Monitor

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Monitor - 02.06.2011, Qupperneq 3

Monitor - 02.06.2011, Qupperneq 3
Hvar værum við Íslendingar staddir efduglegra sjóara og fiskveiðimanna hefði ekki notið við í gegnum tíðina? Monitor veit ekki svarið við þessari spurningu en sjálfsagt er hægt að gera ráð fyrir því að við værum einhvers staðar í tómu tjóni. Við erum að minnsta kosti sammála um það að sjórinn hefur verið okkur gjöfull og skapað hér ótal störf fyrir fólk á öllum landshornum. Það er því vel við hæfi aðfagna duglega á sunnudag- inn næsta en þá er sjómanna- dagurinn haldinn hátíðlegur. Ef þú þekkir sjómann þá er upplagt að hringja í hann og segja eitt- hvað fallegt við hann. Ef þú hefur tök á því að faðma sjómanninn þá verður hann enn glaðari. Þeir vinna jú erfiða vinnu á höfum úti en fá oft ekki alla þá ást sem þeir þurfa á að halda. Ef þú hefur massað þig vel upp og tekur120 kg í bekk þá átt þú efni á því að skora á alvöru sjómann í sjómann. Til að gera leikinn meira spennandi er gott að leggja undir tvö kíló af lúðu og hálft tonn af makríl. Sjómannalög gleðja alltafsjómennina. Það fyllir þá stolti að hlusta á lög sem samin eru um hetjudáðir þeirra. Gott er að geta raulað lag eins og Kátir voru karlar sem fjallar um áhöfnina á kútter Haraldi en þeir komust allir heilir á húfi í land. Stolt siglir fleyið mitt snertir líka þjóðerniskenndarstrengi en þar syngja strákarnir um það að brátt nálgist þeir Íslandið sitt. Fallegt. Á sjó er líka fallegt lag sem hampar fræknum fiskimönnum en lagið hentar þó eingöngu þeim allra djúprödduðustu. Sjómennskan er ekkert grín. Það er áhreinu. Góða helgi. Í SPILARANUM GusGus gáfu út á dögun- um sína áttundu hljóðvers- plötu, Arab- ian Horse. Gagnrýnendur hafa vart haldið vatni yfir henni og er það skiljanlegt. Platan inniheldur tíu lög sem mörg hver eiga án efa eftir að trylla sumarpartí ársins 2011. FYRIR STELPURNAR Kvennahlaup ÍSÍ fer fram þann 4. júní. Hægt er að velja mis- munandi leiðir svo allar konur ættu að geta fundið sér leið við sitt hæfi. Því er um að gera fyrir konur að reima á sig hlaupaskóna og vinna persónulega stórsigra á laugardaginn. Í SJÓNVARPINU Úrslitarimma NBA-deildarinnar milli Dallas Mavericks og Miami Heat er farin af stað. Því er tilvalið fyrir íþróttaunnendur að nátthrafna sig í gang og fylgjast með, enda lengist nóttin með degi hverjum. Svo skemmir ekki fyrir hve frambæri- legur lýsandinn Svali Björgvinsson er en hann státar af 4,3 gullkornum að meðaltali í leik. Monitor mælir með 3 fyrst&fremst Ritstjóri: Björn Bragi Arnarsson (bjornbragi@monitor.is) Umbrot og hönnun: Hilmar Gunnarsson (hilmar@monitor.is) Blaðamenn: Einar Lövdahl Gunnlaugsson (einar@monitor.is) Sigyn Jónsdóttir (sigyn@monitor.is) Auglýsingar: Jón Ragnar Jónsson (jonragnar@monitor.is) Forsíða: Ernir Eyjólfsson Grafík: Elín Esther Myndvinnsla: Hallmar F. Þorvaldsson Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent Sími: 569-1136 Netfang: monitor@monitor.is FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 2011 Monitor Feitast í blaðinu Hemmi Gunn bauð Matthíasi Vilhjálmssyni og kærustu á Humarhúsið. Emmsjé Gauti pósaði í baði í tilefni af útgáfu plötu sem er að koma út. Stefanía Svavarsdóttir á ansi góða ferilskrá í tónlist miðað við aldur. 