Monitor - 09.06.2011, Blaðsíða 27

Monitor - 09.06.2011, Blaðsíða 27
Jóhann Berg Guðmundsson lauk nýverið sínu fyrsta heila tímabili í Hollandi og er sáttur með lífið þar. Reddar sér á hollensku „Tímabilið byrjaði vel hjá mér, skoraði í fyrsta leik og það gekk vel fyrir áramót. Eftir áramót meiddist ég svo það var aðeins erfiðara. Úti æfir maður milli klukkan níu og eitt og svo reynir maður að kíkja niður í bæ. Við Kolli höngum mikið saman, förum saman að borða og svona,“ segir Jóhann. „Ég mætti nú alveg vera duglegri að læra hollenskuna en ég skil allt og get reddað mér,” bætir hann við. „Markmiðið úti með landsliðinu er náttúrlega bara að komast upp úr riðlinum og ná Ólympíusæti. Allt annað er bara bónus.“ GUÐMUNDUR Fæðingardagur: 1. mars 1989. Félag: Breiðablik. Uppruni: Bolungarvík. Skóstærð og -tegund: 43 og 1/3, AdiPure. Skilaboð til íslensku þjóð- arinnar: „Munið að það sem við gerum í lífinu bergmálar í eilífðinni.“ Guðmundur Kristjánsson er kvik- myndasérfræðingur U21 og hér gerir hann meðal annars grein fyrir bestu og verstu kvikmyndum bransans. Ekkert bjargar Catwoman Topp 3 listinn minn: #1 - The Good, the Bad and the Ugly Kábojamynd sem fjallar um þrjá eitilharða kúreka sem keppast um að ná gulli sem grafið er í kirkjugarði nokkrum. Stórkostleg mynd sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. #2 - Almost Famous Fjallar um ungan strák sem fær tækifæri til að túra með heimsfrægri hljómsveit til að skrifa grein fyrir Rolling Stone tímaritið. Þar kynnist hann bæði gleðinni og geðveikinni sem fylgir rokklíferninu. #3 - Léon: The Professional Leigumorðingi tekur munaðarlausa stúlku undir sinn verndarvæng og kennir henni fag sitt til að hún geti náð fram hefndum. Besta fótboltamynd: Green Street Hooligans Fjallar um fótboltabullurnar í Englandi, líf þeirra og trúarbrögð. Besta íslenska kvikmynd: Englar alheimsins Ungur maður greinist með geðklofa og líf hans tekur stakkaskiptum. Frábær mynd gerð eftir frábærri bók. Versta mynd: Catwoman Allur kvenlegur sjarmi og kynþokki heimsins gæti ekki bjargað þessu stórslysi. Þrátt fyrir að Halle Berry hafi nú reynt það. Síðasta mynd sem ég sá í bíó: Hangover: Part II Stóð fyrirrennara sínum ekki á sporði og olli mér smá vonbrigðum þrátt fyrir nokkra ágætis spretti. M yn d/ G ol li Draumalið Jóhanns Berg Hrikalega góður varnarmaður, held það sé vel pirrandi að spila á móti honum enda frá Portúgal. Þegar hann fór frá Chelsea þá hrundi allt saman sem segir mikið um hversu mikilvægur hann var fyrir þá. Ricardo Carvalho Þessi maður er grjótharður og það fíla ég, getur verið stundum of villtur en það er bara gaman af því. Sergio Ramos Franski rennilásinn, hann er upp og niður allan leikinn og er bæði góður varnarlega og sóknar- lega, alltaf gott gengi á evrunni. Patrice Evra Hann er einfaldlega besti hafsent í heiminum, glerharður og hrikalega góðar tæklingar. Nemanja Vidic Hann er ennþá að sprikla þannig hann fær sæti í liðinu mínu, með bestu sendingar og aukaspyrn- ur í heimi og hleypur endalaust. David Beckham Þessi maður er í ruglinu hann er svo góður, les leikinn vel og með virki- lega góðar sendingar, fullkominn leikmaður. Xavi Heldur boltan- um virkilega vel og er alltaf með góðar sendingar sem oftar en ekki gefa mark, hann og Xavi eru eiginlega of góðir saman. Andrés Iniesta Þessi samherji minn er einnig í landsliði Argentínu, hrikalega góður á milli stang- anna og með rosaleg spörk. Verður klárlega einn besti markvörður í heiminum eftir nokkur ár. Sergio Romero Getur sólað hvern sem er og hvenær sem er. Skorar fullt af mörkum og leggur einnig helling upp. Er einn sá allra besti sem uppi hefur verið. Lionel Messi Þessi er glerharður Breti. Hann hefur allt, frábær skot, sendingar og hraða. Gefur sig alltaf 110% í leiki og það vill maður sjá. Wayne Rooney Minn uppáhalds- leikmaður. Með bestu tækni og skot í heimi. Er líka vel hrokafullur og ég hef gaman af því. Cristiano Ronaldo BOÐSKAPUR GUMMA MUN EFLAUST BERGMÁLA Í EILÍFÐINNI ÆTLAR JÓHANN AÐ HÝSA ÞETTA BIG PARTY? M yn d/ Si gu rg ei r JÓHANN BERG Fæðingardagur: 27. október 1990. Félag: AZ Alkmar. Uppruni: Kópavogur, Breiðablik. Skóstærð og –tegund: 42, adiZero F50. Skilaboð til íslensku þjóðarinnar: „Það verður big party þegar við komum heim með dolluna.“ 27 FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2011

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.