Monitor - 16.06.2011, Blaðsíða 3

Monitor - 16.06.2011, Blaðsíða 3
Þjóðhátíðardagurinn er enn áný runninn upp og Íslendingar fagna eins og lítil börn í Nammi- landi á laugardögum því honum fylgja jú einstaklega skemmtilegar hefðir. Flestir fara í miðbæinn og kíkja á mannlífið, sýna sig, sjá aðra og horfa á skemmtiatriðin sem eru í boði. Sumir nenna alls ekki í bæinn og hanga heima, njóta þess að vera í fríi. Íár ættu allir að taka sig til og nýtadaginn til fulls, sama hvernig veðrið verður. Hér eru nokkur atriði sem þurfa að vera á hreinu fyrir þá sem vilja setja allt í botn á 17. júní. 1Vertu vel undirbúin/n. Veðriðer óútreiknanlegt svo ekki væri verra að hafa með sér regnslá, regnhlíf, sólgleraugu og sólarvörn til öryggis. 2Byrjaðu daginn á að marsera áAusturvöll kl. 11 þegar hátíðar- dagskráin er sett. 3Láttu mála íslenska fánannframan í þig. En ekki hvað? 4Farðu ískrúðgöngu. 5Prófaðu öll leiktækin í Hljóm-skálagarðinum. Þú gætir þurft að fá einhverja vini með þér í þetta verkefni. Best væri að fá þá með sér allan daginn. 6Fáðu þér kandífloss og snuddu-sleikjó í fánalitunum. 7Toppaðu daginn með blöðrusem er í laginu eins og uppá- haldsteiknimyndin þín. Svampur Sveinsson er alltaf flottur. 8Taktu lagið á Austurvelliþegar opinn hljóðnemi hefst kl. 16:20. Reyndu að fá alla til að syngja með þér. 9Troddu þér fremst í þvögunavið sviðið á Arnarhóli og syngdu með öllum lögunum. Reyndu að taka í hendina á einhverjum skemmtikraftanna. 10Gerðu slíkt hið sama áIngólfstorgi. Góða skemmtun! Á NETINU Þótt Twitter sé að sækja í sig veðrið hérlendis er fleira spennandi að finna á netinu. Heimasíðan Bloglov- in.com er alger snilldarviðbót við netrúntinn. Bloglovin er síða þar sem þú getur stofnað aðgang, skráð þínar uppáhaldsbloggsíður í aðgang- inn og upp frá því geturðu fylgst með uppfærslunum á bloggunum um leið og þær koma inn, allar á einum stað! Í MUNNINN Nýverið opnaði splunkuný ísbúð í JL húsinu í Vesturbæ Reykjavíkur. Ísbúðin er fersk nýjung í konungsríki ísbúðar- innar á Hagamel en Ísgerðin, eins og hún heitir, á margt sameig- inlegt með Yoyo-ís en í henni fá viðskiptavinirnir sjálfir að blanda ísinn úr vélinni ásamt því að skella íssósu og kurli á sjálfir. Búðin er tilvalin stoppustöð á ísbíltúrum sumarsins. Í SUMAR Þótt nauðsynlegt sé fyrir líkama og sál að kíkja út fyrir landsteinana í menningar- og sólarlandaferðir þá svíkur gamla góða Frónið aldrei á sumrin. Lesendur Monitor eru hvattir til að ferðast innan- lands í sumar. Það er magnað hvernig hægt er að enduruppgötva náttúrufegurð eigin lands í hvert sinn sem maður heimsækir flotta viðkomustaði fjarri þéttbýlinu. Monitor mælir með 3 fyrst&fremst Ritstjóri: Björn Bragi Arnarsson (bjornbragi@monitor.is) Umbrot og hönnun: Hilmar Gunnarsson (hilmar@monitor.is) Blaðamenn: Einar Lövdahl Gunnlaugsson (einar@monitor.is) Sigyn Jónsdóttir (sigyn@monitor.is) Auglýsingar: Jón Ragnar Jónsson (jonragnar@monitor.is) Forsíða: Ernir Eyjólfsson Grafík: Elín Esther Myndvinnsla: Hallmar F. Þorvaldsson Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent Sími: 569-1136 Netfang: monitor@monitor.is FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2011 Monitor Feitast í blaðinu 17. júní er á föstu- dag. Ætla Haffi Haff og Margrét Björns að fá sér kandífloss? Jóhannes Haukur leikari segist ekki vera harður, en hann hefur kýlt mann í bakið. Edda Sif Pálsdóttir er ekki að fara að fá sér húðflúr af loppum á brjóstin. 