Monitor - 02.06.2011, Blaðsíða 21

Monitor - 02.06.2011, Blaðsíða 21
21FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 2011 Monitor FLUGAKADEMÍAN UMsóKNArFrEstUr Er tiL 6. júNÍ Nánari upplýsingar er að finna á www.keilir.net Leiðandi í flugkennslu PiPa r\TBW a • Sía • 111141 Í Flugakademíu Keilis er lögð áhersla á nútímalega kennsluhætti og kennsluumhverfi. Flugfloti Keilis er bæði nýstárlegur og hátæknilegur. EINKAFLUG Námið veitir réttindi til að fljúga einshreyfils flugvél í flestum Evrópulöndum. Námið hentar bæði áhugamönnum og þeim sem hyggja á nám í atvinnuflugi. FLUGUMFERÐARSTJÓRN Námið undirbýr nemendur undir ábyrgðarmikið starf flug­ umferðarstjóra. Flugumferðarstjórar starfa í flugturnum og flugstjórnarmiðstöðvum og starfið felur meðal annars í sér að sjá um samskipti við flugmenn og tryggja öryggi flugvéla. ATVINNUFLUG Námið undirbýr nemendur undir að stjórna farþegaflugvélum víðs vegar um heiminn og tekur mið af námsskrá sem er gefin út af JAA/EASA samkvæmt samevrópskri útgáfu flugskírteina. NÝTT: Staðnám hefst haustið 2011. FLUGÞJÓNUSTA Námið veitir vottun á grunnþjálfun flugfreyja og flugþjóna í samræmi við kröfur EASA (EU­OPS1.1005) og er viðurkennt af Flugmálastjórn Íslands. Fyrir þá sem vilja auka atvinnu­ möguleika sína í ferðageiranum enn frekar bætist við þjálfun í ýmsum greinum ferðaþjónustu, þ.á m. innritun og afgreiðslu. The Hangover, sem kom út árið 2009, sló eftir- minnilega í gegn. Sú mynd var frábær og ég skil það fullkomlega að hún hafi malað gull. Nú er komin The Hangover Part II. Þessi mynd gefur hinni ekkert eftir í húmor. Í myndinni eru mörg stórskemmtileg atriði og eru Phil, Stu og Alan frábærir saman. Nýja myndin er mun grófari en sú fyrri og í henni eru nokkur atriði sem verða alveg örugglega ekki spiluð á barnaskemmtuninni á Menningarnótt. Þegar leið á myndina fór maður að kannast fullmikið við ýmislegt. Það gerði það að verkum að þetta var ekki eins skemmtilegt og síðast. Vandamál þessarar myndar er að öll þessi hugmynd er ekki eins fyndin í annað skiptið. Maður hlær ekki jafn mikið að brandara sem maður hefur heyrt áður. Þó svo að brandarinn sé góður. Kemur þriðja myndin? Í gegnum kvikmyndasöguna hafa framhalds- myndir klikkað. Fyrsta myndin slær í gegn en svo kemur eitthvað drasl framhald. Það er ekki hægt að segja að þessi mynd hafi klikkað. Hún er skemmti- leg og heldur manni vel við efnið. Þessi mynd er engu að síður ófrumlegasta framhaldsmynd sem ég hef séð. Hún fær því fína einkunn fyrir skemmt- anagildi en núll fyrir frumlegheit. Framleiðendur myndarinnar tóku nákvæmlega enga áhættu þegar þeir gerðu þessa mynd. En ég meina til hvers að flækja málið? Af hverju ekki að gera eitthvað sem virkar? Ég ætla því hér með að spá því að The Hangover Part III muni líta dagsins ljós. Aldrei að vita nema að Alan fari að gifta sig í Amsterdam og strák- arnir fái sér nokkrar hasskökur. Þeir vakna svo skelþunnir í Moskvu og upphefst þá sprenghlægileg atburðarrás sem inniheldur meðal annars ísbjörn, rússnesku mafíuna og samkynhneigðan róna. Þetta getur ekki klikkað. Tómas Leifsson Engin flugeldasýning Rafmagnað kvikindi Format: PlayStation 3 PEGI: 16+ Gerð: Hasarleikur INFAMOUS 2 TÖ LV U L E I K U R Ef leikirnir Grand Theft Auto og Assassins Creed myndu hafa mök og upp úr því myndi spretta afkvæmi myndi það án efa nefnast inFamous 2. Leikurinn kemur út í næstu viku á PlayStation 3. Hér fara leikmenn í hlutverk Cole McGrath sem í kjölfar sprengingar öðlaðist rafmagnaða ofurkrafta, en fyrir þann tíma var Cole ósköp venjulegur hjólreiðasendill sem hentist með pakka um Empire City. inFamous 2 leikurinn hefst með svakalegu atriði þar sem kvikindið „The Beast“ hefur gengið frá borginni og þrátt fyrir öfluga baráttu Cole og félaga sjá þau sér þann kost vænstan að flýja til borgarinnar New Marais og safna þar kröftum fyrir lokabardagann við dýrið. Góðir og illir kraftar inFamous 2 leikurinn er algjörlega opinn og frjáls í spilun og fá leikmenn hér tækifæri til að vafra um borgina New Marais, sem sækir innblástur sinn í New Orleans, og taka þar á málum á sinn hátt. Grunnur leiksins er fjöldi verkefna sem fleyta söguþræðinum áfram, en auk þeirra eru endalaus aukaverkefni sem halda spilurum uppteknum í fleiri tugi klukkutíma. Ofurkrafta Cole er hægt að þróa í tvær áttir og ákvarðast það af svokölluðu Karmakerfi. Ef menn eru góðir við borgar- ana fá þeir „góða krafta“ og virðingu, en ef þeir eru vondir, þá skilar það sér í „illum kröftum“ og hræðslu. Þetta karmakerfi skiptir miklu máli í spilun leiksins og skilar sér í ólíkum endalokum. Leikurinn tekur um það bil 20 tíma í spilun og svo er hægt að tvöfalda það ef menn vilja spila hann bæði sem góðir og vondir. Stórkostleg grafík Hellingur af nýjum kröftum lítur dagsins ljós í þessu framhaldi og er mjög fín þróun í þeim málum. Einnig getur Cole núna sameinað krafta sína við aðrar persónur leiksins sem gerir heilmikið fyrir spilunina. Grafík inFamous 2 er stórkostleg og með því betra sem sést hefur á PlayStation 3 og í leiknum eru atriði sem gefa leikjum á borð við God of War 3 ekkert eftir þegar kemur að epík. Talsetn- ing og tónlist leiksins er í hæstu gæðum og klárt að mikið hefur verið lagt í þann hluta. Ef menn eru með (eða vilja fá) hár á bringuna þá eru þrír leikir sem hafa komið út á þessu ári sem ég mæli með; L.A.Noire, Crysis 2 og nú inFamous 2. Ólafur Þór Jóelsson The Hangover Part II Leikstjóri: Todd Phillips Aðalhlutverk: Bradley Cooper, Zach Galifianakis og Ed Helms K V I K M Y N D

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.