Monitor - 26.05.2011, Blaðsíða 4

Monitor - 26.05.2011, Blaðsíða 4
4 Monitor FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2011 Komdu í klúbbinn sem lætur ekki bjóða sér hvað sem er Verð frá 489.000 kr. Viltu komast í útvalinn hóp fólks sem velur ekta hönnun og varast eftirlíkingar? Þá er ektaVespa frá Piaggio eitthvað fyrir þig. Komdu og skoðaðu glæsilegt úrval í sýningarsal Heklu eða á vespur.is og vertu með íMC Vespa hópnum á Facebook. F í t o n / S Í A M yn d/ Er ni r Nú er tónlistin þín í anda 80‘s tónlistar. Hvaðan er áhugi þinn á slíkri tónlist upprunalega kominn? „Hann er eiginlega bara kenndur við pabba af því að hann hlustaði svo mikið á þetta í gamla daga. Þegar ég byrjaði að gera músík fannst mér síðan ekkert hljóma rétt nema þannig tónar.“ Sækirðu áhrif í gömul Gameboy- og Nintendolög? „Það er aðallega Sveinbjörn Hermigervill, sem á nú helminginn í plötunni minni, sem er að pæla í svoleiðis. Annars ólst maður nú upp við þá tónlist, svo hún er örugglega einhvers staðar þarna.“ Nú skartarðu gjarnan flottum átfittum þegar þú kemur fram. Legg- urðu mikið upp úr því að klæðnað- urinn sé í einhverjum sérstökum stíl og hvaðan koma gallarnir? „Þeir koma út um allt, oftast úr fataskáp- um hjá einhverjum mömmum. Ég komst í fataskáp hjá mömmu Magga félaga míns um daginn og hún lánaði mér fullt af einhverjum gömlum jökkum. Svo bara ef ég finn eitthvað í geymslu hjá ömmu. Ég fann einhvern gamlan jakka þar um daginn sem ég er alltaf í núna. Þetta er allt eitthvað gamalt og endurnýtt.“ Hvaða járn er Berndsen með í eldinum núna? „Það er plata með Þórunni Antoníu sem ég er bara að pródúsera. Svo er maður að plana smá Evrópumál – við erum að fara að spila úti í Þýskalandi í haust. Síðan er ég að vinna í svakalegu sumarlagi sem kemur út í næsta mánuði. Það verður á íslensku og það verður örugglega þjóðþekktur Íslendingur í því en það er reyndar smá leyndarmál.“ Nú fréttist utan úr bæ að þú værir á leið til Portúgal. „Þetta eru staðfestar fréttir, maður ætlar bara að reyna að meika það þar. Ég er með plön um að reyna að taka þátt í Eurovision 2012 fyrir Portúgal. Ég held að ég yrði samt bara svona á hljómborðinu en reyni svo að finna einhverja sæta stelpu og gera eitthvað lag með henni fyrir keppnina. Þetta er svona á grunnstigi, ég hef náttúrlega svolítinn tíma í þetta.“ Hvað dregur þig þangað annað en Eurovision-draumurinn? „Kærastan mín er reyndar að fara að læra þarna svo ég ætla með henni. Annars er bara gott að vera á meginlandinu upp á að spila úti, ódýrara að fljúga og svona.“ Ertu með einhver langtímamarkmið í bransanum? „Góð spurning, ég veit það ekki maður. Jújú, við erum að vinna aðra plötu og halda áfram að vinna í þessu. Ætli þetta endi svo ekki á því að maður taki upp kassagítarinn og spili þessi lög í þannig útgáfu? Svo fer maður í djassinn og svona. Þetta á örugglega eitthvað eftir að breytast en maður er ekkert að fara að hætta þessu.“ Stefnir á Eurovision Berndsen horfir fram á bjarta tíma. Hann flytur til Portúgal og stefnir á þátttöku í Eurovision 2012. fyrir hönd Portúgal 2012 BERNDSEN KEMUR FRAM Á SVÍNARÍ Á FAKTORÝ ÞANN 3. JÚNÍ

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.