Monitor - 26.05.2011, Side 8

Monitor - 26.05.2011, Side 8
8 Monitor FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2011 Edda Björg Eyjólfsdóttir er þekkt grínleikkona sem á að baki ótalmörg leikrit, nokkrar kvikmyndir og eftirminnilega sketsa í grínþáttum á borð við Svínasúpuna og Stelpurnar. Í vetur skipti hún um gír yfir í dramatískt hlutverk er hún setti á fót sýninguna Fjalla-Eyvindur ásamt Mörtu Nordal og hefur sýning- in fengið frábæra dóma og mikið lof gagnrýnenda. „Leikhús hefur ekki snert mig svona í langan tíma, ég hélt það væri dautt,“ sagði einn áhorfandinn við Eddu sem er virkilega ánægð með viðtökurnar. „Ég hef aldrei lent í öðru eins,“ segir hin brosmilda Edda sem virðist alltaf vera jákvæð og við það að springa af útgeislun. Ferð þú aldrei í fýlu? Jú, oft. Ég er meira að segja í fýlu núna. (Hlær) Ég er samt ekki mjög langrækin en þegar ég fer í fýlu er ég bara fúl. Á lífsgleðin einhvern þátt í unglegu útliti þínu? Ætli það ekki bara. Ég veit það ekki. Nei, ég held það séu genin. Ég er búin að vera að segja í mörg ár að þetta myndi borga sig einn daginn. Í öll skiptin sem ég var beðin um skilríki af dyravörðum landsins og bannað að fara inn á skemmtistaðina hugsaði ég að þetta myndi borga sig einn daginn. Núna er það einmitt að gerast og ég yrði mjög ánægð að vera beðin um skilríki í dag. Lumar þú á einhverjum góðum fegurðarleynd- armálum? Bara að finna hinn dásamlega gullna meðalveg. Reyna að fara ekki að sofa alltof seint, borða hollan mat, borða líka óhollt og vera ánægð með sig. Ég held að það sé aðalatriðið að hætta að vera alltaf að horfa á einhvern maga eða rass. Það er betra að reyna bara að horfa á sig í heild, hugsa: „Ég er æðisleg“ og meina það. Mér finnst það nú ekki alltaf auðvelt en þetta er allt í hausnum á manni. Hvað gerir þú til að halda þér í formi? Ég reyni að hreyfa mig reglulega, lágmark tvisvar í viku, og svo reyni ég að skamma mig ekki of mikið ef það gengur ekki eftir. Ég er einmitt alltaf á leiðinni að byrja í jóga því mér finnst það frábært og ég fer stundum í Laugar og tek æfingar þar. Svo á ég rosalega góðan hring niður við sjó sem ég hleyp oft. Það er algjör snilld og hreinsar hugann vel. Um daginn var ég til dæmis á leið norður og allt í óreiðu í hausnum á mér svo ég fór bara út að hlaupa og þá raðaðist allt upp. Þú ert sögð hafa mikinn áhuga á fallegum hlutum og þá sérstaklega fallegum fötum. Ert þú ein af þeim sem á allt of mikið af fötum? Alltof mikið. Ég veit ekki hvar þetta endar. Mér finnst þetta bara svo skemmtilegt og það er ekkert dásamlegra en falleg föt, fallegir hlutir, fallegur húsbúnaður, falleg hönnun og falleg myndlist. Hvað finnst þér skemmtilegast að kaupa? Kjóla og skó. Reyndar er smekkurinn að breytast aðeins með aldrinum og allt í einu finnst mér alveg rosalega skemmtilegt að kaupa mér góðan ullarjakka eða fínar buxur. Smekkurinn verður líka dýrari með aldrinum og því verður þetta erfiðara og erfiðara með árunum. Launin hækka nefnilega ekki. Heimildarmenn Monitor segja þig eiga til að vera hvatvísa. Hefur það einhvern tímann komið þér í vandræði? Örugglega. Stundum verð ég alveg