Monitor - 02.06.2011, Side 12

Monitor - 02.06.2011, Side 12
12 Monitor FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 2011 Það er ólíklegt að einhver í heiminum sé í sömu stöðu og Hannes Þór Halldórsson. Hann er einn af eftirsóttustu kvikmyndagerðarmönnum landsins og markvörður í knattspyrnuliðinu sem trónir á toppi efstu deildar. Hannes vakti fyrst athygli sem auglýsingaleikstjóri og fyrir tónlistarmyndbönd sem hann gerði fyrir listamenn á borð við Garðar Cortes, Nylon, Skítamóral og Í svörtum fötum. Árið 2008 gerði hann sjónvarpsþættina Atvinnu- mennina okkar sem slógu rækilega í gegn og nú í vetur leikstýrði hann Mannasiðum Gillz sem nutu ekki minni vinsælda. Þá er hann maðurinn á bak við til dæmis King’s Speech-auglýsingu Hámarks og nýja Coca Cola- auglýsingu með U21-landsliðinu. Hannes er 27 ára og kemur úr Breiðholti, en þar steig hann sín fyrstu skref í kvikmyndagerð með æskuvinum úr Fellaskóla milli þess sem hann æfði knattspyrnu með Leikni. Þaðan lá leiðin í Verzló og þrátt fyrir ótal áfanga í hagfræði og bókfærslu var kvikmyndagerð það sem hann hafði lært mest í þegar hann brautskráðist. Hannes lék undanfarin þrjú ár með Fram en gekk til liðs við KR fyrir þetta tímabil. Hinn metnaðarfulli leik- stjóri segir ekkert annað koma til greina en að hampa Íslandsmeistaratitlinum í haust. Hvort ertu betri markvörður eða leikstjóri? Ég held að ég sé betri leikstjóri. Ég neyðist til að viðurkenna það. Ég er fínn markmaður, en betri kvikmyndagerðarmaður og stefnan er að láta þetta ganga saman eins lengi og hægt er. Þegar ég var að byrja var ætlunin að sinna báðu af fullum krafti þangað til annað hvort yrði að framtíð- arferli. Eins og staðan er núna hangir þetta ágætlega saman og mér gengur vel á báðum vígstöðum og bæði veitir mér mikla ánægju. Það þarf auðvitað ansi margt að ganga upp til að ég fari út í atvinnumennskuna, en ég nýt hverrar mínútu í Vesturbænum. Hvernig fara þessi störf saman? Eftir því sem það gengur betur í kvikmyndabransanum verður erfiðara að samræma þetta. Sem auglýsingaleikstjóri er þetta allt í lagi þar sem tökur standa bara yfir í einn eða tvo daga. En eftir að ég fór að gera þessar sjónvarpsseríur og það var verið að hafa samband við mig út af lengri tökum og þáttaseríum, þá er ég farinn að finna fyrir því að ég get ekki tekið allt að mér út af boltanum. Ég get í rauninni bara farið í langar tökur í október því það er eina fríið sem ég fæ frá boltanum. Ef ég ætla að gera bíómynd á næstu fimm eða tíu árum þarf hún að vera tekin upp í október og klippt yfir veturinn. Það væri erfitt fyrir mig að skjóta myndir á sumrin, en svona verður þetta bara að vera. Það er það gaman í boltanum og ég vil geta gert bæði og þá verður maður að fórna einhverju. Hefur þú einhvern tímann hugsað um að hætta í öðru til að einbeita þér að hinu? Já ég hef gert það. Þegar ég fór á reynslu til Vikings í Noregi haustið 2008, á sama tíma og ég var að fara að gera Atvinnumennina okkar. Ef ég hefði fengið samning þar hefði ég farið í það dæmi af fullum krafti og fórnað hinu, þó að það væri mjög spennandi sería sem lá fyrir. Þá hefði ég valið fótboltann. Planið var alltaf að verða atvinnumaður í fótbolta og skrifa kvikmyndahandrit í frítíma mínum. Koma svo heim eftir 10 ár í atvinnumennskunni og fara að gera kvikmyndir upp úr öllum handritunum (hlær). Að spila fótbolta í KR er kannski eins nálægt því að vera í atvinnumennskunni og maður kemst á Íslandi þannig að ég er mjög sáttur í dag. Hvernig byrjaði þetta allt saman? Hvenær fékkstu bakteríu fyrir kvikmyndagerð? Þetta byrjaði í grunn- skóla þegar við félagarnir fórum að gera stuttmyndir. Ég er náttúrulega enginn Brad Pitt þannig að ég endaði einhvern veginn alltaf fyrir aftan kameruna. Ég hafði áhuga og fann mig vel í þessu. Þegar ég var í Versló fór