öskudag hátíðleg- an á næsta ári. Norður-írska hljómsveitin Ash erkomin í straff. Engin lög með henni verða spiluð á næstunni. Þótt David Bowie og Faith No More eigifrábær lög sem bera titilinn Ashes to Ashes verða þau ekki spiluð að minnsta kosti út þetta ár. Allar myndir sem AshtonKutcher og Ashley Judd hafa leikið í verða sniðgengnar. Verk Ashley Olsen verða sömuleiðis áfram í frystinum, þar sem þau hafa reyndar verið mest- alla tíð. ÍEnglandieru 10 bæir sem heita Ash. Þeir geta étið ösku. Ef Ash Ketchum úr Pokemonlætur sjá sig verður hann laminn. Í EYRUN Eftir að tilkynnt var að dúndur- sveitin Quar- ashi ætlaði sér að eiga „kombakk“ inn í íslensku tónlistarsenuna í sumar fór spennuskjálfti um alla landsmenn. Því er tilvalið að rifja upp gömul kynni við hljómsveitina og skella þeim á fóninn. Í MUNNINN Súkkulaðið Þristur er lúmskasta súkkulaðið á markaðnum. Ekki nóg með að það sé sígilt sem sætindi á öllum heimil- um landsins þá virðist það alltaf eiga við, hvort sem það er með eftir- miðdegiskaffibollanum í vinnunni, beint í bragðarefinn úti í ísbúð eða á kósíkvöldi fjölskyldunnar. Í KVÖLDBÆN Nú er mikilvægt að lands- menn taki hönd- um saman og ákalli veðurguði og önnur máttar- völd náttúrunnar í von um að þessu eldgosi linni strax í gær og sumarið hefjist af alvöru. Snjóskaflar á Akureyri og Egilsstöðum í lok maí – hvað er það eiginlega? Monitor mælir með 3 fyrst&fremst Ritstjóri: Björn Bragi Arnarsson (bjornbragi@monitor.is) Umbrot og hönnun: Hilmar Gunnarsson (hilmar@monitor.is) George Kristófer Young (george@mbl.is) Blaðamenn: Einar Lövdahl Gunnlaugsson (einar@monitor.is) Ólafur Kjaran Árnason (olafur@monitor.is) Sigyn Jónsdóttir (sigyn@monitor.is) Auglýsingar: Jón Ragnar Jónsson (jonragnar@monitor.is) Forsíða: Sigurgeir Sigurðsson Grafík: Elín Esther Myndvinnsla: Hallmar F. Þorvaldsson Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent Sími: 569-1136 Netfang: monitor@monitor.is FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2011 Monitor Feitast í blaðinu Davíð Berndsen flytur til Portúgal í haust og stefnir á að keppa í Eurovision. Stíllinn kíkir í fataskápinn hjá nýbökuðu útvarpspí- unni Margréti Björnsdóttur. Alma Geirdal gefur út ljósmyndabók sem segir frá bar- áttu hennar við búlimíu. 7 Ásgeir Orri Ásgeirs- son í Lokaprófinu. Hann fór síðast að gráta um síðustu helgi. 14 Edda Björg Eyj- ólfsdóttir í viðtali. Hún er næstum því ramm- göldrótt. 8 5 Þetta er ekki Sigrún Eva Ármannsdóttir sem keppti í Eurovision fyrir Íslands hönd árið 1994 með lagið Nei eða já. Skagadrottningin Sigrún Eva Ármanns- dóttir kom, sá og sigraði í Ungfrú Ísland síðastliðið laugardagskvöld. Atli Bollason Samt í alvörunni, af hverju heitir eggjarauða þessu nafni? Hún er sko gul. 19. maí kl. 16:45 Kristmundur Axel er með missed call frá Völu Grand. 23. maí kl. 11:57 Efst í huga Monitor Öskudagur alla daga Elin Hirst New volcanic eruption in Iceland, only a year after Eyjafjallajokull 21. maí kl. 20:19 4 „Þetta er einhvern veginn svo óraunverulegt, maður er svona bara ennþá að átta sig á þessu,“ segir Sigrún Eva Ármannsdóttir sem var krýnd Ungfrú Ísland síðastliðið laugardagskvöld. „Um tíma var ég miklu feimnari og lokaðri heldur en ég er núna og langaði bara fyrst ekkert að taka þátt í þessum keppnum. Svo voru vinkonur mínar að fara í þetta og frænka mín sem tekur þátt í að halda Ungfrú Vesturland hvatti mig til að taka þátt. Síðan hefur þetta bara gert mér gott. Ég er komin með miklu meira sjálfstraust og miklu opnari svo ég er mjög glöð með að hafa tekið þátt.“ „Það fylgir þessu náttúrlega frekar mikil athygli – en er það ekki bara gaman? Þetta er góð athygli, ekkert eitthvað svona slæmt allavega,“ segir hún og bætir við að vissulega fylgi sigrinum aukið álag á Facebook. Sigrún er 18 ára, nemandi á náttúrufræðibraut FVA og býr á Akranesi. „Það er bara mjög fínt í FVA en ég hef eiginlega ekkert planað framtíðina eftir hann,“ segir hún þótt sumarið og haustið sé að taka á sig mynd. „Ég er að fara að vinna hjá Orkuveitunni, svo býst ég við einhverjum æfingum fyrir Ungfrú heim sem fer fram í London í nóvember. Ég get sennilega ekki farið í skólann í haust út af Ungfrú heimi en ég ætla samt að reyna að taka einhverja áfanga. Það er náttúrlega ótrúlega gaman að taka þátt í keppninni og því en auðvitað verður leiðinlegt að dragast aftur úr,“ og bætti við að fjölskyldan styddi þó við bakið á henni alla leið. Þá er bara að bíða og sjá hvort Sigrún fari ekki bara alla leið í nóvember á þessu ári í keppninni um fegurstu konu heims. Vikan á... Arnar Grant Eina leiðin til að koma sér í gott form án þess að æfa er að hafa samband við blikksmið og láta hann smíða risavaxið kökuform. Þegar fólk á svo leið framhjá þá er bara stökkva um borð og hrópa: Já, maður er bara í fínu formi! 18. maí kl. 21:53 SIGRÚN EVA FÍLAR EKKI KÁNTRÍ SIGRÚN EVA Fæðingardagur: 10. maí 1993. Uppáhaldsfatabúð: Topshop og H&M. Uppáhaldsstaður í heim- inum: Orlando, Flórída. Uppáhaldsmatur: Allt sem mamma mín gerir. Uppáhaldsbíómynd: Avatar, enn sem komið er. Uppáhaldsfótboltamaður: Fernando Torres. Uppáhaldstónlistarmað- ur/-hljómsveit: Ég fíla flest fyrir utan kántrí- tónlist. Ef ég fengi eina ósk: Myndi ég örugglega vilja að ég gæti flogið. Fljúgandi fegurðar- drottning Mynd/Árni Sæberg Halldór Eldjárn Ætli þetta öskufall sé diffranlegt? 22. maí kl. 16:29

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.