Monitor - 02.06.2011, Blaðsíða 6

Monitor - 02.06.2011, Blaðsíða 6
6 Monitor FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 2011 Fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar Vigri hefur litið dagsins ljós og ber platan nafnið Pink Boats. Upptökuferli plötunnar var af óhefðbundnum toga en hljómsveitarmeðlimirnir flykktust út um víðan völl með einn hljóðnema að vopni til að taka upp plötuna. „Við bjuggum til dæmis hjá bóndanum á Flatey í Breiðafirði og konunni hans í einhverjar tvær vikur og vorum að taka upp í kirkjunni þar á meðan. Á þessum tíma vorum við Hansi bróðir minn tveir af sex íbúum Flateyjar,“ segir Bjarki Pjetursson, einn meðlimanna. „Platan átti að taka svona mánuð í gerð en endaði á að taka tvö ár og þrír hljómsveitarmeðlimir bættust við. Við lærð- um helling af þessu, erum orðnir betri að taka upp og kannski betri tónlistarmenn líka.“ Hann segist hafa skemmt sér best við upptökur uppi í Hallgrímskirkjunni. „Það var þvílíkt gaman. Við spiluðum í rauninni á kirkjuklukkurnar þannig að lagið ómaði út um alla Reykjavík,“ segir hann og bætir við að sennilega sé þetta met hljómsveitar- innar í áheyrendafjölda. Hljómsveitin hyggst fylgja útgáfu plötunnar eftir með fleiri verkefnum. „Í sumar erum við að fara að halda fjölda tónleika. Við ætlum að fara á einhverja litla staði og spila lögin okkar í akústískum búningi þar sem kvikmyndatökulið mun fylgja okkur.“ Það vekur athygli hve miklar pælingar og metnað Vigramenn leggja í sín verkefni, en eru þeir sem sagt svona miklir listamenn? „Ja, ég veit það nú ekki. Við tökum okkur nú ekkert alltof hátíðlega,“ svarar Bjarki og hlær. VIGRI ER NEFND EFTIR SEINASTA SKIPI SEM AFI TVEGGJA ÚR HLJÓMSVEITINNI VAR SKIPSTJÓRI Á. Tóku upp frumraunina með einn hljóðnema Mynd/Árni Sæberg Hvað er á döfinni hjá hljómsveitinni og þér í sumar? „Það er bara ýmislegt. Við í Valdimar erum að fara að spila hér og þar í sumar. Við erum að reyna að plana smá svona ferðalag út á land í júlí. Við ætl- um að taka svona nettan túr, aðeins að þræða landið. Sjálfur er ég að vinna með Björgvini Ívari Baldurssyni. Við erum að fara að taka upp í júlí og það verður örugglega eitthvað skemmtilegt.“ Hverjir eru svona helstu áhrifavald- ar hljómsveitarinnar? „Það er svolítið erfitt að segja því hver meðlimur hefur sinn áhrifavaldinn hver einhvern veginn. Hjá mér er það aðallega Radiohead, Bob Dylan og Arcade Fire – og svo náttúrlega Bítlarnir eins og hjá öllum öðrum. Síðan er til dæmis bassaleikarinn mikill Bob Marley-maður, aðrir eru miklir djassarar og þetta blandast síðan allt í lögunum hjá okkur.“ Hvað ert þú sjálfur að hlusta á þessa dagana? „Það er náttúrlega nýja Radiohead- platan. Svo hef ég verið að hlusta svolítið á plötur frá 2010 með LCD Soundsystem, Beach House og svona stuð bara.“ Nú eru stofnmeðlimir hljóm- sveitarinnar báðir úr Bítlabæn- um. Hvernig stendur á öllum þessum tónlistarhæfileikum í Keflavík? „Það virðist vera nokkuð af góðri tónlist úr Keflavík. Ég segi kannski að þetta sé Mekka tónlistar á Íslandi en hér er svona ágætisframleiðsla. Þetta hefur kannski minnkað pínu í seinni tíð. Þetta var náttúrlega aðeins meira á árum áður en annars finnst mér þetta búið að vera í svolítilli uppsveiflu aftur undan- farin ár, sem er mjög gott.“ Við hverju má búast á Svínaríi á föstudaginn? „Svínaríi. Nei nei, það verður bara eitthvað stuð. Það hefur yfirleitt myndast mjög góð stemning þegar við erum að spila þannig að ég geri bara ráð fyrir stemningu.“ Hljómsveitin Valdimar treður upp á Svínaríi á Faktorý föstudaginn 3. júní. Söngvari og nafni sveitarinn- ar, Valdimar Guðmundsson, sagði Monitor frá áformum bandsins og tónlistarhefð Keflavíkur. Gerir ráð fyrir stuði og stemningu Valdimar Berndsen Jón Þór TUBORG OG MONITOR KY NNA: SVÍNARÍ Á FAKTORÝ FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ 3. J ÚNÍ VALDIMAR ER VIRKUR Í TÓNLISTAR- FRAMLEIÐSLU KEFLAVÍKUR

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.