ég á fullt í þessu og fór að gera stuttmyndir og þætti, dálítið á kostnað skólans, mömmu til mikillar ánægju. Ég hafði alltaf mjög gaman af þessu og þjálfaðist upp. Svo leiddi eitt af öðru og ég reyndi að troða mér í þetta eftir að ég útskrifaðist. Það hefur gengið ágætlega að feta sig upp stigann. Ertu sjálflærður eða hefur þú menntað þig eitthvað í þessu? Ég held ég hafi farið á eitt námskeið í mennta- skóla sem voru einhverjar tvær kvöldstundir. Það er eiginlega allt og sumt þannig að það má segja að ég sé sjálfmenntaður. En ég er ekkert feiminn við að viðurkenna það þegar ég rek mig á einhverja veggi. Þeir tökumenn sem ég vinn með eru alveg meðvitaður um að ég veit ekkert hvað allar linsur eða ljós heita. Ég hef einhverja tilfinningu sem ég reyni að fylgja og ég er fínn klippari, en það er helling sem ég kann ekki. Þess vegna vinn ég alltaf með fagmönnum sem vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera. Það er fullt sem ég kann ekki sem ég hefði örugglega lært í einhverjum kvikmyndaskóla, en að sama skapi hef ég lært helling sjálfur á undan- förnum árum sem er ekkert endilega kennt í skólum. Hvernig voru fyrstu skrefin frá því að vera efnilegur menntaskólakvikmyndagerðarmaður yfir í að verða alvöru leikstjóri? Eftir að ég útskrifaðist úr Versló árið 2004 fékk ég vinnu í Sagafilm sem aðstoðarmaður eða eins konar lærlingur. Þar var ég hálfgerð dyramotta, var á lúsalaunum og hafði ekkert að gera og engan tilgang í fyrirtækinu. Var bara ráfandi um húsið að þykjast hafa eitthvað að gera. Ég byrjaði einmitt að drekka kaffi þegar ég var í Sagafilm því ég var alltaf að fara upp á efri hæðina að fá mér kaffi og fara niður aftur, bara til að vera á ferðinni og þykjast vera að gera eitthvað. Það var samt góð reynsla að vera þarna. Voru menn að gefa þér skít á þessum fyrstu árum þínum? Þegar ég var að vinna við þættina Kallakaffi, einmitt við það að búa til kaffi, var Gaui litli leikmynda- hönnuður. Ég man hvað ég var pirraður á því að Gaui litli kallaði mig aldrei með nafni, en talaði alltaf um mig sem „litla strákinn“ þó ég væri 193 sentímetrar. „Segið litla stráknum að fara með draslið þarna...“ Það er smá stéttarskipting í þessum bransa og stundum borin lítil virðing fyrir aðstoðarfólki, en ég lærði það á þessum tíma að vera kurteis við alla sem koma að verkefnum. Það hafa allir í teyminu eitthvað fram að færa og maður á ekki að vera með neinn hroka. Það er fínt að hafa feng- ið að prófa að vera á báðum endum í framleiðslunni. Um svipað leyti gerðir þú tónlistarmyndbönd sem vöktu á þér athygli. Já, ég og Bragi Þór félagi minn höfð- um samband við Einar Bárðarson sem var þá nýbúinn að setja saman Nylon. Við sýndum honum það sem við höfðum verið að gera í Versló og buðumst til að leikstýra myndböndum ódýrt – hann myndi setja smá pening í þau en við tækjum ekkert fyrir vinnuna. Við gátum þannig leigt tökumann og ljós, en gerðum þetta annars eins ódýrt og hægt var. Mamma kom með lasagna á tökustað og þetta var svona heimilisleg stemning. Þessi myndbönd gengu vel og smám saman fór að spyrjast út að ég gæti gert ódýrar auglýsingar vel. Ég fór að taka að mér fleiri verkefni, stofnaði kennitölu og varð eins konar lítið framleiðslufyrirtæki. Í kjölfarið var mér boðið að koma inn í fyrirtækið Filmus sem leikstjóri. Er ekki óhætt að segja að þú hafir fyrst „slegið í gegn“ sem leikstjóri með Atvinnumönnunum okkar? Jú það mætti orða það þannig. Ég held að þar hafi spurst út fyrir alvöru að ég gæti eitthvað. Í kjölfar þessara þátta fór ég að fá mun stærri verkefni og þá fóru hlutirnir að gerast af einhverri alvöru. Atvinnumennirnir okkar voru æðislegt verkefni og maður var eiginlega að klípa sig allan tímann og hugsa hverslags forréttindi það væru að vinna við þetta. Að ferðast um alla Evrópu og heimsækja