rosalega hvatvís og get ekki beðið eftir einhverju sem mér finnst að hefði þurft að gerast helst í gær. Jólin 2007 las ég til dæmis bókina Bíbí Ólafsdóttir eftir Vigdísi Gríms sem ég hafði fengið í jólagjöf og mér fannst hún svo æðisleg að ég hafði samband við Bíbí sjálfa og við erum góðar vinkonur í dag, hún er alveg dásamleg. Hvernig kom til að þú ólst upp hjá afa þínum og ömmu? Mamma var mjög ung þegar hún átti mig og bjó enn heima hjá foreldrum sínum svo ég var þar með henni fyrstu árin. Seinna fór hún að vinna sem flugfreyja og það var ákveðið að ég myndi halda áfram að búa hjá ömmu og afa. Mér fannst það þægilegt því þá gat ég verið áfram í sama skóla og svo var auðvitað alveg yndislegt að alast upp hjá ömmu og afa þó svo að það hafi komið tímabil á unglingsárunum þar sem ég var ekki alveg að meika það. Ég var ekki beinlínis að bjóða heim í partí en þau eru algjörir snillingar og ég myndi alls ekki vilja hafa hlutina öðruvísi í dag. Bjóst þú lengi heima? Já, ég er svo mikill öryggisfíkill. Ég svaf lengi vel inni hjá ömmu og afa, fékk svo mitt eigið herbergi og bjó í kjallaranum hjá þeim þegar ég var í Leiklistarskólanum. Það var svo gott að vera hjá ömmu og afa. Svo þegar ég var búin að vinna og vinna og vinna hjálpaði afi mér að kaupa íbúð í Þingholtunum, ég kynntist eiginmanninum mínum Stefáni Má Magnússyni, við fluttum inn saman, gerð- um íbúðina upp og lifðum hamingjusöm til æviloka. Æfðir þú íþróttir sem krakki? Nei, ég var ekki mikið í íþróttum og var ekki góð í leikfimi að hoppa yfir hestinn og allt það. Ég fór frekar undir hann og var skíthrædd við allt svona. Þegar ég var fimm ára gömul var ég sett á dansnámskeið en það gekk ekki vel því ég var svo feimin og þorði aldrei að gera neitt. Svo frétti ég að Heiðar Ástvaldsson, danskennarinn minn, væri með gerviauga og varð alveg óstjórnlega smeyk við hann. Ég man eftir mér í pífupilsi, vælandi um að vilja bara fara heim á miðri dansæfingu. Ég hafði heyrt margar hryllingssögur úr Gerplu og vildi ekki fara í fimleika en ég æfði djassballett hjá Báru í mörg ár og hafði mjög gaman af. Langaði þig einhvern tímann að verða atvinnu- dansari? Nei, ekki beinlínis. Ég fór einu sinni í ball- ett hjá Sigríði Ármann og hún lét okkur allar setjast á gólfið í fyrsta tímanum. Eftir að hafa strekkt ristarnar okkar valdi hún eina eða tvær stelpur sem voru með nógu góðar ristar svo ég hugsaði með mér að það væri útséð með ballerínudrauminn fyrst ég væri ekki með nógu háar ristar. Dansinn hefur reynst mér rosalega vel í því sem ég er að gera í dag því þetta er alveg frábær grunnur. Ég get dansað og maður býr að því að kunna skiptisporin og nokkra snúninga. Hvernig týpa varst þú í menntaskóla? Ég var á fullu í félagslífi og öllu sem því tengdist. Einhverra hluta vegna var ég alveg harðákveðin að fara í Menntaskól- ann við Hamrahlíð, það er stundum eins og hlutirnir séu skrifaðir í stjörnurnar fyrir okkur. Það var alltaf einhver stemning í kringum þennan skóla sem ég hreifst af þó ég þekkti engan í skólanum og engan sem ætlaði í hann. Ég komst ekki inn í fyrstu tilraun og fór þá á myndlistarbraut í FB en komst svo