8 Árni Vilhjálmsson úr hljómsveitinni FM Belfast þreytir Lokaprófið með glans. 14 Hljómsveitin 1860 heitir eftir ártali fyrstu hljóðupptök- unnar. 13 6 Sigursteinn Gíslason, einn sigursælasti knattspyrnumaður Íslands, greindist nýverið með krabbamein. Í kjölfarið ákváðu félagar hans að blása til sýningarleiks í fjáröflunarskyni fyrir baráttuna sem framundan er. Ragnhildur Steinunn Jonsdottir Ef Sigmar Gudmundsson samstarfsmaður minn er ekki fyndnasti maður landsins þá veit ég ekki hvað!!!!! 10. júní kl. 19:55 Bubbi Morthens Lifta lóðum lemja púðan glaður í gufu góðan búster Dagurinn í dag dágóður verður 13. júní kl. 7:43 Efst í huga Monitor 17. júní tekinn alla leið 4 „Það eru fyrrum liðsfélagar Steina hjá ÍA og KR sem standa fyrir þessu. Það er nokkuð stór hópur sem hefur lagt hönd á plóg við að gera þetta mögulegt og það er í raun frábært hvað allir hafa verið tilkippilegir,“ segir Þórður Guðjónsson, fyrrum landsliðs- maður í fótbolta og einn af félögum Sigursteins Gíslasonar. Sigursteinn greindist í vor með krabbamein í nýrum og lungum. Í kjölfarið tóku vinir þessa sigursæla knattspyrnumanns höndum saman og standa þeir fyrir svokölluðum Meistaraleik Steina Gísla sem fram fer á laugardaginn. Þar koma gamlir liðsfélagar Sigursteins til með að etja kappi fyrir hönd ÍA og KR á Akranesi og er leiknum ætlað að afla fjár fyrir baráttu Sigursteins við sjúkdóminn sem er framundan. KR og ÍA á sínum léttustu nótum „Að undirlaginu eru þetta þeir sem urðu meistarar með Steina í ÍA árin 1992-1996 og svo liðsmenn hans úr KR-liðinu sem tók þessa fjóra titla árin 1999, 2000, 2001 og 2003 sem skipa liðin tvö. Þetta er svona kjarninn af þeim liðum. Annars eru allir leikmenn sem Steini spilaði með bara hjartanlega velkomnir. Við höfum ekki getað náð í alla, enda er þetta náttúrlega töluverður hópur svo menn mega bara endilega melda sig til leiks.“ Gera má ráð fyrir að leikmenn á borð við Þormóð Egilsson, Rúnar Kristinsson, Einar Þór Daníelsson og fleiri keppi fyrir hönd KR gegn Skagamönnum á borð við Ólaf Þórðarson, tvíburabræðurna Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni ásamt Þórði sjálfum. Leikurinn hefst kl. 17:15 á Akranesvelli og verður aðeins leikið í tvisvar sinnum þrjátíu mínútur. Miðaverð er 1.000 krónur fyrir fullorðna en frítt verður inn fyrir börn. „Ég hvet fólk til að mæta og styðja við bakið á góðum dreng, það er tilgangurinn með þessu. Steini er að fara inn í sinn stærsta leik og mestu baráttu sem hann hefur lent í. Þetta er hugmynd til að létta undir með honum. Ég held nú að þetta verði á léttustu nótunum sem KR og ÍA hafa ást við á vellinum,“ bætir Þórður við. Vikan á... Rurik Gislason Verðum að leggja meira á okkur ef við ætlum að vinna danina! 14. júní kl. 20:44 Meistaraleikur hins margfalda meistara Steinþór Helgi Arnsteinsson Er stoltur eigandi og framkvæmda- stjóri Schnilld slf. 15. júní kl. 12:14 LEGGÐU LIÐ Ásamt því að mæta á leikinn er hægt að leggja söfnuninni lið með frjálsum framlögum: Reikningsnúmer: 0330-26-2569 Kennitala: 250668-5549 ÞÓRÐUR GUÐJÓNSSON ER EINN AF ÞEIM SEM STANDA AÐ MEISTARALEIKNUM MYNDIR FRÁ FARSÆLUM FERLI SIGURSTEINS MEÐ KR, ÍA OG STOKE

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.