Monitor - 09.06.2011, Blaðsíða 20

Monitor - 09.06.2011, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2011 Í HOFFENHEIM Alfreð fær töluvert af pókum til baka þar sem hann er sjálfur mikið í því að póka. G Y L F I Þ Ó R S IG U R Ð S S O N STELPURNAR Þú ert samningsbundinn Hoffenheimnæstu þrjú tímabil. Hvernig líður þér hjáliðinu? Mér leið ekki vel fyrr en í síðustu fjórum leikjunum í deildinni. Þá fyrst fór ég að byrja inni á en fram að því þurfti ég að þola mikla bekkjarsetu. Slíkt er ekki skemmtilegt, sérstaklega í svona litlum bæ þar sem er lítið annað um að vera og sjálfstraustið datt eilítið niður á tímabili en þetta leit aðeins betur út undir lokin. Ég átti gott spjall við nýja þjálfarann áður en ég flaug til Íslands og hann leggst betur í mig en pappakassinn sem var á undan honum. Þannig að ég býst við að ég taki allavega eitt tímabil í viðbót í Þýskalandi og ef allt gengur vel sé ég mig klára samninginn þar. Allir í kringum liðið eru mjög fínt fólk en þetta snýst jú um að fá að spila svo ég vona að maður leiki stærra hlutverk á næsta tímabili. En hefur þú óvart öskrað „Hitler“ á dómarana í þýsku deildinni? Nei, það hefur ekki gerst enn- þá. Ég hef reyndar verið að prófa að segja þetta við strákana í liðinu og reyni að fá smá viðbrögð frá þeim en þeir kippa sér lítið upp við þetta. Hvað gerir þú þegar þú ert að chilla með gaurunum í Hoffenheim-liðinu? Við spilum golf, FIFA-tölvuleikinn og förum í bíó. Það er nú lítið annað hægt að gera í þessum litla bæ. Við getum farið til Heidenberg og Mannheim sem eru stærri borgir hér stutt frá. Ef maður er í verslunarfíling getur maður farið til Frankfurt, Stuttgart eða jafnvel Parísar. Ég tek kærustuna stundum þangað í rómantískar ferðir. Já, þú ert einmitt með fyrrverandi ungfrú Ísland, Alexöndru Helgu Ívarsdóttur, ekki satt? Já, ég kynntist henni stuttu eftir að ég kom til Hoffenheim og er mjög ánægður með henni. Er ekki erfitt að vera kærastan þín? Þarf hún ekki að lemja stelpur í burtu frá þér? Nei, þær eru lítið í því að ofsækja mann hér. Það eru svona þrjú þúsund manns sem búa hér og flestar stúlkur eru bara að hugsa um einhver hænsni úti í garði hjá sér svo að Alexandra þarf litlar áhyggjur að hafa. En ertu að fá mörg pók á Facebook? Ég get nú ekki sagt það. Ég held að Alfreð sé að fá eitthvað af pókum. Hann fær töluvert af pókum til baka þar sem hann er sjálfur mikið í því að póka. Er hann að monta sig mikið af pókunum? Nei, hann hefur vit á því að þegja þar sem hann veit að það eru margir í liðinu sem eru að vinna hann í pókunum. Hvenær ætlar þú að eignast lítinn fótbolta- gutta? Það eru nokkur ár í það. Ég er á góðum stað í lífinu í dag og það er gott að njóta þess í smá stund í viðbót. En ef þú eignast stelpu mun hún þá ekki heita Andrea Gylfadóttir? Ég held ég finni eitthvað annað nafn. Ég ætla ekki að ala dótturina upp í söngkonu því ég er sjálfur slappur söngvari. Hefur þér ekki dottið í hug að stofna svona starfsteymi í kringum þig í anda Entourage-þáttanna? Ekki ennþá. Ég er nú samt duglegur að fá til mín vinina frá Íslandi. Það er leiðinlegt að vera einn úti án vina og því nauðsynlegt að bjóða þeim stundum út. Það er ekkert gaman að vera kominn á þennan stað í lífinu og njóta þess ekki til fulls með vinum og fjölskyldu. Hvernig ertu að fíla þig sem stjórnarformann hjá útgerðarfélagi? Ég náttúrlega kem lítið að þessu. Ég er bara að tryggja framtíðina því maður spilar ekki fótbolta að eilífu. Ég er svona smám saman að koma mér inn í þetta þó að þetta sé nú mest í höndum föður míns. Hefur þú farið á sjó sjálfur? Ég hef nú aldrei farið á togara eða eitthvað slíkt en ég hef nú eitthvað verið að leika mér á minni bátum í sjóstangveiði. Lætur þú flytja hluta af afurðunum út til þín svo að þú getir metið gæði fisksins sjálfur? Já, ég geri það einmitt. Fiskurinn þarf að vera ferskur svo það er mjög gott að senda hann út til Hoffenheim áður en hann er seldur. Hafnarfjörður, Reading eða Hoffenheim? Ég held að það sé best að vera í Hafnarfirðinum, í Setberginu. Gott að detta í Vesturbæjarís í Hafnarfirðinum og fara í smá körfubolta hjá Set- bergsskóla. Það er líka alltaf svo frábært veður á Íslandi, maður er yfirleitt bara á stuttermaboln- um í körfu og með ís. Mér verður alls ekkert kalt þannig. M yn d/ Er ni r Gylfi Þór Sigurðsso n er útgerðarmaður í Hoffenheim GYLFI ÞÓR Fæðingardagur: 8. september 1989. Félag: Hoffenheim. Uppruni: Hafnarfjörður, FH. Skóstærð og –tegund: 43, adiZero F50. Skilaboð til íslensku þjóðarinnar: „Það er löng leið frá Íslandi til himnaríkis.“ HUGSA BARA UM HÆNSNI

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.