atvinnumenn í íþróttum. Hvað er það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar ég spyr þig um eftirminnilegt móment í gerð þáttanna? Það var í fyrsta lagi ógeðslega gaman að heimsækja alla þessa gaura. Þeir voru allir höfðingjar heim að sækja og buðu okkur í matarveislur og voru góðir á því. Eftirminnilegt móment, sem er líka bara eitt af því eftirminnilegasta sem ég hef gert í lífinu, var að sitja í bíl með Eiði Smára á leiðinni á El Clásico (leikur Barcelona og Real Madrid). Að sitja inni í stofu heima hjá honum að kúka á okkur af stressi á meðan hann var silkislakur þó að hann væri að fara að spila stærsta fótboltaleik í heimi. Ég hafði aldrei séð svona stóran fótboltaleik og vissi ekkert út í hvað við vorum að fara og ég var að drepast úr spenningi og stressi. Líka bara spenningurinn yfir því hversu rándýrt atriði var að malla inn í kamer- una. Svo nálguðumst við völlinn og það fór að myndast múgæsingur í kringum bílinn, einhverjir aðdáendur að berja á rúðurnar og öskra: „Gúddí, Gúddí.“ Svo fengum við að horfa á leikinn þarna á hliðarlínunni og það að labba inn á grasið á troðfullum Nou Camp var magnað. Allt þetta kvöld var eitt það geðveikasta sem ég hef upplifað. Upplifunin af Nou Camp hefur verið aðeins sterkari en upplifunin að labba inn á völlinn í Pepsi-deildinni. Já það er aðeins önnur stemning, þó að það taki nú alveg á taugarnar að labba inn á völlinn í Pepsi-deildinni. Þegar við vorum úti sagði ég Audda frá rútínunni sem ég hef fyrir leik, sem er að fara í göngutúr um hverfið, Ef ég fer aldrei í at- vinnumennskuna held ég að ég eigi alltaf eftir að vera svolítið pirraður yfir því að hafa ekki náð að áorka því. Texti: Björn Bragi Arnarsson bjornbragi@monitor.is Myndir: Ernir Eyjólfsson ernir@mbl.is Hannes Þór Halldórsson er þrátt fyrir ungan aldur einn af fremstu kvikmyndagerðar- mönnum landsins, en eftir hann liggja meðal annars þáttaraðirnar Atvinnumennirnir okkar og Mannasiðir Gillz. Milli þess sem hann framleiðir vinsælt sjónvarpsefni ver hann mark KR-inga sem eru ósigraðir á toppi Pepsi-deildarinnar. milli stanganna Spielberg ÞAÐ SEM RAUNVERULEGA SKIPTIR MÁLI Þú ert tilnefndur til Óskarsverðlauna sem besti leikstjóri fyrir Leynilöggumyndina. Sama kvöld og Óskarinn fer fram er KR að spila í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fyrsta skipti. Hvort verður fyrir valinu? Mjög góð spurning en ég neyðist til að fórna Óskarnum. Auddi fer fyrir mína hönd og fær að baða sig í sviðsljósinu, hann hatar það ekki. Hvaða leikara langar þig mest að leik- stýra? Hödda Magg í Leynilöggumyndinni. Með hvaða markverði langar þig mest að fara með í sumarbústað í þrjár nætur? Birki Kristins. Get ekki ímyndað mér skemmtilegri helgi. Í öðru sæti er Heurelho Gomes. Ég myndi vilja gefa honum nokkra bjóra og spyrja hvernig honum líður. Ef þú yrðir að horfa á eina bíómynd þrisvar í röð, hver yrði fyrir valinu? Ég fæ aldrei nóg af Jurassic Park Hvað finnst þér um að heita Hannes? Hannes er ekki harðasta nafn sem þú finnur en á móti býður það upp á fullkomið nafn fyrir son minn, sem mun að sjálfsögðu heita Ingólfur. Gillz, Steindi Jr. og Páll Óskar. Hverjum viltu búa með, hverjum viltu byrja með og hvern viltu berjast við? Ég myndi vilja búa með Steinda af því að hann hefur svo þægilega nærveru, byrja með Gillz af því að hann er fyndinn, hreinlegur og alltaf í vinnunni, og berjast við Pál Óskar af því að ég myndi líklegast ráða við hann. Þú þarft að fara í sleik við karlmann, hver verður fyrir valinu? Antoine Fons. Hvað er það síðasta sem þú hugsar um áður en þú ferð að sofa? Djöfull er Alec Baldwin fyndinn. Fyrir hvern myndir þú aldrei búa til auglýsingu? Ég myndi seint gera auglýsingu fyrir eiturlyfjasala, af mörgum ástæðum.

x

Monitor

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.