inn um áramótin í MH og dembdi mér beint út í félagslífið. Ég byrjaði strax í einhverri nefnd innan nemendafélags- ins og fór í Hamrahlíðarkórinn sem er besta og mesta snilld sem ég hef á ævinni vitað. Mér þykir rosalega vænt um þá reynslu og allt sem ég lærði í kórnum. Kviknaði áhugi þinn á leiklist í MH? Algjörlega. Þá tók ég þátt í uppsetningu nemendafélagsins á Rocky Horror ásamt til dæmis Páli Óskari og Jóni Atla. Við vinkonurnar skráðum okkur saman á leiklistarnám- skeið og þá fór allt af stað. Sýningin sló algjörlega í gegn og þarna vissi ég að mig langaði til að verða leikkona. Ég fann mig virkilega vel í þessu og grunaði að þetta væri eitthvað sem ég gæti gert vel. Hvað tók við hjá þér eftir útskrift? Ég hafði farið eitt sumar á menntaskólaárunum sem au pair til Frakklands og var boðið að koma þangað aftur seinna ef ég vildi. Ég útskrifaðist um jól og fór beint út til Frakklands í ævintýraferð þar sem ég vann og var í frönskuskóla alveg fram á haust. Þegar ég kom heim fór ég að vinna á leikskóla og hóf markvissan undirbúning fyrir inntökuprófin í Leiklistarskólanum. Eftir á að hyggja var ég rosalega ákveðin í að komast þarna inn því ég nýtti tímann sem ég hafði mjög vel í að stúdera leikstíla og alls konar mónólóga. Ég tók þetta mjög alvarlega og var frekar fagmannleg í þessum inntökuprófum þó ég segi sjálf frá. Kom ekkert annað til greina en leiklist? Áður en leiklistin kom til hafði myndlistin átt hug minn því ég hafði alltaf haft mjög gaman af að teikna og mála. Þegar ég fór á myndlistarbrautina í FB var planið að halda áfram í því og fara í Listaháskólann í eitthvað nám. Pabbi er arkitekt svo það nám heillaði mig alltaf en ég hefði líka alveg ver- ið til í að verða listmálari eða einhvers kon- ar hönnuður. Sá draumur blundar reyndar enn í mér, sérstaklega eftir að ég byrjaði að innrétta mitt eigið heimili. Hugur minn hefur alltaf stefnt í einhverjar listgreinar og til dæmis eftir að kreppan kom hugsaði ég með mér að það væri kannski gáfulegra að velja sér einhverja aðra starfsgrein en leiklistina. Þá var allt sem mér datt í hug hvort eð er í jafn miklum skít og leiklistin svo ég held bara áfram að gera það sem ég geri vel. Ég kynntist eigin- manninum mínum Stefáni Má Magnússyni, við fluttum inn saman, gerðum íbúðina upp og lifðum ham- ingjusöm til æviloka. Texti: Sigyn Jónsdóttir sigyn@monitor.is Myndir: Sigurgeir Sigurðsson sigurgeir@mbl.is „Ég les svolítið í tarotspil en er ekki farin að taka fólk heim ennþá,“ segir Edda Björg, leikkona, um dulræna hæfileika sína. Hún er samt ekki skyggn. Núna ætla ég að HRAÐASPURNINGAR Uppáhaldsmatur? Víetnamskur matur. Uppáhaldsnammi? Möndlur, saltlakkrís og núggatsúkkulaði. Uppáhaldshljómsveit? Fleetwood Mac og Spilverk þjóðanna. Uppáhaldskvikmynd? Hanna & Her Sisters, Breakfast at Tiffany‘s, Amadeus og Piano. Uppáhaldsleikkona? Audrey Hepburn og Cate Blanchett. Uppáhaldsleikari? Halldór Gylfason, Robert De Niro og James Franco. Uppáhaldsstaður á Íslandi? Flatey, Ásbyrgi og Hornstrandir. Uppáhaldsstaður í heiminum? Heima. eitthvað ódauðl

x

Monitor

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.