Monitor - 02.06.2011, Page 11

Monitor - 02.06.2011, Page 11
11FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 2011 Monitor FÉKK SÉR TATTÚ Á RASSINN FYRIR PÍTSUSNEIÐ Hvað varst þú gamall þegar þú byrjaðir að rappa? Það var árið 2002, þá var ég þrettán ára. Þá kom ég fram á Rímnaflæði sem var fyrsta sviðsframkoman mín. Ég gat ekki hætt að rappa eftir það. Mér gekk ágætlega og var með góðan stuðningshóp með mér úr Breiðholtinu en lenti ekki í neinu sæti. Þarna byrjuðu allir að segja að ég væri mjög efnilegur. Fólk er reyndar enn að segja þetta við mig svo ég er búinn að vera efnilegur í tíu ár. Hver er þín helsta fyrirmynd í tónlistinni? Ég á mér enga sérstaka fyrirmynd en tek eitthvað úr öllu sem ég er að hlusta á og reyni að notfæra mér þá eiginleika á einhvern hátt. Ég lít ekki upp til einhvers eins rappara en Michael Jackson hefur alltaf verið uppáhaldstónlistarmaðurinn minn. Það meikar samt ekki sens að hann sé fyrirmyndin mín í rappinu þó hann sé kóngurinn. Hvað heitir fyrsta lagið sem þú samdir? Það heitir Reykjavík og ég rappaði það á Rímnaflæði árið 2002. Ég ætlaði að taka tvö lög sem heita Reykjavík og Ljóti drjólinn en svo mátti bara taka eitt lag í keppninni. Þeir sem voru að skipuleggja keppnina héldu að lagið héti Reykjavík og ljóti drjólinn svo það var prentað á dagskrána í misskilning. Ég var einmitt að hlusta á þetta lag um daginn og það er alveg út úrkortinu, bara einhver tilviljanakennd orð og eitthvað bull. Hvaðan sækir þú innblástur fyrir rímurnar? Í daglegt líf. Ég skrifa um það sem ég lendi í og spinn í kringum það. Lagið Elskum þessar mellur sem þú gafst út með Blaz Roca sló rækilega í gegn á síðasta ári. Er von á fleiri ástaróðum til auðveldra stúlkna frá þér? Enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér en ég held að það verði ekki mikið meira um ástarjátningar í þessum dúr. Elskum þessar mellur er gott lag og mér fannst fínt að það sjokkeraði allar mömmurnar í bænum. Það er reyndar ástarlag á nýju plötunni og væmna hlið Emmsjé Gauta lætur sjá sig í því. Hvað áttu margar grúppíur? Hvað eru margar stelpur á Íslandi? Þú hefur nú þegar fyllt vinakvótann á Facebook. Hvar endar þetta? Ég gerði smá mistök í því. Maður á náttúrulega að búa til aukasíðu fyrir tónlistina og hafa svo persónulega síðu fyrir sig. Ég vissi ekki að maður gæti bara átt 5000 vini á Facebook og samþykkti bara alla. Vinur minn stofnaði aðdáendasíðu fyrir mig sem við stjórnum saman og mér finnst smá plebbalegt að hún sé merkt sem slík en ég get ekki breytt því. Heimildir Monitor herma að þú hafir lengi verið með hattadellu. Hvað áttu marga hatta í dag? Þetta er tímabil sem allir strákar lenda í á ævinni. Þeir halda að þeir líti geðveikt vel út með einhvern hatt og ég var aðeins of lengi á því tímabili. Þegar ég skoða gamlar myndir af mér sé ég að þessi hattur var ekki að gera sig. Núna er ég hins vegar að safna derhúfum sem er smá della. Eru flott derhúfa og væn motta að verða að ein- kennislúkki þínu? Mölletið, mottan og derhúfan eru málið. Ég líkist reyndar smá nauðgaranum Josef Fritzl á einni mynd af mér og lít út svolítið eins og nammipervert með þessa mottu svo ég þyrfti kannski að fara að taka hana af. Hvað ert þú að gera fyrir utan tónlistina? Ég er í Tækniskólanum í grafískri miðlun og svo vinn ég bæði á bar og við að hjálpa fötluðum manni að fara í sund og allskonar skemmtilegt. Hvað átt þú mikið eftir af stúdentsprófinu? Ég á tvær annir eftir svo ég klára á næsta ári. Þegar ég segi fólki að ég sé í skóla verður það alltaf rosalega hissa. Ég setti til dæmis stúdentshúfu á mig um helgina í djóki og það kom gaur upp að mér, hló og sagði: „Ekki sjéns!