Monitor - 09.06.2011, Blaðsíða 6

Monitor - 09.06.2011, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2011 RúrikKolbeinnJóhann Berg Gylfi ÞórBjarni Þór EggertHólmarJón GuðniHjörtur Logi VERÐUR LÍMDUR VIÐ SKJÁINN GUÐMUNDUR BENEDIKTSSON „Mér líst einkar vel á liðið og hópinn þó ég sé nú kannski ekki sammála öllu í valinu þá væri nú ekkert gaman ef allir væru sammála með það. Maður einhvern veginn gerir þá kröfu miðað við það sem á undan hefur gengið að við séum að fara að gera góða hluti þarna. Við eigum að fara upp úr þessum riðli og undanúrslit væri frábær árangur. Það að Ólympíusæti skuli vera í boði er auðvitað frábært líka. Að ná að eiga knattspyrnulið á Ólympíuleikunum væri bara magnað. Maður verður allavega límdur við skjáinn til að fylgjast með þessu. Þetta er ekki á hverju ári sem við erum með karlalandslið á alvöru lokamóti.“ ERUM Á MEÐAL 4-5 BESTU HJÖRTUR JÚLÍUS HJARTARSON „Eins og flestum öðrum, að ég held, líst mér mjög vel á þetta. Ég verð sjálfur úti í Danmörku að lýsa þessu fyrir Sjónvarpið svo ég er mjög spenntur af fleiri en einni ástæðu. Ég er handviss um að íslensku strákunum eigi eftir að ganga vel. Þeir eru góðir í fótbolta, ég held að það efist enginn um það og síðan eru þeir líka fullir af sjálfstrausti. Mér finnst þeir eitt af fjórum, fimm bestu liðunum á mótinu og það er vonandi að það dugi þeim til þess að ná allavega þriðja sætinu.“ NÁUM ÓLYMPÍUSÆTINU HJÖRVAR HAFLIÐASON „Ég geri ráð fyrir að liðið fari alla leið í undanúrslit og tryggi sér þar með sæti á Ólympíuleikunum á næsta ári. Fyrir mér eru það svona stærstu verðlaunin á öllu þessu móti. Ólympíuleikarnir eru stærsta íþróttamót sem haldið er og það yrði mikið afrek að Eyjólfi og hans strákum ef þeir kæmust þangað. Það verður gaman að fylgjast með stúkunni á þessu móti. Það kæmi mér ekkert á óvart ef Ísland yrði með besta stuðning- inn á þessu móti. Það eru náttúrlega margir á leiðinni þarna út og fullt af Íslendingum búsettir í Danmörku svo það gæti verið þáttur með okkur í liði.“ Birkir Bjarnason og Björn Bergmann Sigurðarson eiga fleira sameiginlegt en að vera báðir liðsmenn í U21 landsliði Íslands. Báðir spila þeir og búa í Noregi, báðir heita þeir tveimur nöfnum sem byrja á bókstafnum B, þeir eru báðir sóknarmenn og skarta báðir síðu og ljósu hári. Þar sem norska deildin er spiluð á sumrin líkt og hér heima eru Norsararnir tveir í miðju kafi með liðum sínum, Viking og Lillestrøm, þegar EM skellur á. „Ég er bara í góðu formi enda í miðju móti úti svo mér líst vel á þetta. Maður hefur svona eitthvað aðeins verið að stríða norsku samherjunum,“ segir Birkir en norska U21 landsliðinu tókst ekki að tryggja sér sæti á mótinu í Danmörku. „Ég hef spilað í Noregi mjög lengi núna og fór þangað ungur með fjölskyldunni svo ég er löngu orðinn vanur lífinu þar.“ Birni hefur einnig gengið vel í Noregi en í vor var birt viðtal við hann á heimasíðu Lillestrøm undir fyrirsögn- inni „Sigurðarson betri með nýrri kærustu“ þar sem hann kvaðst sáttur með lífið og tilveruna í Noregi, þótt kærastan búi heima á Skaganum. Líklegt BYRJUNARLIÐ Haraldur Aron Einar BIRKIR Fæðingardagur: 27. maí 1988. Félag: Viking FK. Uppruni: Akureyri, KA. Skóstærð og –tegund: 41, Nike. Skilaboð til íslensku þjóðarinnar: „Styðjið við bakið á okkur strákunum.“ Birkir Bjarnason og Björn Bergmann Sigurðarson eru þeir leikmenn U21 sem spila í Noregi og eru því Norsarar liðsins. Sælir Norsarar BJÖRN Fæðingardagur: 26. febrúar 1991. Félag: Lillestrøm SK. Uppruni: Akranes, ÍA. Skóstærð og –tegund: 44, adiZero F50. Skilaboð til íslensku þjóðarinnar: „Endurreisnin er hafin. Við ætlum að gera Íslendinga stolta.“ Monitor heyrði í þremur þekktum spark- spekingum og spurði þá út í væntingar þeirra til komandi átaka. SPÁ SPEKINGANNA BARA SIGURVEGARAR SEM KOMAST SVONA LANGT INGA LIND KARLSDÓTTIR „Alltaf þegar ungt fólk er að gera góða hluti og stefnir að því að gera enn betur þá ber manni bara skylda til að fylgjast með því, sama á hvaða sviði það er. Þetta eru stjörnur framtíðarinnar, það er kominn tími til að kynnast þeim. Á þessum tímum þegar allir eru neikvæðir og umræðan er lituð af fortíðinni, þá er svo hressandi að fylgjast með þessu framtíðarfólki. Ég hef alla trú á okkur mönnum en vil ekkert í þeim hópi sem setur einhverja massífa pressu á þá. Ég trúi bara að þeir geri sitt besta og hlakka til að sjá þeirra besta. Það eru bara sigurvegar- ar sem eru komnir svona langt eins og þeir.“ ÞESSIR MENN ERU KÓNGAR NILLI „Þeim á eftir að ganga rosalega vel. Þeir eru búnir að leggja sig alla fram þarna og nú er bara komið að úrslitastund. Þetta er keppnin sem við erum öll búin að bíða eftir. Ég vil meina að þessir menn séu kóngar. Eigum við ekki bara að stefna á svona fyrstu þrjú sætin og sjá svo bara til?“ VONA AÐ DANAGRÝLAN FYLGI EKKI ÞESSU LANDSLIÐI ÓMAR RAGNARSSON „Við höfum nú farið áður með glæsilegt landslið til Danmerkur sem þótti eitthvað það glæsileg- asta sem við höfum átt. Þeim tókst að skora tvö glæsimörk en því miður skoruðu Danir sjö sinnum fleiri glæsimörk. Ég vona að Danagrýlan fylgi ekki þessu landsliði og allra síst Eyjólfi Sverrissyni sem á þann einstaka bakgrunn að hafa skorað glæsimark á móti heimsmeisturunum í París fyrir fullum leikvangi. Ég óska honum og hans lærisveinum alls hins besta.“ Monitor heyrði einnig í þremur þjóðþekkt- um sem gefa sig að minnsta kosti ekki út fyrir að vera miklir sparkspekingar.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.