Monitor - 02.06.2011, Blaðsíða 4

Monitor - 02.06.2011, Blaðsíða 4
4 Monitor FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 2011 Find og styrk dit talent på Idrætshøjskolen Bosei i Danmark. Find nye inte- resser – og nye venner. Og find dit stærkere jeg – fysisk og mentalt. Se video og billeder på www.bosei.dk og læs mere om Sydsjællands nye idræts- højskole med de interessante japanske rødder. Efterårsholdene starter 10. august 2011. Ring +45 55 90 90 90 og snak med forstander Erling Joensen om dine muligheder. BOSE I - ET SLAG I FLER E RET NING ER TILMELD D IG NU OG S TART 10. A UGUST Í síðustu viku voru Hemmi Gunn og Matthías Vilhjálmsson teknir í viðtal hjá MonitorTV sem upphitun fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Þar sagðist Hemmi Gunn hafa svo mikla trú á sínum mönnum í Man Utd að hann væri klár í veðmál ef honum bærist hóflegt boð. Í kjölfarið sagðist Matthías klár í að leggja undir boð í matverð en kallaði Hemma jafnframt „höfðingja“. Skemmst er frá því að segja að Barcelona, sem Matthías studdi, stóðu uppi sem Evrópumeist- arar og Hemmi klikkaði hvergi á höfðingsskapnum. Veðmálið efndi hann með því að bjóða Matthíasi út að borða. „Ég bjóst nú að sjálfsögðu við þessu frá þessum mikla höfðingja. Hann bauð mér gjafabréf upp á hádegisverð fyrir tvo á Humarhúsinu, fyrir mig og kærustuna,“ sagði Matthías alsæll með þetta. Monitor tekur ofan fyrir Hemma Gunn. „Við vöknuðum bara einn daginn og áttuðum okkur á því að Tónlist.is væri orðinn of flókinn vefur, svo við réðumst í það að bæta úr því. Við vorum með frábæra virkni á vef okkar en ekki að koma því nægilega vel til skila,“ segir Engilbert Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Tónlist.is en þeir opnuðu nýverið endurbætta útgáfu af vef sínum. „Notkunin var orðin of flókin. Það var alltof mikið að gerast á honum sem skipti kannski ekki máli fyrir þá sem vildu bara fara inn á hann til að njóta góðrar tónlistar.“ Inni á vefnum eru yfir 6.500.000 lög, bæði íslensk og erlend. „Ásamt því að einfalda vefinn bjóðum við upp á nýja leið til að prófa þjónustuna þar sem áhugasamir geta skráð sig í prufuáskrift. Hún er ókeypis og felur enga skuldbindingu í sér,“ segir Engilbert. Metnaðarfull kynningarherferð Til að kynna endurbætta vefinn stendur Tónlist.is fyrir tónleikaröð um helgina í höfuðborginni og á Akureyri. Á Akureyri koma fram tónlistar- menn á borð við Bang Gang, Friðrik Dór og Jón Jónsson en í Reykjavík spila Pétur Ben, Bang Gang, Ourlives og Cliff Clavin. Nánar má lesa um tónleikana á www.tonlist.is. Annar liður í kynningu endurbætta vefsins er skemmti- leg sjónvarpsauglýsingaherferð sem er væntanleg í loftið. „Hugmyndin var að gera skemmtilega auglýsingu sem sýnir hvernig tónlist tengist öllu því sem við erum að gera. Til að ná þessu fengum við Guðjón Jónsson frá Sagafilm og auglýsingastofuna Ennemm með okkur í lið,“ segir Engilbert. Í auglýsingunni leikur sannkallað einvalalið íslenskra poppara en þar má nefna Björgvin Halldórsson, Pál Óskar, Ragnheiði Gröndal, Friðrik Dór ásamt fleiri góðum. Sjá má myndskeið frá því að blaðamaður mætti á tökustað auglýsingarinnar og tók viðtal við Guðjón leikstjóra og Pál Óskar á MonitorTV. Höfðinginn Hemmi Gunn bauð Matta Vill út að borða eftir óbeint veðmál þeirra um úrslit Barcelona-Manchester United Hemmi Gunn stóð undir nafni HEMMI BÝÐUR Á HUMARHÚSIÐ MONITORTV Farðu inn á MonitorTV á mbl.is og sjáðu viðtal við Pál Óskar og sýnis- horn úr auglýsingunni. Tónlist.is endurbætti á dögun- um vef sinn sem Engilbert Haf- steinsson segir að hafi einfald- að vefinn mikið. Til að kynna vefinn sendir fyrirtækið meðal annars frá sér sjónvarpsauglýsingar sem skarta algjöru landsliði í popptónlist. Í AUGLÝSINGU Íslenska popplandsliðið ENGILBERT HAFSTEINSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI TONLIST.IS RAGNHEIÐUR GRÖNDAL BJÖRGVIN HALLDÓRSSON PÁLL ÓSKAR

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.