Monitor - 16.06.2011, Blaðsíða 4

Monitor - 16.06.2011, Blaðsíða 4
4 Monitor FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2011 HÆ, HÓ, JIBBÍ JEI! HAFFI HAFF GÆTI BRÁTT FARIÐ AÐ KALLA SIG TÖFFI TÖFF My nd /S ig ur ge ir HAFFI HAFF Uppi á sviði að gera töff hluti Haffi Haff borðar vanalega ekki nammi en væri til í nokkra gúmmíbangsa á 17. júní. Hvað ætlar þú að gera á 17. júní? Það er ótrúlegt hversu mikið allt hefur breyst því í ár verð ég einn af þeim sem verða uppi á sviði á 17. júní. Ég var alltaf bara einn af krökkunum sem voru að labba um og skemmta sér en í dag er ég einn af þeim sem skemmtir unga fólkinu. Þegar ég var yngri langaði mig alltaf að vera eldri og gera einhverja töff hluti og það er einmitt það sem ég er að gera í dag. Hvert er uppáhalds 17. júní nammið þitt? Úff, ég borða eiginlega aldrei nammi en ef ég þyrfti að fá mér eitthvað á 17. júní yrðu það líklega gúmmíbangsar. Hvernig blöðru ætlar þú að fá þér á 17. júní? (Hlær) Blöðru? Ég held ég myndi fá mér fullt af blöðrum í alls konar litum. Þannig gæti ég flogið á brott hvenær sem ég vildi. Hver er þín besta minning frá 17. júní? Fyrir nokkrum árum átti ég frábæran 17. júní. Þetta var bara venjulegur dagur, ekkert spes að gerast þannig séð. Ég hékk með vinum mínum, engin vinna og ekkert stress. Við sátum á grasinu, fylgdumst með mannlífinu og hlustuðum á tónlist. Veðrið var líka yndislegt sem gerði daginn enn betri. Hver er þín versta minning frá 17. júní? Ég held ég hafi aldrei lent í neinu slæmu á 17. júní nema kannski jarðskjálftanum fyrir nokkrum árum. Mér fannst jarðskjálftinn reyndar alls ekki það slæmur þó hann hefði getað farið illa. Hvað ætlar þú að gera í sumar? Þessa dagana er ég að vinna í nýrri tónlist, nýrri plötu, nýjum líkama og nýju hugarfari. Ég er að vinna mjög mikið í sjálfum mér og ætla að reyna mitt besta í að verða eins góð persóna og hægt er. Mig langar að gera svo marga hluti á meðan dvöl minni á þessari jörð stendur. Þið getið búist við fullt af frábærum hlutum frá mér innan skamms! M yn d/ Eg ge rt RAKEL LÆTUR SIG DREYMA UM POKÉMON-BLÖÐRU RAKEL MJÖ LL Hárslaufa og Svampur Sveinsson redduðu málunum Rakel Mjöll Leifsdóttir, söngkona, hefur mætt í djammgalla gærkvöldsins í kaffiboð á 17. júní. Hvað ætlar þú að gera á 17. júní? Vinkona mín Nína á afmæli þann 17. júní. Hún hefur afmælisboð heima hjá sér á Laugaveginum, eftir að hafa skoðað mannlífið í miðbænum kíki ég því til Nínu í afmælissúpu. Mesta skemmtunin er að hitta og stríða vinunum sem eru enn í sömu fötunum og þeir voru í kvöldinu áður. Hvert er uppáhalds 17. júní nammið þitt? Snuddu-sleikjó í fánalitum. Klassískt. Hvernig blöðru ætlar þú að fá þér á 17. júní? Pokémon-blaðra væri draumurinn. Hver er þín besta minning frá 17. júní? Fyrir tveimur árum var ég sú sem mætti í afmælisboðið í fötunum sem ég hafði verið í kvöldinu áður. Vinkona mín klæddi mig í nýjan kjól, lagaði mig til, setti slaufu í hárið mitt og gaf mér Svamps Sveinsson-blöðru. Við skemmtum okkur stórkostlega og dagurinn varð mjög eftirminnilegur. Hver er þín versta minning frá 17. júní? Að vera að vinna og missa af hátíðarhöldunum. Hvað ætlar þú að gera í sumar? Rétt eftir 17. júní fer ég í tónleikaferðalag til Þýskalands með hljómsveitinni minni, Útidúr. Í júlí verð ég Lundúnamær og svo skrepp ég til Suður-Frakklands með nokkrum vinum mínum. Þar munum við liggja í vínekrunum og njóta þess að vera til.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.