Monitor - 16.06.2011, Blaðsíða 6

Monitor - 16.06.2011, Blaðsíða 6
SKRÍTNASTA Ég á þennan pallíettubrjóstahaldara meira að segja í tveimur litum. Hugmyndin var að nota þá innanundir eitthvað gegnsætt eða flegið svo aðeins glitti í pallíetturnar en ég er enn að bíða eftir rétta tilefninu. 6 Monitor FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2011 Sumarið er á næsta leyti og ef við verðum heppin mun sólin láta ljós sitt skína á Íslandi í sumar. Nú er kominn tími á að fara að huga vel að húðinni svo það verði ekki vandræða- legt að sýna bera leggina á Austurvelli í sumar. Stíllinn er að sjálfsögðu með töfra- lausnir fyrir lesendur og er með yndislegar uppskriftir að heimatilbúnum skrúbb og dekri. TÖLVUÞREYTT AUGU? Það getur stundum verið rosalega erfitt að slíta sig frá hinum spennandi heimi Facebook og eftir langa störu fyrir fram- an tölvuskjáinn fær maður stundum illt í augun af þreytu. Þá er sniðugt að hlaupa út í næsta apótek og fjárfesta í rósavatni. Bleyttu bómul í rósavatninu og leggðu yfir augun í 5-10 mínútur. Þá ættir þú að vera búin að hvíla augun nóg til að líða betur eða halda áfram að skoða myndir á Facebook. stíllinn Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum í fimm orðum? Temmilega mikið magn af allskonar. Hver er uppáhaldshönnuður- inn þinn? Úff, ég veit það ekki en ég varð alveg ástfangin af því sem Spaks- mannsspjarir eru að gera núna og ég sá á Reykjavík Fashion Festival. Svo er ég líka mjög hrifin af skandinavískri hönnun. Hversu mörg skópör átt þú? Ekki nógu mörg að mínu mati en of mörg að mati flestra annarra. Þau eru um 50 en samt finnst mér ég alltaf vera í sömu skónum! Ef þú yrðir að fá þér tattú, hvað myndir þú fá þér og hvar? Ég myndi fá mér einhverja persónulega setningu eða orð í fallegu letri á innanverðan úlnliðinn, eitthvað sem mun alltaf vera mér kært og verður ekki þreytt. Það á til dæmis ekki við um loppurnar á brjóstunum á tónlistarkonunni Eve sem mér fannst voða flottar einu sinni. Hvaða flík er ómissandi að þínu mati fyrir sumarið? Engin ákveðin flík kannski, fyrir utan flott sólgleraugu, en það er alveg nauðsynlegt að klæðast einhverju munstruðu og/eða í fallegum lit í sumar. Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafréttamaður og tískublaðamaður hjá NUDE leyfði Stílnum að kíkja í fataskápinn sinn. fataskápurinn SALTSKRÚBBUR Innihald: Epsom salt Extra virgin ólífuolía Lífrænir sítrónu-blómadropar Aðferðin er ósköp einföld. Setjið saltið í glerkrukku eða hentugt ílát, hellið ólífuolíunni yfir og setjið blómadropa út í eftir smekk. Hægt er að nota ýmsar tegundir blóma- dropa og er til dæmis sniðugt að setja frekar lavender-blómadropa til að búa til slökunarskrúbb. Epsom saltið er virkilega magnesíumríkt og gott fyrir húðina, besta ólífuolían er í glerflöskum og droparnir fást í öllum helstu heilsubúðum. Fegrunarráð vikunnar Myndir/Sigurgeir S BESTA Það er svolítið erfitt að gera upp á milli og velja eina bestu flík en þessi frábæri tiger-pels úr Topshop er klárlega meðal þeirra bestu. Alltaf kúl og mér finnst ég eiga heiminn þegar ég fer í hann. ÞÆGILEGASTA Yndislega hlýir, mjúkir og gróflega ofnotaðir. Svo þykir mér líka sérstaklega vænt um þá því vinkona mín sem bjó í Ástralíu sendi mér þá í jólagjöf, svo þeir eru jafnframt algjörlega orginal. DÝRASTA 66°Norður úlpan mín. Hún gæti auðveldlega fallið í flokkinn besta flíkin líka því hún hefur haldið lífinu í kuldaskræfunni mér síðustu vetur og er svo sannarlega hverrar krónu virði. Eitt sinn gerði ég þó þau mistök, hálfsofandi á dimmum vetrarmorgni, að fara í silfraða skó við og var eins og geimfari í skólanum heilan dag. Lengsti kjánahrollur lífs míns. FLOTT- ASTA Nýjasta ÍBV treyjan mín, ekki spurning! Ég keypti hana síðasta sumar í Axel Ó í Vestmanna- eyjum og svo heppilega vildi til að þeir áttu hana með mínu nafni og minni tölu. Svo á ég reyndar inni aðra fótboltatreyju sem er aðeins flottari en þangað til ég fæ hana er þessi flottust. Klædd eins og geimfari í einn dag NÝJASTA Fyrir utan vinnutengd, afskaplega dönnuð föt er þessi kjóll það nýjasta í skápnum. Ég keypti hann á hlaupum í Zöru og er búin að nota hann allavega tvisvar síðan við gallajakka, rautt belti og skó með fylltum botni. Sumarlegt og skemmtilegt. ELSTA Þegar langamma mín dó fyrir nokkrum árum fór ég í gegnum fataskápinn hennar og fann margar gersemar, meðal annars þennan fallega undirkjól.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.