Monitor - 16.06.2011, Page 12

Monitor - 16.06.2011, Page 12
kvikmyndir Hæð: 168 sentímetrar. Besta hlutverk: Alice í Super 8. Staðreynd: Er litla systir Dakota Fanning. Eitruð tilvitnun: „Dakota er uppáhaldsleikkonan mín.“ 1998Fæddist semMary Elle Fanning þann 9. apríl í bænum Conyers í Georgíufylki Bandaríkjanna. 1999Elle hóf leiklist-arferilinn sem kornabarn er hún lék í einum þætti sjónvarpsþáttanna Judging Amy aðeins eins árs gömul. 2001Lék í kvikmyndinniI Am Sam aðeins þriggja ára gömul. Elle fór þar með hlutverk yngri útgáfu systur sinnar, Dakota, sem lék stórt hlutverk í myndinni. Nokkrum mánuðum seinna lék hún aftur yngri útgáfu systur sinnar í þáttaröðinni Taken. 2002Fékk sitt fyrstasjálfstæða kvikmyndahlutverk fjögurra ára gömul er hún lék í kvikmyndinni Daddy Day Care. 2003Sýndi sig og sann-aði sem leikkona er hún nældi í hlutverk Ruth í kvik- myndinni The Door In The Floor. Þar lék Elle á móti Kim Basinger og Jeff Bridges. Upprunalega ætluðu framleiðendur myndar- innar að fá eineggja tvíbura til að leika hlutverk Ruth þar sem það væri svo krefjandi og erfitt en Elle heillaði þá algjörlega upp úr skónum. 2005Lék dóttur Brad Pittog Cate Blanchett í Óskarsverðlaunamyndinni Babel. 2008Elle og systirhennar Dakota áttu að leika systurnar í hinni eftirminnilegu Sister‘s Keeper. Elle missti af því stóra tækifæri þegar Dakota hætti snögglega við að leika í kvikmyndinni þar sem hún vildi ekki raka af sér hárið fyrir hlutverkið. Elle Fanning FERILLINN 12 Monitor FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2011 Frumsýningar helgarinnar J.J. Abrams sem leikstýrði og skrifaði handritið að Super 8 er einn af mönnunum á bak við sjónvarpsþáttinn Lost. Popp- korn Emma Watson er framan á nýjasta tölublaði Vogue og talar þar um nýjan kafla sem er að hefjast í lífi hennar þessa dagana. Hún segir líf hennar hafa snúist alfarið um Harry Potter kvikmyndirnar undan- farin ár og er dauðfegin að vera komin út úr sápukúlunni og verndaða umhverfinu. Nú sé hún orðin stór stelpa sem ætlar sér stóra hluti. Jim Carrey segist hafa fengið ótal athugasemd- ir frá samstarfsfólki sínu er hann ákvað að gera nýjustu mynd sína, Mr. Popper‘s Penguins. Hann segist hafa verið spurður hvort hann vildi virkilega gera fjölskyldumynd og fara út í þann bransa, sérstaklega með mörgæsamynd. Carrey ákvað þrátt fyrir athugasemdirnar að kýla á verkefnið og segist bókstaflega dýrka mörgæsir. Fyrir tveimur árum ákvað Óskarsverða- launaakademían að fjölga tilnefningum í flokknum yfir bestu kvikmyndina úr fimm yfir í tíu en á næsta ári verður breyting á. Akademíunni finnst kvikmyndir sem hafa ekki átt skilið að fá tilnefningu hafa fengið slíka til að fylla upp í tíu tilnefningar. Á næsta ári þurfa kvikmyndir að fá ákveðna lágmarksprósentu til að hljóta þessa heiðurstilnefningu. Lítið hefur farið fyrir Ben Stiller að undanförnu en hann er með nokkur járn í eldinum um þessar mundir. Samkvæmt heimildum LA Times mun hann líklega taka að sér hlutverk í kvikmyndinni Neighbourhood Watch sem segir frá ósköp venjulegum manni sem tekur þátt í nágrannavaktinni í rólegu úthverfi. Angelina Jolie hefur fengið leyfi til að fara til Tyrklands að heilsa upp á sýrlenska flóttamenn. Jolie er einn af góðgerðar- sendiherrum Sameinuðu þjóðanna og er þetta liður í störfum hennar fyrir samtökin. Um þessar mundir er Jolie hins vegar stödd á Möltu með Brad Pitt og sex börnum þeirra, en þar er hann að taka upp myndina World War Z. l Super 8 KRAKKARNIR Í BÆNUM KOMAST Í HANN KRAPPANN Leikstjóri: J. J. Abrams. Aðalhlutverk: Elle Fanning, Joel Courtney, Amanda Michalka og Kyle Chandler. Dómar: IMDB: 8,1 / Metacritic: 7,2 / Rotten Tomatoes: 83% Lengd: 112 mínútur. Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára. Kvikmyndahús: Sambíóin Egilshöll, Álfabakka og Kringlunni. Myndin gerist árið 1979 í smábæ í Ohio-fylki í Bandaríkj- unum. Nokkrir krakkar eru að taka upp litla mynd á Super 8 myndavél þegar þeir verða vitni að svakalegu lestarslysi eftir að pallbíll ekur inn á teinana, beint í veg fyrir flutningalest. Strax eftir slysið sjá krakkarnir eitthvað mjög undarlegt og illútskýranlegt yfirgefa flakið. Herinn er fljótur á vettvang og vill enginn gefa upp hvað var um borð í þessari lest. Næstu daga láta allir hundar sig hverfa á brott úr bænum, fólk byrjar auk þess að hverfa og fleiri undarlegir atburðir eiga sér stað. Lögreglumað- urinn Lamb (Kyle Chandler) er algerlega ráðþrota, en sonur hans, sem var einn krakkanna sem varð vitni að slysinu, ákveður að fá vini sína til að rannsaka þetta mál upp á eigin spýtur. Þeir fara brátt að uppgötva hluti sem eru bæði skelfandi og stórkostlegir, en hvaða atburð þessir hlutir eru fyrirboði um veit enginn.

x

Monitor

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.