Monitor - 26.05.2011, Blaðsíða 5

Monitor - 26.05.2011, Blaðsíða 5
5FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2011 Monitor fyrstu hæð Sími 511 2020 FLOTTIR ÍTALSKIR DÖMUSKÓR, TÖSKUR, JAKKAR - MARGIR LITIR - MIKIÐ ÚRVAL MESTA ÚRVAL LANDSINS AF ÍTÖLSKUM SPORTSKÓM - MIKIÐ ÚRVAL AF SANDÖLUM Erum á NÝ SENDING MARGAR TEGUNDIR AF SKÓSKRAUTI 11.790,- 15.390,- 11.990,- 7.990,- 11.790,- 15.990,- 11.790,- 12.990,- 11.990,- 10.990,- 12.990,- 12.990,- 11.490,- „Þetta er gömul hugmynd hjá mér að setja sjúkdóminn í listrænt form,“ segir Alma Geirdal, ljósmyndari, sem gefur senn út sína fyrstu ljósmyndabók. Bókin heitir 24 tímar í búlimíu og í henni eru að finna ljósmyndir af Ölmu sem sjálf hefur barist við lotugræðgi og lystarstol í 9 ár. „Ég er nemi í ljósmyndaskólanum og skilaði verkinu sem verkefni þar. Þetta vakti þá mikla athygli og það voru margir sammála um að það þyrfti að sýna þetta. Þá einhvern veginn fór ég í gang með þetta og lét ekkert stoppa mig og hingað er ég komin.“ Alma stóð áður fyrir samtökunum Forma sem unnu að því að opna umræðuna í þjóðfélaginu um málefni þeirra sem glíma við átröskun. „Ég hef lengi barist fyrir málefnum átröskunarsjúkdóma. Ég var með samtök á sínum tíma og mér finnst alltaf þörf á þessari baráttu á Íslandi. Það var pælingin, svona fyrst og fremst. Að leyfa fólki að skyggnast inn í þennan heim í gegnum listina. Mér finnst það góð leið, það er gott að blanda þessu saman,“ segir Alma og bætir við að útgáfa bókarinnar sé langþráður draumur að verða að veruleika. Hér má sjá myndir úr bókinni sem kemur út sunnudaginn næst- komandi 29. maí. Arna Geirdal tekur búlimíu sem hún sjálf glímir við fyr- ir með ljósmyndun að vopni í nýrri ljósmyndabók. Varpar ljósi á búlimíu ALMA GEIRDAL AFHJÚPAR SJÚKDÓM SINN Í GEGNUM LISTINA Í BÓKINNI ER LJÓSI VARPAÐ Á ÁTRÖSKUNAR- SJÚKDÓMA MEÐ ÁHRIFAMIKLUM MYNDUM M yn d/ Kr is tin n

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.