Monitor - 09.06.2011, Blaðsíða 25

Monitor - 09.06.2011, Blaðsíða 25
25 FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2011 HÓLMAR ÖRN Fæðingardagur: 6. ágúst 1990. Félag: Samnings- bundinn West Ham út júní. Uppruni: Kópavogur, HK. Skór: 43, Adidas Predator. Skilaboð til Íslensku þjóðar- innar: Styðjið vel við bakið á okkur og verið jákvæð. EGGERT Fæðingardagur: 18. ágúst 1988. Félag: Hearts. Uppruni: Eskifjörður, Fjarðabyggð. Skór: 44, Adidas Predator. Skilaboð til íslensku þjóðar- innar: „Bræðingur, þeytingur, búðingur, stuðningur. Af þess- um fjórum orðum sem enda öll á –ingur vil ég leggja mesta áherslu á stuðningur því hann skiptir okkur máli. TAKK!“ Þokkafyllri en faðirinn • Ætlar pabbi þinn að vera í jogginggalla eða í jakkafötum á hliðarlínunni? Ég held hann verði í jogginggallanum þó mér finnist að hann ætti að vera í jakkafötunum þar sem það er alveg heltöff. Menn eins og Guardiola láta ekki sjá sig í jogginggalla en gamli fer alltaf sínar eigin leiðir og verður eflaust mjög flottur á hliðarlínunni. • Hefur þú þokkann frá föður þínum? Já, ég ætla að vona ég hafi hann og rúmlega það. • Eruð þið saman í herbergi í Danmörku? Nei, við erum ekki saman í herbergi en það væri samt gaman. Hann er samt alltaf chillandi inni á herbergi hjá mér þannig að ég losna ekkert við hann. • Hvernig leið þér í myndatökunni? Ég fílaði mig alveg hrikalega vel og sé mig í þessu kannski svona með ferlinum. • Myndir þú þá starfa áfram sem fyrirsæta eftir knattspyrnuferilinn? Já, ef maður er ennþá ágætlega útlítandi þá veit maður aldrei. Annars ætlaði ég alltaf að verða tónlistarmaður eftir ferilinn, ég er nefnilega hrikalega góður á gítar og syng eins og engill. Ég er ekki farinn að semja neitt af viti ennþá en gæti séð fyrir mér að stofna dúett með Rúrik og gefa út plötu með lögum um landsliðsferðirnar. • Hver í liðinu er líklegastur til að hætta í boltanum og gerast fyrirsæta? Ætli það sé ekki Rúrik? Ég held að það myndi eiga vel við hann þar sem hann er myndarlegur strákur og gæti átt ágætisferil í þessu. • Hverjir eru mestu tískulöggurnar í liðinu? Án efa Halli landsliðs. Hann lætur aldrei góma sig í einhverju gömlu 2008 dæmi, hann er alltaf fresh. Hann reyndar vinnur í fatabúð svo hann hefur ákveðið forskot. En það er klárt mál að það eru ekki Bjarni og Gylfi þar sem þeir eiga það til að vera í vandræðalegum fötum sem eiga ekki við hér og þar. Þeir eiga það til að kaupa sér dýr föt sem eru ljót. • Fara menn mikið niður í bæ að versla föt í landsliðsferðunum? Jú, jú, það gerist alveg. Gylfi er til að mynda mikið í því. Ég held hann kaupi sér einn leðurjakka í hverri landsliðsferð. • Mætið þið í jakkafötum í leiki eða jogginggalla í landliðinu? Það er jogginggalli. Ég veit ekki hvort maður myndi nenna að fara í jakkafötum í rútuna. Maður er oft klukkutíma á leið í leik og það er ekkert sérstakt að vera of vel gyrtur í skyrtu og jakkafötum. Það er ekki málið. Monitor fékk fjóra leikmenn liðsins til að dressa sig upp í Sautján. Hólmar Örn Eyjólfsson ræddi um framtíð sína í tískuheiminum og klæðaburð föður síns, landsliðsþjálfarans. Diesel 18.990 kr. Samsøe Samsøe 4.990 kr. Diesel Turbo Denim, Tepphar 18.990 kr. Converse 13.990 kr. Samsøe Samsøe 23.990 kr. Samsøe Samsøe 6.990 kr. Diesel Turbo Denim, Jodar 19.990 kr. Converse 15.990 kr.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.