Monitor - 02.06.2011, Blaðsíða 20

Monitor - 02.06.2011, Blaðsíða 20
kvikmyndir Hæð: 168 sentímetrar. Besta hlutverk: Betty Draper í sjónvarpsþáttunum Mad Men. Staðreynd: Hannar skartgripi. Eitruð tilvitnun: „Ef þú hefur eitthvað til að sýna skaltu sýna það.“ 1978Fæðist þann 5.janúar í bæn- umSioux Falls í Suður-Dakóta fylki Bandaríkjanna. 1996Flutti til New Yorktil að reyna fyrir sér í fyrirsætubransanum. Þrátt fyrir að vera heldur lágvaxin fyrir bransann nældi hún sér í nokkur hlutverk í auglýsingum og lék meðal annars í auglýs- ingu fyrir faraframleiðandann Abercrombie & Fitch. 1998Byrjaði með leik-aranum Ashton Kutcher. 1999Fékk sitt fyrstakvikmyndahlut- verk í myndinni All The Rage sem fékk frekar slæma dóma og var ekki sýnd í mörgum fylkjum Bandaríkjanna. Myndin fær 5,6 í einkunn á IMDB. 2001Lék lítið hlutverk íunglingaspennu- tryllinum The Glass House en fékk litla athygli fyrir frammi- stöðu sína. Sama ár kom hún fyrir í myndinni Bandits. Sam- band hennar og Ashton Kutcher endaði stuttu eftir frumsýningu myndarinnar. 2002Byrjaði meðsöngvaranum Josh Groban. Þau hættu saman þremur árum síðar. 2003Jones hélt áfram íörhlutverkunum og lék í kvikmyndunum Anger Management og American Wedding sem var ein af fram- haldsmyndum American Pie. 2007Sló loks í gegnsem Betty Draper í sjónvarpsþáttunum Mad Men. Hún hefur tvisvar sinnum verið tilnefnd til Golden Globe og einu sinni til Emmy-verðlaun- anna fyrir hlutverkið. 2010Byrjaði með hand-ritshöfundinum og leikaranum Jason Sudeikis sem skrifar handrit að grínþáttunum Saturday Night Live. 2011Hætti með Su-deikis og tilkynnti tveimur mánuðum síðar að hún ætti von á barni. January Jones FERILLINN 20 Monitor FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 2011 Frumsýningar helgarinnar Kvikmyndin Kazaam með Shaquille O’Neal í aðalhlutverki er með heila 2,5 í einkunn á imdb.com. Popp- korn Framhaldsmyndin The Hangover: Part II hefur slegið rækilega í gegn eins og fyrri myndin og eru framleiðendur nú þegar farnir að huga að þriðju myndinni um vandræðasegg- ina. Handritshöfundurinn Craig Mazin sem tók þátt í gerð handritsins við aðra myndina mun líklega skrifa handritið að þriðju myndinni en ekkert hefur verið gefið upp um söguþráð hennar enn. George Lucas segist vera tilbúinn með efni í 50 Star Wars sjónvarpsþætti en tæknin sé ekki nógu þróuð enn til að taka þá upp. Lucas segist vera að bíða eftir nýrri tækni sem hann geti notað við upptökur þáttanna svo það borgi sig að taka þá upp. Hann segir kostnaðinn sem fylgi gerð þeirra enn ekki nýtast nógu vel til að gera trúverðuga þætti. Skoski leikarinn James McAvoy sem fer með eitt aðalhlutverkanna í nýju X- Men myndinni segir kvikmynd- ir vera gerðar einfaldari fyrir Bandaríkja- menn. Hann segir breska kvikmynda- gerðarmenn vísvitandi reyna að gera kvikmyndir sínar auðveldari skilnings svo Bandaríkjamenn geti horft á þær og skilið hvað sé að gerast í söguþræðinum. Julia Roberts fékk vægt taugaáfall við tökur á kvikmyndinni Larry Crowne þegar hún þurfti að tala fyrir framan fulla skólastofu. Hún segist hafa orðið svo stressuð að tala fyrir framan bekkinn í fyrsta skipti og fannst skóla- stofan virkilega ógnvekjandi. Tökurnar urðu þó skárri með tímanum og sem betur fer tókst Roberts að vinna bug á óttanum. Brad Pitt og Angelina Jolie kunna svo sannarlega að leika sér að fjölmiðlum og þykir nýjasta yfirlýsing Pitt um að þau ætli mögulega að gifta sig bráðum ekki vera nein tilviljun. Tímasetning yfirlýsingar- innar þykir með eindæmum hentug þar sem hann er einmitt að kynna nýjustu mynd