Monitor - 26.05.2011, Blaðsíða 13

Monitor - 26.05.2011, Blaðsíða 13
13FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2011 Monitor Fyrstu tvær myndirnar voru mjög skemmtilegar. Ég á eftir að sjá þá þriðju en mér skilst á flest- um að hún hafi ekki verið upp á marga fiska. Þrátt fyrir það er ekki hægt að neita því að myndirnar komu með ferskan andvara inn í ævintýramyndaflóruna á sínum tíma. Maður ber þessa því ósjálfrátt saman við þær fyrri og því miður kemur hún ekki alveg nógu vel út úr þeim samanburði. On Stranger Tides á nokkra góða spretti en á heildina litið var ég bara ekki alveg nógu hrifinn. Umgjörðin var góð og leikarar stóðu sig vel. Tæknibrellur og öll tæknivinnsla var til fyrirmyndar en þegar öllu er á botninn hvolft þá er það yfirleitt sagan og innihaldið sem skiptir mestu máli í svona myndum og þar var frekar lítið að frétta. Ég er ekki að gera kröfu um einhverja epík heldur bara að ferðalagið sé skemmtilegt og áfangastaðurinn góður. Hlæ hlæ í poka Sagan var frekar ómerkileg og handritið heldur þunnt. Alltof mikið af einhverjum hlæ hlæ í poka atriðum og hlutum sem voru leystir of auðveldlega. Einhver sem datt á stól og stóllinn fór í loftið og datt á verðina og þá rann einhver á rjóma og út um gluggann o.s.frv. Mér leiddist samt ekkert rosalega og það er vissulega hægt að hafa gaman af myndinni á köflum en það pirrar mig samt alltaf þegar það er verið að eyða svona miklum peningum í að búa til stóran sumarsmell og því er einhvernveginn klúðrað með veiku handriti. Ég er yfirleitt mjög umburðar- lyndur þegar kemur að ævin- týramyndum og hef alla jafna mjög gaman af þeim en ef innihaldið er ekki til staðar þá er eiginlega fátt sem getur bjargað þeim. Kristján Sturla Bjarnason K V I K M Y N D Pirates of the Caribbean: On Stranger Tides Leikstjóri: Rob Marshall. Aðalhlutverk: Johnny Depp, Penélope Cruz og Geoffrey Rush. Þunnur þrettándi Diet Thor Format: PS3, Xbox 360 Tegund: Hasarleikur PEGI merking: 12+ Útgefandi: SEGA Dómar: Gamespot: 2 / IGN: 3 / Eurogamer: 3 THOR TÖ LV U L E I K U R Eftir að ég sá hina stórkostlegu hasarmynd um Thor-kvikindið klæjaði mig í fingurna að prófa Thor-tölvuleikinn. Kláðinn í fingrunum breyttist snögglega í kláða sem við þekkjum á óæðri stöðum og leiðir til óþæginda. Leikir eins og Thor: God of Thunder eru ástæða þess að tölvuleikir sem gerðir eru eftir kvikmyndum hafa álíka gott orðspor og Lindsey Lohan. Söguþráður leiksins gerist á undan atburðum myndarinnar, en Thor þarf að vaða um hina ýmsu heima goðafræðinnar til að bjarga deginum, vinum sínum, Loka og Ásgarði. Dýpt söguþráðarins er á við vaðlaug og fær maður litla samúð með persónum og leikendum. Óþarflega flókinn Thor: God of Thunder er þriðju persónu hasarleikur þar sem maður lemur allt í tætlur. Töluvert hefur verið fengið að láni frá leikjum á borð við God of War, en flest í spilun leiksins virðist frekar óklárað og illa slípað til. Auk þess að geta lamið frá sér í allar áttir getur Thor notað Mjölni til að berja á óvinum sínum. Leikurinn er óþarflega flókinn og eftir 10 mínútur er maður kominn með alls kyns leiðbeiningar, trikk og kombó sem gætu fyllt bók á þykkt við símaskrána. Á leið sinni í gegnum leikinn geta leikmenn svo djúsað Thor og hæfileika hans upp, en það skilar sér í öflugri brögðum og vopnum. Algjörlega kaloríusnauður Grafík leiksins er langt frá því besta sem maður hefur séð og er í takt við annað í leiknum, óslípuð. Sama má segja um hljóð leiksins sem er í besta falli í meðallagi, en framleiðendur leiksins fengu Chris Hemsworth sem lék Thor í myndinni til að talsetja. Thor: God of Thunder er langt frá því að vera versti leikur sem ég hef spilað, en það er langt síðan ég hef tekið í leik af þessum gæðum. Eflaust hafa harðir Thor- aðdáendur gaman af að geta stýrt goðinu í gegnum þennan leik, en aðrir ættu að láta þennan Diet Thor vera, enda er hann algjörlega snauður kaloríum og reyndar flestu öðru. Ólafur Þór Jóelsson www.snakk.is Fitness popp er á HEILBRIGÐI ER LÍFSTÍLL Létt og trefjaríkt Hreyfing - Næring - Jákvæðni JACK SPARROW OG FÉLAGAR LEITA AÐ ÆSKULINDINNI ÞETTA ER EKKI ÞÓR SAARI ÞÓTT HANN SÉ Á HREYFINGU

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.