10 Stíllinn kíkti í fataskápinn hennar Eyglóar Scheving úr hljómsveitinni Vicky. 16 Hannes Þór Hall- dórsson Leikstjóri á toppi Pepsi- deildar- innar. 12 8 Er ekki tilvalið að halda upp á sjómannadaginn með því að skella sér á Pirates of the Caribbean í bíó? Halla Berglind Jónsdóttir hefur gert það gott á Facebook undanfarið ár með myndaalbúmi sem stútfullt er af myndum af henni og frægum einstaklingum. Vala Grand Greinilega kann kallin minn að halda sínu Starfsfólki hann var að gefa ipad 2 til alla starfsfólkið sitt og ofc eina fyrir kellinguna sína haha :Þ svona á fyrirtæki að gera þetta 31. maí kl. 18:08 Ingólfur Þórarinsson takk fyrir þessar frábæru kveðjur krakkar. Þær gleðja hjartað. Þó ég sé þekktur á ég marga virkilega flotta vini og það er það besta við að vera þekktur. Sendi ykkur öllum mikinn kærleik og virðingu og er farinn að fá mér köku. P.s Colin Farrell, Stjáni Stuð Kalli lú, Clint eastwood eiga líka afmæli. Verður ekki betri hópur. Sé ykkur næst þegar ég ríf í gítarinn. Vinakveðjur, Ingó 31. maí kl. 23:06 Efst í huga Monitor The sjó möst gó on 4 „Þetta byrjaði með fyrstu myndinni þegar ég hitti Júlí Heiðar niðri í bæ og svo bættust fleiri við. Svo fór fólk að segja: „Hey, þú ert alltaf með myndir af frægum,“ og þetta vatt bara upp á sig, eins og snjóbolti,“ segir Halla Berglind Jónsdóttir sem heldur úti skemmtilegu myndaalbúmi á Facebook. Þar er að finna á fjórða tug mynda af henni í för með frægum. Smám saman færðist síðan aukinn metnaður í grínið. „Ég fór síðan að taka myndir á stöðum þar sem ég vissi að það yrðu einhverjir frægir,“ segir Halla en hún vippaði sér til dæmis baksviðs á sýningu Klovn-tvíeykisins á Íslandi. „Vinir mínir eru oftast með mér í þessu, þó að þeim finnist þetta oft mjög vandræðalegt,“ bætir hún við og hlær. Halla Berglind er fædd árið 1993 og er því á leið á sitt þriðja ár í Verzlunarskóla Íslands næsta haust. Í frístundum sínum brunar hún um moldarbrautir fyrir utan bæinn á krossara. Í sumar vinnur hún sem þjónn á Icelandair Hotels. „Ég er að fara á Kanye West í sumar. Það væri ansi gaman að ná mynd af honum og bæta honum í albúmið,“ segir Halla og óskar Monitor stelpunni góðs gengis á stjörnuveiðum sínum í náinni framtíð. Vikan á... Einar Bárð- arson 1. júní ! alveg komið há-su.... nei ég meina HÁ-vor :-) 1. júní kl. 9:08 ÞÚ ERT EKKI FRÆGUR NEMA ÞÚ SÉRT Í ALBÚMI HÖLLU MONITORTV Farðu á mbl.is og sjáðu myndskeið með viðtali við Höllu þar sem hún segir meðal annars frá því þegar hún rakst á Kolb in the wild. Flottasta albúmið í bænum Mynd/Árni Sæberg Auðunn Blöndal Home sweet home eftir geggjaða ferð... fattaði á Wembley að það er asnalegt hversu 30 ára gamall maður getur haldið með einu liði !!! 31. maí kl. 1:14 Mynd/Allan CELEBIN VIRÐAST NÁNAST ELTA HÖLLU EN EKKI ÖFUGT

x

Monitor

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.