“ Ég tók hana af mér, roðnaði og labbaði skömmustulegur í burtu. Hvernig er dæmigerður dagur í lífi þínu? Ég vakna, fer í freyðibað, kíki kannski smá í PS3 og fer á netið. Dagarnir eru mjög misjafnir hjá mér. Stundum geri ég tónlist, stundum skeita ég og stundum hangi ég með vinunum. Mér finnst frekar leiðinlegt að plana dagana langt fram í tímann. Hvað tákna tattúin þín? Ég er til dæmis með eitt tattú sem er fyrir vin minn sem lést í flugslysi árið 2007. Svo er ég með flott tattú á rassinum, lítið hjarta og fyrir ofan það stendur Júlíus. Þegar ég var 17 ára og mjög blankur í enda eins mán- aðarins sagði ég við Júlíus vin minn: „Ég myndi gera hvað sem er fyrir Devito‘s pítsu.“ Hann leit glottandi á mig og ég gerði honum ljóst að ég væri samt ekki að fara að sjúga hann. Þá stakk hann upp á að ég fengi mér þetta tattú á rassinn. Ég bætti þremur bjórum við áskorunina og svo héldum við á tattústofu. Tattúlistamaðurinn þurfti að hringja í mömmu og fá leyfi hjá henni því ég var yngri an 18 ára og hún leyfði þetta. Gaurinn spurði hana hvort hún gerði sér grein fyrir hvað ég væri að gera og þá sagði hún: „Ég er löngu búin að missa stjórn á þessu öllu saman.“ Eftir að ég fékk tattúið fórum við á Devito‘s og ég borðaði bestu pítsu í heimi. Sagan segir að þú hafir eitt sinn komist í kast við lögin. Hvað var málið? Djöfulsins leiðindi voru það. Við vorum nokkrir að rölta niður Laugaveginn og mér fannst fyndið að setjast upp í löggubíl sem var þarna. Löggan tók þessu mjög alvarlega og handtók mig. Svo náðu þeir í einhvern róna sem var í annarlega ástandi og skutluðu honum heim. Mér var svo skutlað beint á lögreglustöðina. Hverju mega aðdáendur þínir búast við á nýju plötunni? Nýju efni, ógeðslega fersku og fullt af gestasnillingum. Hver er staðan á íslensku rappi í dag að þínu mati? Það er fullt af fersku dóti í gangi en mér finnst að fólk mætti vera duglegra að koma sér á framfæri. Þegar ég var yngri spilaði ég hvar sem ég gat. Það vantar svolítið í fólk núna. Hvað er það vandræðalegasta sem hefur komið fyrir þig á tónleikum? Þegar ég hoppaði einu sinni út í áhorfendaskarann á grunnskólatón- leikum. Greyið krakkarnir voru of litlir til að grípa mig og ég slammaði á gólfið ásamt því að handleggsbrjóta svona fimm manns. Ég kláraði giggið en var mjög illt í bakinu lengi á eftir. Hefur þú reynt að hafa samband við nafna þinn og kollega, hinn franska MC Gauta? Það er helvíti skemmtilegt að hann sé til. Margir hafa peppað mig í að hringja í hann og gera lag með honum. Hann er reyndar hræðilegur rappari en kannski tökum við dúett saman einn daginn. Hvernig væri draumagiggið? Ef ég gæti spólað aftur í tímann væri það á Hróarskeldu í fyrra. Ég myndi vilja taka lag eftir mig og Prins væri að spila á gítarinn. Tónleikarnir hans voru bestu tónleikar ævi minnar. Ef þú myndir hitta Prince úti á götu og fengir að spyrja hann einnar spurningar, hver yrði hún? Má sleikja gítarinn þinn? Á 60 SEKÚNDUM Fullt nafn: Gauti Þeyr Másson. Fyrstu sex: 171189. Uppáhaldstölvuleikur: Duke Nukem. Uppáhaldsmatur: Illaði kjúklingarétt- urinn sem ég elda mér sjálfur. Uppáhaldshljómsveit: Atmosphere. Emmsjé Gauti fagnar útgáfu plötunnar Bara ég með stórfenglegum útgáfu- tónleikum í Þjóðleikhúskjall- aranum fimmtudaginn 9. júní. Ásamt Emmsjé Gauta koma fram á tónleikunum ótalmargir listamenn og má þar til dæmis nefna Blaz Roca, Friðrik Dór, Gnúsa Yones og Berndsen. Platan verður tekin í heild sinni og verður gripurinn auðvitað til sölu á staðnum. Að sögn Emmsjé Gauta fylgir gæðamjólk fyrstu 100 miðunum svo það er um að gera að mæta tímanlega á tónleikana. Fyrsta plata rapparans Emmsjé Gauta kemur út á næstu dögum og ríkir mikil spenna fyrir útgáfunni. Monitor ræddi við hann um rímurnar, grúppíurnar, Prince, auðveldar stelpur og auðvitað Facebook.

x

Monitor

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.