Monitor - 26.05.2011, Blaðsíða 14

Monitor - 26.05.2011, Blaðsíða 14
Kvikmynd Það koma margar upp í hugann en La vita è bella er til dæmis gamalt uppáhald. Falleg mynd sem fjallar um fjölskyldu á Ítalíu sem lendir í útrýmingarbúðum nasista og hvernig faðirinn nær að halda syni sínum á lífi með því að búa til leik úr öllu saman. Þáttur America’s Next Top Model og Holly’s World – nei, djók! Annars datt ég inn á gamla spólu með Heilsubælinu um daginn, skrýtnustu og jafnframt fyndnustu þættir sem ég hef séð. Bók Þrátt fyrir allar námsbækurnar hefur mér sem betur fer tekist að lesa nokkrar til gamans. Þar á með- al Flugdrekahlauparann sem fjallar um vináttu tveggja stráka í Afganistan, líf þeirra og afdrif. Mjög góð bók, mæli með henni. Plata For Emma, Forever Ago með Bon Iver. Ein sú fallegasta plata sem ég hef hlustað á og Bon Iver alveg í uppáhaldi. Get ekki beðið eftir nýja diskinum sem kemur núna í janúar! Vefsíða Ætli ég verði ekki að segja Facebook, eins týpískt og það hljómar. Því þar get- ur maður haldið sambandi við vini og ættingja útum allan heim, skipulagt við- burði og svo margt annað, allt á einum stað. Staður Vestur- bærinn og mið- bærinn hafa allt það sem ég fíla best! Hvort sem það er að sitja á Austurvelli á góðviðrisdegi, kíkja í Koló og fá kókosbollu, góð kaffihús, skólinn, Ægisíðan, sund, Vesturbæjarís og svo endalaust fleira. 14 Monitor FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2011 fílófaxið Síðast en ekki síst » Anna Jia, fyrirsæta, fílar: „Ein af pælingunum á bak við þetta er bara að bjóða upp á frumlega skemmtun fyrir fullorðið fólk,“ segir Margrét Erla Maack, einn af forsvarsmönnum Skinnsemi sem er fullorðinssirkúss sem fram er á laugardaginn næstkomandi á Bakkus. „Amma mín og afi minnast svona sýninga á sínum tíma á Lídó, svo þetta er ekkert alveg nýtt á nálinni eins og sumir halda,“ bætir hún við. Sýningunni er lýst sem kabarett-sýningu með burlesque-bragði og er sirkús með skemmtiatriðum fyrir fullorðna, ekki við barnahæfi. Fram kemur sirkúsfólk með sviðsnöfn á borð við Hafdísi Hold, XXXmeralda og Liðdísi Finnbogadóttur. Þetta er í annað skipti sem þessi hópur efnir til svona viðburðar en síðast var troðfullt út að dyrum. „Ég veit um nokkra sem fóru á síðustu sýninguna sem fyrsta deit og það heppnaðist vel. Þetta er til dæmis tilvalið í slíkt,“ segir Margrét létt á því. Miðaverð á Skinnsemi er 1.500 kr. og selt er við hurð. Sirkússýning fyrir fullorðna fimmtud26maí ORKA Norræna húsið 20:00 Færeyska hljómsveitin ORKAer í tónleikaferð um Evrópu til að fylgja eftir breiðskífu sinni, ÓRÓ. Þeir koma við á túrnum og spila í Norræna húsinu á fimmtudaginn. Hljómsveitin hefur m.a. unnið með Teiti og Eivör Pálsdóttur. Frítt er inn á tónleikana en gestir yngri en 18 ára skulu vera í fylgd með fullorðnum. EYJÓLFUR KRISTJÁNSSON Kaffihúsið Álafossi 20:30 Eyjólfur Kristjánsson varðfimmtugur á árinu og fagnar því með 50 tónleika tónleikaröð. Samhliða tónleikunum gaf hann út safnplötuna „Eyfi 50... ykkur syng ég mína söngva“. DEAD SEA APPLE Sódóma 21:00 Hljómsveitin Dead SeaApple sem gerði góða hluti á lokaáratug síðustu aldar heldur tónleika á Sódóma. Þær hættu almennum rekstri árið 2001 en hafa tekið eina um það bil eina tónleika á ári síðan þá. Hljómsveitin ætlar að taka sín gömlu lög á samt nokkrum nýjum. GOGOYOKO WIRELESS – HJÁLMAR UNPLUGGED Hvíta perlan 22:00 Hjálmar verða með óraf-magnað sett á Hvítu perlunni en um er að ræða fyrstu tónleikana í tón- leikaröðinni gogoyoko Wireless. Gogoyoko- menn ætla að fá sínar uppáhaldshljómsveitir til að setja sín bestu lög í órafmagnaðan búning. Einungis eru 100 miðar lausir en þeir fást í 12 tónum á 2.500 kr. stykkið. laugarda28maí SKÁLMÖLD Sódóma 22:00 Metalrokk mun ráðalögum og lofum á Sódóma á laugardagskvöldið þegar Skálmöld stígur á stokk ásamt Atrum og Darknote. Allar þessar hljómsveitir hafa verið orðaðar við Wacken- hátíðina sem er ein stærsta metalhátíðin. KK OG MAGGI EIRÍKS Café Rosenberg 22:00 Blúsararnir og ósviknutöffararnir KK og Maggi Eiríks leiða gítara sína saman enn á ný á laugardagskvöldið þegar þeir koma fram á tónleikum á Café Rosenberg. föstudag27maí BAGGALÚTUR Café Rosenberg 22:00 Það er gjörsamlega óþarfiað kynna húmoristana í Baggalúti en þeir hafa fengið góðan skerf á athygli undanfarin ár. XXX ROTTWEILER Sódóma 23:00 Rapphundarnir í troða upp áSódóma um helgina. Aðdá- endum Rottweiler stendur til boða að móta lagaprógramm kvöldsins en á Facebook er hægt að kjósa milli allra laga þeirra og verða þau efstu tekin með pompi og prakt. Tekið er fram að þeir sem mæta í hlýrabol verði vel séðir og njóti fríðinda. Miðaverð við hurð er 1.300 kr. LOKAPRÓFIÐ skólinn | 26. maí 2011 | Í Proactiv® Solution eru efni sem hreinsa húð þína og eyða bólum. Með daglegri notkum koma efnin í veg fyrir að nýjar bólur myndist. Við lofum því! Eftirtalin sjálfstæð Apótek selja einnig Proactiv Solution: ReykjavíkuRaPótek, Seljavegi 2 // LyfjaboRg aPótek, Borgartúni 28 //gaRðSaPótek, Sogavegi 108 uRðaRaPótek, Grafarholti //RIMa aPótek, Grafarvogi aPótek HafnaRfjaRðaR, Tjarnarvöllum 11 ÁRbæjaRaPótek,Hraunbæ 115 //LyfjaveR Suðurlandsbr. 22 SKINNSEMI FULLORÐINSSIRKÚS Bakkus Laugardagur kl. 22:30

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.