sína, Tree Of Life um þessar mundir. X-Men: First Class ÞAÐ ER ALLT Á HVOLFI ÞEGAR X-MEN ERU ANNARS VEGAR Kung Fu Panda 2 Leikstjóri: Jennifer Yuh. Aðalhlutverk: Jack Black, Angelina Jolie, Jackie Chan og Gary Oldman. Aldurstakmark: Leyfð. Lengd: 90 mínútur. Kvikmyndahús: Sambíóin Akureyri, Álfabakka, Egilshöll, Keflavík, Kringlunni, Selfoss, Laugarásbíó og Smárabíó. Í framhaldinu af Kung Fu Panda fylgjumst við áfram með pöndunni Po (Jack Black), sem nú er loks orðin kung fu-meistari og hefur drýgt margar hetjudáðir með hinum fræknu fimm,Tígrinum, Apanum, Nöðrunni, Beiðunni og Trönunni og meistaranum Shifu. Albínópá- fuglinn Shen (Gary Oldman) hefur safnað saman stórhættulegu liði málaliða í þeim tilgangi að taka yfir gjörvallt Kína, með góðu eða illu. Helst illu. Því þurfa Po og félagar að leggja upp í stórhættulega herför þvert yfir Kína til að ráða niðurlögum þessa vopns áður en það verður um seinan, bæði fyrir landið og kung fu-listina. Myth Of The American Sleepover Leikstjóri: David Robert Mitchell. Aðalhlutverk: Jade Ramsey, Nikita Ramsey og Amy Seimetz. Aldurstakmark: Leyfð. Lengd: 93 mínútur. Kvikmyndahús: Bíó Paradís. Hér fléttast saman sögur af ungu fólki í leit að sínum fyrsta kossi, partíum og ævintýrum áður en raunveruleiki skólalífsins tekur aftur við völdum. Eins og gefur að skilja rætist ekki alltaf úr barnslegu dagdraumunum en það eru hins vegar hin óvæntu augnablik sem móta unglingana fyrir lífstíð. Leikstjóri: Matthew Vaughn. Aðalhlutverk: James McAvoy, Michael Fass- bender, Jennifer Lawrence og January Jones. Aldurstakmark: Bönnuð innan 14 ára. Lengd: 132 mínútur. Kvikmyndahús: Sambíóin Egilshöll. Hér er á ferðinni fjórða myndin í þessum vinsæla kvikmyndabálki og fjallar um upphafið á X-mönnunum. Myndin gerist á sjöunda áratugnum þegar X-mennirnir voru fyrst kynntir fyrir heiminum og er forsaga að hinum myndunum um X-mennina. Hér kynnast áhorfendur þeim Magneto (Michael Fassbinder) og Charles Xavier (James McAvoy) þegar þeir voru ungir menn að uppgötva hæfileika sína í fyrsta skipti. Þó þeir hafi síðar orðið erkióvinir voru þeir bestu vinir sem ungir menn og stjórnuðu í sameiningu hópi stökkbreyttra einstaklinga. Eitt af þessum partíum Courtney Love byrjaði í heróíni í partíi heima hjá Charlie Sheen meðan Tom Cruise og Madonna skemmtu sér í næsta herbergi. Vandræðaskvísan Courtney Love greindi nýlega frá upphafi heróínneyslu sinnar í viðtali við tímaritið The Fix. Í viðtalinu segist Love hafa prófað eiturlyfið í fyrsta skipti í sannkölluðu stjörnupartíi heima hjá hinum alræmda Charlie Sheen sem virðist eiga sök á öllu slæmu þessa dagana. Love segist hafa farið í partí heima hjá Sheen í húsi hans í Malibu ásamt þáverandi kærasta sínum. „Kærastinn minn var að vinna fyrir Ben Stiller á þessum tíma og hann bauð mér með sér í partí heima hjá Charlie Sheen,“ útskýrði Love í viðtalinu. „Tom Cruise var þarna, Madonna og svo vinkona mín, Jennifer Finch, sem sannfærði mig um að prófa heróín í partíinu.“ Love tók þó sérstaklega fram að Finch væri nú búin að vera edrú í 16 ár og hætt í eiturlyfjunum. „Þarna byrjaði allt heróíndramað mitt, í einu af þessum partíum“ sagði Love í viðtalinu en benti þó á að á þessum tíma hafi hún verið byrjuð að neyta annarra eiturlyfja í stórum stíl. „Ég man eftir að hafa vaknað í flugvél sem var á leiðinni til San Francisco, klædd í pels og kínverskan brúðarkjól með 10 þúsund dollara í vasanum,“ sagði hún um vitleysuna sem fylgdi neyslunni. COURTNEY KJAFTAR FRÁ HERÓÍNINU Í HOLLYWOOD

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.