Monitor - 02.06.2011, Síða 18

Monitor - 02.06.2011, Síða 18
18 Monitor FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 2011 Alt muligt Körfuboltastjörnunni Shaquille O‘Neal er fleira til lista lagt en að troða yfir andstæðinga sína inni á körfuboltavelli. Sh q maðurinn Í nýliðavali NBA-deildarinnar árið 1992, fyrir bráðum 20 árum, var risavaxinn strákur valinn í lið Orlando Magic og hefur íþróttasenan vestanhafs ekki verið söm síðan. Flestir þekkja tröllvöxnu körfuboltastjörnuna Shaquille O‘Neal, 216 cm á hæð og 147 kg, en körfuboltamað- urinn hefur einnig látið að sér kveða á öðrum sviðum með áhugaverðum árangri. Stóri-Aristóteles Shaq hefur um áraraðir verið uppáhald íþrótta- blaðamanna í Bandaríkj- unum en fyndin uppátæki hans á blaðamannafund- um eru endalaus. Má þar nefna tilfelli þar sem hann hefur gert óspart grín að blaðamönnum en einnig sjálfum sér. Oftast talar hann þó vel um sjálfan sig og hefur hann til dæmis kallað sjálfan sig Stóra-Aristó- teles, enda virðist hann eiga nóg af viskumolum uppi í erminni. Á netinu má einmitt finna heilu síðurnar með tilvitnunum í Shaq, svo sem: „Leikurinn minn er eins og regla Pýþagórasar. Það er engin lausn við honum.“ Þótt tilvitnunin gefi ekki til kynna að maðurinn hafi lært mikla stærðfræði hefur hann þó lokið við masters- gráðu í háskóla og fyrir rúmu ári hóf hann eins konar fjarnám frá háskóla í Miami í mannauðsstjórn. Shaq hefur einnig lokið við þjálfun sem lögreglumaður og gegndi um tíma stöðum innan lögreglunnar í Los Angeles. GÆLUNÖFNIN Shaquille O‘Neal er þekkt- astur undir gælunafninu Shaq. Hér má sjá önnur gælunöfn mannsins: • The Diesel • Shaq Fu • The Big Daddy • The Big Cactus • The Big Shaqtus • The Big Galactus • The Real Deal • Dr. Shaq • Shaqovic • The Big Conductor GEIR JÓN VÆRI TALINN LÍTILL VIÐ HLIÐ ÞESSARAR LÖGGU ÁSTIN SPYR EKKI UM HÆÐARMISMUN Kobe, hvernig smakkast rassgatið? Það var strax árið 1993 sem Shaq gaf út sína fyrstu rappplötu, Shaq Diesel. Þótt platan, og reyndar tónsmíð- ar Shaq eins og þær leggja sig, hafi aldrei beint hlotið lof gagnrýnenda, náði þessi frumraun hans platínumsölu. Síðan þá hefur þúsundþjalasmiðurinn Shaq gefið út fimm plötur til viðbótar, þar af eina safnplötu. Sama hvað sagt er um rapptónlist körfuboltamanns- ins, þá er næsta víst að hann getur verið stoltur af ýmsu sem hann hefur áorkað en árið 1995 átti hann rappkafla í lagi poppkonungsins Michael Jackson á plötunni HIStory. Geri aðrir betur. Annar athyglisverður atburður á rappferli Shaq var í júní 2008 þegar hann steig á stokk á klúbbi í New York og flutti „free-style“ rapp sem fjallaði fyrst og fremst um hve miklu betri hann væri heldur en Kobe Bryant. Þá rappaði Shaq beint til Bryant og bað hann að segja sér hvernig rassgatið á honum smakkaðist við fögnuð viðstaddra. Eins og gefur að skilja fór upptaka af þessari upptroðslu eins og eldur um sinu á netinu. ÞAÐ MÆTTI KALLA SHAQ HINN BANDARÍSKA SESAR A Shaq Attack í X-Men 2 Eins og sönn stórstjarna hefur Shaq að sjálfsögðu reynt fyrir sér í sjónvarpi og á hvíta tjaldinu. Leikarafer- illinn fór af stað með myndinni Blue Chips árið 1994 þar sem hann lék ungan körfuboltamann. Tveimur árum seinna kom hann fram í hlutverki töfraanda sem birtist út úr steríógræjum til að veita ungum stráki þrjár óskir í myndinni Kazaam. Báðar myndirnar fengu algjöra falleinkunn þótt sjálfur hafi Shaq grínast með að hann hafi fengið Óskarinn fyrir þá fyrri. Ásamt því hefur hann leikið sjálfan sig í ýmsum þáttum, lánað ímynd sína í fjölda tölvuleikja og birst sem teiknimyndafígúra í Johnny Bravo. Áður en ráðist var í tökur á myndinni X2, annarri myndinni um X-Men, lýsti hann yfir áhuga á að hreppa hlutverk í myndinni en því miður fyrir heims- byggðina rættist óskin ekki. Shaq O‘Neal hefur einnig stýrt sínum eigin sjónvarps- þáttum. Þeir eftirminnilegustu eru sennilega Shaq‘s Big Challenge, þar sem hann hvatti bandaríska æsku til að hreyfa sig meira og Shaq Vs., þar sem hann var fenginn til að skora á aðra íþróttamenn í þeirra íþróttagreinum. Ásamt því að vera atvinnumaður í NBA hefur hann stundað blandaðar bardagaíþróttir í áratug og skorað nokkra fræga bardagakappa á hólm. Forvitnilegt væri að vita hvort hann þyrði í okkar mann, Gunnar Nelson. Hvað eru 92 kíló milli vina? Eftir fimm ár í hjónabandi með Shaunie Nelson skildu þau að borði og sæng. Saman eignuðust þau fjögur börn en frumburð sinn eignaðist Shaq í fyrra sambandi. Börnin heita meðal annars Shareef, Amirah og Me‘arah en O‘Neal hefur sagt opinberlega að hann sé múslimi. Árið 2010 komust fréttamenn á snoðir um samband Shaq og Nikki „Hoopz“ Alexander. Hoopz er þekkt andlit úr raunveruleikaþætti vestanhafs en þess má til gamans geta að hún er um 160 cm á hæð og 55 kg. Með öðrum orðum skilja þau að um 56 cm og 92 kíló. Sennilegt er að Hoopz geti farið í bað í skóm kærasta síns en hann er sagður nota skóstærð í kringum 60. SHAQ MÆTTI TIL 35 ÁRA AFMÆLIS SÍNS MEÐ SNÆTÍGRISDÝRGEORGE OG GUTTI PÓSA MEÐ SKÓ SHAQ SHAQ HEFUR NÚ ÁKVEÐIÐ AÐ LEGGJA SKÓNA Á HILLUNA

x

Monitor

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.